Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Hvorki þing­menn né ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa sett sig í sam­band við brota­þola Roberts Dow­ney og út­skýrt af­stöðu sína eða beðist af­sök­un­ar á fram­göngu flokks­ins í sum­ar.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Enginn þingmaður eða ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur sett sig í samband við brotaþola Roberts Downey vegna framgöngu flokksins í sumar.

Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í tveimur fastanefndum Alþingis tóku harða afstöðu gegn því að upplýsingar um Robert Downey, meðmælendur hans og annarra sem fengið hafa uppreist æru litu dagsins ljós.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst svo að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en heimilt er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. 

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sér hafi komið mjög á óvart hve langt stjórnvöld gengu í að halda upplýsingunum leyndum, enda hefði ráðuneytinu verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. 

„Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða hjá ráðuneytinu. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Stundina. „Að sama skapi kom úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál mér alls ekki á óvart. Úrskurðurinn er rökréttur og afdráttarlaus og þar er í engu fallist á helstu sjónarmið ráðuneytisins.“ 

Haft var eftir Glódísi Töru, einni þeirra kvenna sem Robert Downey braut gegn, á Vísi.is um helgina að enginn Sjálfstæðismaður hefði haft samband við þær, brotaþolana, þrátt fyrir ítrekað yfirlýsingar Sjálfstæðismanna um samúð flokksmanna gagnvart þeim. 

Nína Rún Bergsdóttir staðfestir þetta í samtali við Stundina. Flokksmenn hafi hvorki beðið þær afsökunar né sett sig í samband við þær til að útskýra afstöðu sína.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur stelpurnar,“ segir hún en tekur fram að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi haft samband við föður sinn, Berg Þór Ingólfsson, í ágúst til að segja honum frá hugmyndum sínum um að afnema ákvæði um uppreist æru úr lögum.

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og einn þeirra nefndarmanna sem gengu út af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjallað var um mál Roberts Downey í ágúst, hélt því fram á Facebook í síðustu viku að Sjálfstæðismenn hefðu strax í sumar kallað brotaþola og aðstandendur þeirra á sinn fund vegna upplýsinga um mál manna sem fengið hafa uppreist æru.

Bergur Þór Ingólfsson svaraði Hildi og skrifaði: „Enginn brotaþola Roberts Downey kannast við að hafa talað við þig.“ Í kjölfarið sagðist hún ekki hafa verið að vísa til brotaþola Downeys heldur til annarra þolenda kynferðisofbeldis.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ítrekað haldið því fram undanfarna daga að hugur flokksmanna hafi ávallt verið hjá brotaþolum og þeim sem eiga um sárt að binda.

Eins og bent hefur verið á hunsuðu þó Bjarni og dómsmálaráðuneytið fyrirspurnir þolenda og aðstandenda þeirra um veitingu uppreistar æru til kynferðisbrotamannsins Roberts Downey mánuðum saman. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár