Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Hvorki þing­menn né ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa sett sig í sam­band við brota­þola Roberts Dow­ney og út­skýrt af­stöðu sína eða beðist af­sök­un­ar á fram­göngu flokks­ins í sum­ar.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur“

Enginn þingmaður eða ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur sett sig í samband við brotaþola Roberts Downey vegna framgöngu flokksins í sumar.

Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í tveimur fastanefndum Alþingis tóku harða afstöðu gegn því að upplýsingar um Robert Downey, meðmælendur hans og annarra sem fengið hafa uppreist æru litu dagsins ljós.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst svo að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en heimilt er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. 

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sér hafi komið mjög á óvart hve langt stjórnvöld gengu í að halda upplýsingunum leyndum, enda hefði ráðuneytinu verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. 

„Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða hjá ráðuneytinu. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Stundina. „Að sama skapi kom úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál mér alls ekki á óvart. Úrskurðurinn er rökréttur og afdráttarlaus og þar er í engu fallist á helstu sjónarmið ráðuneytisins.“ 

Haft var eftir Glódísi Töru, einni þeirra kvenna sem Robert Downey braut gegn, á Vísi.is um helgina að enginn Sjálfstæðismaður hefði haft samband við þær, brotaþolana, þrátt fyrir ítrekað yfirlýsingar Sjálfstæðismanna um samúð flokksmanna gagnvart þeim. 

Nína Rún Bergsdóttir staðfestir þetta í samtali við Stundina. Flokksmenn hafi hvorki beðið þær afsökunar né sett sig í samband við þær til að útskýra afstöðu sína.

„Enginn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haft samband við okkur stelpurnar,“ segir hún en tekur fram að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi haft samband við föður sinn, Berg Þór Ingólfsson, í ágúst til að segja honum frá hugmyndum sínum um að afnema ákvæði um uppreist æru úr lögum.

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og einn þeirra nefndarmanna sem gengu út af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjallað var um mál Roberts Downey í ágúst, hélt því fram á Facebook í síðustu viku að Sjálfstæðismenn hefðu strax í sumar kallað brotaþola og aðstandendur þeirra á sinn fund vegna upplýsinga um mál manna sem fengið hafa uppreist æru.

Bergur Þór Ingólfsson svaraði Hildi og skrifaði: „Enginn brotaþola Roberts Downey kannast við að hafa talað við þig.“ Í kjölfarið sagðist hún ekki hafa verið að vísa til brotaþola Downeys heldur til annarra þolenda kynferðisofbeldis.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ítrekað haldið því fram undanfarna daga að hugur flokksmanna hafi ávallt verið hjá brotaþolum og þeim sem eiga um sárt að binda.

Eins og bent hefur verið á hunsuðu þó Bjarni og dómsmálaráðuneytið fyrirspurnir þolenda og aðstandenda þeirra um veitingu uppreistar æru til kynferðisbrotamannsins Roberts Downey mánuðum saman. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár