Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni gaf villandi mynd af uppboðinu í Færeyjum

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, spurði hvort bjóða ætti út­lend­ing­um kvót­ann og hvatti Ís­lend­inga til að fagna vel­gengni út­gerð­ar­fyr­ir­tækja: „Eru það ekki góð tíð­indi ann­ars? Er það ekki frá­bært?“ sagði hann í For­yst­u­sæt­inu á RÚV.

Bjarni gaf villandi mynd af uppboðinu í Færeyjum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spyr hvort hugmyndir um uppboð aflaheimilda snúist um að selja útlendingum fiskveiðiheimildir Íslendinga.

Bjarni sat fyrir svörum í Forystusætinu á RÚV í kvöld. Þegar rætt var um uppboðsleið Færeyinga talaði Bjarni eins og einungis eitt fyrirtæki, í eigu útlendinga, hefði keypt veiðiheimildir á uppboðunum. Sú er ekki raunin.

Þegar spyrill minntist á uppboð veiðiheimilda í Færeyjum sagði Bjarni: „Þú ert að tala um heimildirnar sem voru seldar útlendingunum, sem fóru til eins fyrirtækis. Eru menn í alvörunni að tala um það að við eigum núna að taka þessa fiskveiðiauðlind sem skapar störf út um allt land og bjóða hana til útlendinga?“ 

Í sumar buðu Færeyingar upp hluta af aflaheimildum sínum í tilraunaskyni. Hér á landi vakti talsverða athygli að kílóverðið sem fékkst fyrir aflaheimildirnar reyndist a.m.k. tíu sinnum hærra en tekjurnar sem íslenska ríkið aflar sér í formi veiðigjalda frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir hvert kíló af sömu fiskitegundum. 

Fiskveiðiheimildirnar í Færeyjum voru ekki seldar einu fyrirtæki heldur mörgum. Þá gátu aðeins færeysk fyrirtæki, félög í meirihlutaeigu Færeyinga, tekið þátt í uppboðinu.

Eins og Hermann Oskarsson, hagfræðingur og fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, benti nýlega á í viðtali við Stundina eru í gildi lög í Færeyjum um að erlendir aðilar megi í mesta lagi eiga 33 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Aðeins fyrirtæki skráð í Færeyjum gátu tekið þátt í uppboðinu. „Vissulega eiga erlendir aðilar hlut í sumum þeirra, en aldrei meira en þriðjung. Þess vegna er ekki rétt að erlendir aðilar séu að sanka að sér fiskveiðikvótanum,“ sagði Hermann þegar Stundin ræddi við hann í sumar.

Á Íslandi eru einnig í gildi lög sem setja aðkomu útlendinga að fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða mjög þröngar skorður. Annar af spyrlum RÚV, Jóhann Hlíðar Harðarsson, benti Bjarna á þetta í kvöld. „Við erum með girðingu fyrir því, útlendingar eiga ekki hér í sjávarútvegi svo það á ekki við,“ sagði hann og vísaði þar væntanlega til 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem takmarkar verulega möguleika útlendinga á aðkomu að íslenskum sjávarútvegi. Þannig er óljóst hvernig fiskveiðikvótinn á Íslandi ætti að lenda í höndum erlendra fyrirtækja. 

Bjarni sagði að ef uppboðsleiðin yrði illa útfærð gæti hún valdið verulegri röskun byggðanna. 

Þegar hann var spurður um lækkun veiðigjalda í viðtalinu sagði hann að ríkisstjórnin hefði hækkað veiðigjaldið á uppsjávarveiðar en lækkað á bolfisk og fullyrti að veiðigjaldið sem sett hefði verið á bolfiskinn hefði verið óframkvæmanlegt. Þá hvatti hann til þess að Íslendingar fögnuðu velgengni sjávarútvegsfyrirtækja.

„Íslendingar, við verðum að fara að gleðjast yfir því að þessari grundvallaratvinnugrein okkar gangi vel. Eru það ekki góð tíðindi annars? Er það ekki frábært? Þegar ég var í æsku þá voru þetta bæjarútgerðir sem voru í ströggli, það gekk illa“ sagði Bjarni og benti á að nú væri staða útgerðanna allt önnur, ekki síst vegna þeirra kerfisbreytinga sem lagt hefðu grunninn að stórkostlegri verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

Myndin hér að neðan sýnir hvernig veiðigjöld lækkuðu eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar tók við vorið 2013. Um leið hélt afkoma sjávarútvegsfyrirtækja áfram að batna og arðgreiðslur til eigenda þeirra jukust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár