Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Hvorki þing­menn né ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa sett sig í sam­band við brota­þola Roberts Dow­ney og út­skýrt af­stöðu sína eða beðist af­sök­un­ar á fram­göngu flokks­ins í sum­ar.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Enginn þingmaður eða ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur sett sig í samband við brotaþola Roberts Downey vegna framgöngu flokksins í sumar.

Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í tveimur fastanefndum Alþingis tóku harða afstöðu gegn því að upplýsingar um Robert Downey, meðmælendur hans og annarra sem fengið hafa uppreist æru litu dagsins ljós.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst svo að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en heimilt er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. 

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sér hafi komið mjög á óvart hve langt stjórnvöld gengu í að halda upplýsingunum leyndum, enda hefði ráðuneytinu verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. 

„Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða hjá ráðuneytinu. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Stundina. „Að sama skapi kom úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál mér alls ekki á óvart. Úrskurðurinn er rökréttur og afdráttarlaus og þar er í engu fallist á helstu sjónarmið ráðuneytisins.“ 

Haft var eftir Glódísi Töru, einni þeirra kvenna sem Robert Downey braut gegn, á Vísi.is um helgina að enginn Sjálfstæðismaður hefði haft samband við þær, brotaþolana, þrátt fyrir ítrekað yfirlýsingar Sjálfstæðismanna um samúð flokksmanna gagnvart þeim. 

Nína Rún Bergsdóttir staðfestir þetta í samtali við Stundina. Flokksmenn hafi hvorki beðið þær afsökunar né sett sig í samband við þær til að útskýra afstöðu sína.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur stelpurnar,“ segir hún en tekur fram að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi haft samband við föður sinn, Berg Þór Ingólfsson, í ágúst til að segja honum frá hugmyndum sínum um að afnema ákvæði um uppreist æru úr lögum.

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og einn þeirra nefndarmanna sem gengu út af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjallað var um mál Roberts Downey í ágúst, hélt því fram á Facebook í síðustu viku að Sjálfstæðismenn hefðu strax í sumar kallað brotaþola og aðstandendur þeirra á sinn fund vegna upplýsinga um mál manna sem fengið hafa uppreist æru.

Bergur Þór Ingólfsson svaraði Hildi og skrifaði: „Enginn brotaþola Roberts Downey kannast við að hafa talað við þig.“ Í kjölfarið sagðist hún ekki hafa verið að vísa til brotaþola Downeys heldur til annarra þolenda kynferðisofbeldis.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ítrekað haldið því fram undanfarna daga að hugur flokksmanna hafi ávallt verið hjá brotaþolum og þeim sem eiga um sárt að binda.

Eins og bent hefur verið á hunsuðu þó Bjarni og dómsmálaráðuneytið fyrirspurnir þolenda og aðstandenda þeirra um veitingu uppreistar æru til kynferðisbrotamannsins Roberts Downey mánuðum saman. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár