Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þorgerður Katrín tekur við af Benedikt – vikið frá kynjareglu

Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi Við­reisn­ar, sagði af sér sem formað­ur flokks­ins.

Þorgerður Katrín tekur við af Benedikt – vikið frá kynjareglu

Benedikt Jóhannesson er hættur sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona flokksins og starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er tekin við forystuhlutverkinu.

Þingflokkur Viðreisnar kom sér saman um þetta í dag og var ákvörðunin „staðfest af ráðgjafarráði flokksins“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 

Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar sem formaður og tilkynnti ákvörðun sína á fundi með þingflokki og stjórn flokksins. Á sama fundi var ákveðið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, tæki við hlutverki hans. 

Jóna Sólveig Elínardóttir mun áfram gegna varaformannshlutverki í flokknum. Að þessu leyti er hin nýja skipan forystu Viðreisnar á skjön við 4. mgr. greinar 5.1. í samþykktum flokksins, en sú regla felur í sér að „formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni“. Á fundinum í kvöld var tilkynnt sérstaklega að gera þyrfti undanþágu frá umræddri reglu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru ekki allir á eitt sáttir með formannsskiptin og hvernig staðið var að þeim. Stundin hefur rætt við trúnaðarmenn í flokknum sem segja að sér hafi brugðið hvernig ákvarðanatökunni var háttað. Eðlilegast hefði verið að fela Jónu Sólveigu, varaformanni Viðreisnar, að taka við keflinu af fráfarandi formanni. Í staðinn hafi þingflokkurinn og stjórn flokksins tekið ákvörðun um formannsskipti án samráðs við grasrótina og falið ráðgjafaráðinu að staðfesta þá ákvörðun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár