Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­aði við­skipti stjórn­enda Ís­lands­banka með hluta­bréf bank­ans ár­ið 2005 sem meint inn­herja­við­skipti. Stjórn­end­urn­ir tóku ákvörð­un um að selja trygg­inga­fé­lag­ið Sjóvá sem skap­aði 4 millj­arða bók­færð­an hagn­að og hækk­un hluta­bréfa þeirra sjálfra. Bjarni Bene­dikts­son átti í nán­um sam­skipt­um við Bjarna Ár­manns­son á þess­um tíma og áð­ur og ræddu þeir með­al ann­ars hluta­bréfa­verð í Ís­lands­banka. Föð­ur­bróð­ir Bjarna var einn þeirra sem græddi per­sónu­lega á hluta­bréfa­stöðu í bank­an­um út af Sjóvár­söl­unni.

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“
Högnuðust sem innherjar Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson, æðstu stjórnendur Íslandsbanka, högnuðust á viðskiptum með hlutabréf í Íslandsbanka árið 2005 sem sérstakur saksóknari rannsakaði síðar sem meint innherjaviðskipti. Einar og Bjarni sjást hér á hluthafafundi Íslandsbanka vorið 2007 þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og FL Group höfðu betur gegn þeim í valdabaráttu um bankann.

„Mér líst mjög vel á þetta mál. Hárrétt að láta Straum ekki stöðva ferlið. Þeirra hagsmunir sem hluthafar í Íslandsbanka hjóta að skipta meira máli en þeirra hagsmunir sem fjárfestingabanki. Augljóst er að í þessum viðskiptum hafa hagsmunir allra hluthafa ráðið ferðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, í tölvupósti til vinar síns Bjarna Ármannssonar hjá Íslandsbanka þann 20 apríl 2005.  Bjarni Ármannsson var bankastjóri Íslandsbanka, síðar Glitnis, á þessum tíma. 

 

Póstarnir milli BjarnannaSkjáskotið sýnir tölvupóstana á milli Bjarna Benediktssonar og Bjarna Ármannssonar á árunum 2003 og 2005. Myndin er tekin af heimasíðu RÚV þar sem Stundin má ekki birta umrædd gögn með sjálfstæðum vegna lögbanns sem sett var á fjölmiðilinn.

Tölvupósturinn er birtur á vefsíðu Ríkisútvarpsins í umfjöllun þess  miðils um viðskipti Bjarna Benediktssonar. Lögbann var sett á umfjöllun Stundarinnar um gögn, sem varða forsætisráðherra og viðskipti hans tengd Glitni fyrir hrun, fyrr í vikunni og getur fjölmiðilinn því ekki birt sjálfstæðar greinar upp úr gögnunum fyrr en lögbannið hefur verið tekið fyrir af dómstólum. Umræddur tölvupóstur og frétt um málið hefur hins vegar verið birt af RÚV og telur Stundin sér því heimilt að greina frá upplýsingum og gögnum sem þegar hafa verið birt af öðrum fjölmiðlum. Í frétt Ríkisútvarpsins er rætt við Bjarna Benediktsson og gerir hann lítið úr samskiptum sínum við Glitni á þessum árum. 

Málið sem Bjarna Benediktssyni leist „mjög vel á“ var umdeild sala Íslandsbanka á 66 prósent hlut í tryggingafélaginu Sjóvá til eignarhaldsfélagsins Milestone sem greint var frá þennan dag í apríl árið 2005 en með þeirri sölu varð til bókfærður hagnaður í bankanum upp á 2,4 milljarða króna. 

„Augljóst er að í þessum viðskiptum hafa hagsmunir allra hluthafa ráðið ferðinni“

Rannsókn hætt á innherjasvikamáli

Stjórnendur Íslandsbanka, meðal annars Bjarni Ármannsson og Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, högnuðust verulega á hlutabréfaviðskiptum í Íslandsbanka vegna sölunnar á Sjóvá á þessum tíma. Þeir keyptu hlutabréf í bankanum með lánum frá Milestone, áður en gengið var frá sölunni á Sjóvá til fyrirtækisins. Bjarni Ármannsson keypti hlutabréf í bankanum fyrir rúmlega 3 milljarða á þessum tíma og Einar Sveinsson fyrir 510 milljónir. 

Flestir stjórnendanna, allir nema Einar Sveinsson,  seldu bréfin svo eftir að Íslandsbanki hafði hagnast vel á henni. Bjarni Ármannsson seldi bréf sín eftir aðeins þrjá mánuði sem er minnsti mögulegi tíminn sem frumherji í bankanum mátti eiga og selja hlutabréf í fyrirtækinu.

Sérstakur saksóknari rannsakaði þessi viðskipti sem meint innherjaviðskipti eftir hrunið 2008 en rannsóknin var lögð niður vegna þess að málið var fyrnt. Báðir voru þeir Bjarni Ármansson og Einar Sveinsson fruminnherjar í bankanum á þessum tíma. 

Fjallað var um viðskiptin í fjórða bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010 og voru þau gagnrýnd nokkuð. Gagnrýnin snérist um það að tólf dögum áður en til­kynnt var að Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og aðrir háttsettir stjórnendur í Glitni hefðu keypt hlutabréf­ in í Íslandsbanka með lánveitingum frá dótturfélagi Milestone seldi bankinn 66 prósenta hlut sinn í Sjóvá til Milestone. Íslands­banki ákvað að lána Milestone fyr­ir rúmlega 50 prósentum af kaup­ verðinu. 

Í skýrslunni segir um þetta: „Í ljósi lánveitinga Mile­stone Import Export til stjórnenda Ís­landsbanka er vert að huga að hags­munum eigenda Milestone hf. árið 2005 gagnvart bankanum og hugs­anlegum hagsmunaárekstrum sem orðið gátu á milli Milestone hf. og yf­irstjórnar bankans.“

Mikil samskiptiBjarni Benediktsson átti í miklum samskiptum við stjórnendur Íslandsbanka og Glitnis á árununum fyrir hrunið.

Bjarni og faðir hans stórir hluthafar

Bjarni Benediktsson varð hluthafi í Íslandsbanka árið 2005 en í árslok var hann í 98. sæti yfir stærstu hluthafana með 0,06 prósenta hlut.  Þá átti pabbi hans, Benedikt Sveinsson, tæplega 2 prósenta hlut í bankanum, bæði persónulega og í gegnum eignarhaldsfélag sitt Hafsilfur ehf. Eins og Stundin hefur fjallað um ítrekað kom Bjarni að því að stýra Hafsilfri ehf. þrátt fyrir að félagið væri í eigu föður hans, í einhverjum tilfellum tók Bjarni ákvarðanir um viðskipti félagsins og var leitað samþykki föður hans. 

Faðir Bjarna var líka hluthafi í bankanum í árslok 2004, bæði persónulega og eins í gegnum eignarhaldsfélag sitt, og höfðu bæði hann og Bjarni því hagsmuni af viðskiptunum með Sjóvá sem Bjarni ræddi um í tölvupóstinum til Bjarna Ármannssonar.  Salan á Sjóvá til Milestone hentaði því öllum hluthöfum bankans á þessum tíma. 

Hvenær á árinu 2005 Bjarni varð hluthafi í Íslandsbanka er ekki vitað. Var það fyrir söluna á Sjóvá til Milestone, og þar með fyrir þá hækkun á hlutabréfaverði bankans sem salan leiddi til? Og hvernig voru þessi hlutabréfaviðskipti hans fjármögnuð? Föðurbróðir Bjarna naut góðs af þessari hækkun hlutabréfaverðs í bankanum og kom að því að ákveða söluna til Milestone auk þess sem fjárfestingarfélagið lánaði honum fyrir hlutabréfunum í Íslandsbanka. Stundin hefur á síðustu tveimur vikum gert ítrekaðar tilraunir til að fá Bjarna Benediktsson til að svara spurningum blaðsins en án árangurs. Sjálfur hefur Bjarni sagt að hann hafi ekki „góða reynslu“ af því að ræða við blaðamenn Stundarinnar. 

Átti í samskiptum við bankastjórann

Eins og Stundin hefur greint frá áður átti Bjarni Benediktsson í nánum samskiptum við Bjarna Ármannsson, bankastjóra Íslandsbanka, á þessum árum. Eins og greint er frá á vefsíðu RÚV þá skiptust þeir meðal annars á tölvupóstum vegna hlutabréfaviðskipta í gegnum Íslandsbanka árið 2003, einu og hálfu ári tæpu áður en bankinn seldi Sjóvá til Milestone. 

Bjarni Ármansson sendi Bjarna „verðhugmynd“ að hlutabréfaviðskiptum sem Bjarni Benediktsson svaraði svo: „Ég ræddi við Guðmund um daginn. Verðlagningin á þessu er þannig að það borgar sig ekki að gera þetta nema maður telji að bréfin getið á næstu 6-9 mánuðum farið niður fyrir uþb 5,7. Vilji menn takmarka áhættuna væri meira vit í að selja hluta af bréfunum á núverandi gengi og eftir atvikum kaupa til baka lækki gengið.“ Bjarni ákvað svo að ekkert yrði úr þessum hlutabréfakaupum. 

Á þessum tíma var faðir Bjarna einn af stærri einstöku hluthöfum bankans með tæplega 2,5 prósenta hlut auk þess sem föðurbróðir Bjarna átti rúmlega 2,5 prósent í bankanum. Bjarni átti því í samskiptum við fruminnherja í bankanum, Bjarna Ármannsson, um hlutabréfaviðskipti í fyrirtækinu. Einu og hálfu ári síðar áttu sér stað viðskipti í bankanum sem bæði rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari töldu vera á vægast sagt gráu svæði vegna mögulegra innherjasvika. 

Fengu 2,5 milljarða króna lán 

Eins og fjalla er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og DV greindi frá í febrúar árið 2013, þá námu lánveitingarnar frá Milestone til stjórnenda Íslandsbanka 500 milljónum króna. Á móti lánaði Kaupþing tvo milljarða í viðskiptunum. Heildarupphæð viðskipta stjórn­ endanna með bréfin í bankanum sem þeir stýrðu nam því 2,5 milljörð­um króna. Kaupþing lánaði 80 prósent­ af kaupverðinu og Milestone 20 prósent.  Þeir sem fengu lán voru eignarhaldsfélög í eigu Bjarna Ármannssonar, Einars Sveinssonar, Þorgils Óttars Mathiesen, forstjóra Sjóvár, auk fimm framkvæmdastjóra hjá Íslandsbanka - Tómasi Kristjánssyni, Finni Rey Stefánssyni, Hauki Oddssyni, Jóni Diðriki Jónssyni og Frank Ove Reite. 

Stjórnendurnir í bankanum áttu­ umrædd bréf í Íslandsbanka þar í byrjun september 2005 og hækkuðu bréfin úr 13,41 á hlut og upp í 15,25 á þessu þriggja mánaða tímabili. Aðal­ástæðan fyrir þessari hækkun bréf­ anna var sala Íslandsbanka á Sjóvá til Milestone. Stjórnendurnir högn­uðust því á bréfum í Íslandsbanka vegna ákvörðunar sem þeir komu sjálfir að og byggði meðal annars á lánveitingum frá fjárfestingarfélaginu sem keypti tryggingafélagið af bankanum. 

Félag Bjarna græddi 184 milljónir

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið hvernig Bjarni Ármannsson hagnaðist sjálfur um 184 millj­ónir króna á þessum viðskiptum með hlutabréf í Íslandsbanka.: „Ef einungis er tekið tillit til þess fjölda hluta sem keyptur var þann 31. maí 2005 hefur félag forstjóra bankans, Bjarna Ármannssonar, hagnast um 184 milljónir króna. Eins hafa félög framkvæmdastjóra bankans hagn­ast um um 31,3 milljónir króna.“ 

Tek­ið er sérstaklega fram í skýrslunni  að „engar sérstakar tryggingar hafi verið fyrir lánveitingunni“. Lánun­um fylgdi því ekki nein áhætta fyrir Bjarna Ármannsson og aðra stjórn­ endur Glitnis. 

Vændir um óeðlileg viðskipti 

Í rannsóknarskýrslunni er ýjað að því að óeðlilega hafi verið staðið að viðskiptunum og segir í henni að þó þurfi að líta á hverjir það voru innan bankans sem hlynntir voru sölunni á Sjóvá til Milestone. Á það er bent að nokkrar deilur urðu um söluna á Sjóvá til Milestone í bankaráði Glitn­is Samkvæmt skýrslunni virðist sem bankinn hafi ekki leitað annarra til­ boða í tryggingafélagið áður en ákveðið var að selja það til Milesto­ne. Bankinn lét Morgan Stanley gera verðmat á tryggingafélaginu og var tilboð Milestone, 26 milljarðar króna, hærra en verðmat bandaríska bank­ans. 

Í fundargerð frá Íslandsbanka sem vísað var til í rannsóknarskýrslunni kemur fram að Straumur­ Burðarás hafi lýst yfir áhuga á að koma að sölunni á Sjóvá. Þetta var það sem Bjarni Benediktsson vísaði til í tölvupósti sínum til Bjarna Ármannssonar þann Stjórnin svaraði þessu hins vegar neitandi, samkvæmt skýrslunni, þar sem þeir Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson hafi lýst þeirri „... af­stöðu sinni að það væri ekki heppi­legt í ljósi þess að um samkeppnisað­ila væri að ræða og að stefna bankans væri að eiga áfram hlut í félaginu.“ Íslandsbanki hélt eftir þriðjungi hlutafjár í Sjóvá. 

Sama dag var gengið frá sölunni til Milestone. Á þessum tíma var hins vegar ekki vitað um lánveitingar Milestone til stjórnenda Íslandsbanka. Straumur sendi ábendingu um málið til Fjármálaeftirlitsins á þessum tíma en ekkert var gert í henni. 

Fyrningartími innherjasvika lengdurFyrningartími innherjasvikabrota var lengdur í tíu ár árið 2007 tveimur árum eftir að viðskiptin áttu sér stað. Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, fékk málið hins vegar í hendur svo seint að fimm ára fyrningartími meintra brota var nærri liðinn.

Samkvæmt fréttinni um málið í DV í febrúar árið 2013 var ástæðan fyrir fyrningunni er að þeim lagagreinum sem rannsóknin á málinu snérist helst um, meintum innherjaviðskiptum, var breytt árið 2007.

Fyrir lagabreytinguna árið 2007 var fyrn­ingartími meintra brota vegna innherjasvika fimm ár en eftir hana var fyrningar­tíminn tíu ár. Í greininni í DV sagði að heimild­ir DV hermdu að þegar kæran barst til sérstaks saksóknara frá slitastjórn Glitnis hafi mjög stuttur tími verið eftir af fyrningartíma brotanna sem kærð voru. Málið barst sem sagt ekki fyrr en of seint til embættis sérstaks saksóknara. Ekkert var hins vegar hægt að gera þar sem málið var fyrnt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár