Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vísar ábyrgðinni á embættismenn: „Ég var erlendis á þessum vikum“

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ist enga að­komu hafa haft að ákvörð­un um að veita ekki að­gang að gögn­um um mál Roberts Dow­ney.

Vísar ábyrgðinni á embættismenn: „Ég var erlendis á þessum vikum“

„Ég var erlendis á þessum vikum svo því sé haldið til haga,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um synjun ráðuneytisins á upplýsingabeiðnum um mál Roberts Downey í sumar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði ráðherra um aðkomu sína að þeirri ákvörðun á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem nú stendur yfir.

Hún sagðist enga aðkomu hafa haft að ákvörðunum um að birta ekki gögnin, heldur einungis sérfræðingar og embættismenn dómsmálaráðuneytisins.

Sem kunnugt er komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál síðar að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að dómsmálaráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en eðlilegt væri samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. 

Robert Downey

Aðspurð hvers vegna ekki hefði verið haft samband við umsagnaraðila Roberts Downey áður en ráðuneytið synjaði brotaþolum og fjölmiðlum um aðgang að gögnunum beindi ráðherra talinu að þeirri skoðun sinni að rétt væri að hafa samband við umsagnaraðila á þeim tíma sem umsögnum þeirra sem sækja um uppreist æru er skilað inn í ráðuneytið.

Sigríður gekkst ekki við því að hafa gefið ranga mynd af viðbrögðum ráðuneytisins við upplýsingabeiðnum með því að láta að því liggja að ráðuneytið sjálft hefði vísað málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

„Ég hef aldrei haldið því fram að ég eða ráðuneytið hafi ákveðið að leita til úrskurðarnefndarinnar,“ sagði hún og sakaði Þórhildi Sunnu um útúrsnúning eftir að hún varpaði fram spurningu um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár