Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorgerður Katrín tekur við af Benedikt – vikið frá kynjareglu

Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi Við­reisn­ar, sagði af sér sem formað­ur flokks­ins.

Þorgerður Katrín tekur við af Benedikt – vikið frá kynjareglu

Benedikt Jóhannesson er hættur sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona flokksins og starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er tekin við forystuhlutverkinu.

Þingflokkur Viðreisnar kom sér saman um þetta í dag og var ákvörðunin „staðfest af ráðgjafarráði flokksins“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 

Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar sem formaður og tilkynnti ákvörðun sína á fundi með þingflokki og stjórn flokksins. Á sama fundi var ákveðið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, tæki við hlutverki hans. 

Jóna Sólveig Elínardóttir mun áfram gegna varaformannshlutverki í flokknum. Að þessu leyti er hin nýja skipan forystu Viðreisnar á skjön við 4. mgr. greinar 5.1. í samþykktum flokksins, en sú regla felur í sér að „formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni“. Á fundinum í kvöld var tilkynnt sérstaklega að gera þyrfti undanþágu frá umræddri reglu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru ekki allir á eitt sáttir með formannsskiptin og hvernig staðið var að þeim. Stundin hefur rætt við trúnaðarmenn í flokknum sem segja að sér hafi brugðið hvernig ákvarðanatökunni var háttað. Eðlilegast hefði verið að fela Jónu Sólveigu, varaformanni Viðreisnar, að taka við keflinu af fráfarandi formanni. Í staðinn hafi þingflokkurinn og stjórn flokksins tekið ákvörðun um formannsskipti án samráðs við grasrótina og falið ráðgjafaráðinu að staðfesta þá ákvörðun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár