Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Það kemur ekki til greina að ráðherra ræði hér einstök mál“

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra neit­aði að svara því hvenær kyn­ferð­is­brota­mað­ur­inn Robert Dow­ney sótti um upp­reist æru og vildi held­ur ekki svara því hvort ráðu­neyti henn­ar hefði sett veit­ingu upp­reist æru „í frost“ vegna yf­ir­vof­andi laga­breyt­inga.

„Það kemur ekki til greina að ráðherra ræði hér einstök mál“

„Það kemur ekki til greina að ráðherra ræði hér einstök mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði hana hvenær kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði sótt um uppreist æru. 

Hún neitaði einnig að svara spurningu Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um hvort ráðuneytið hygðist setja veitingu uppreist æru almennt „í frost“ meðan unnið er að breytingum á þeim lögum sem gilda um málaflokkinn. 

Eftir að Sigríður hafði neitað að svara spurningu Andrésar, sem hann tók fram að sneri með almennum hætti að verklagi í ráðuneytinu, tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, að fundurinn væri opinn og því yrði að gæta að meðferð trúnaðarupplýsinga. 

Síðar á fundinum spurði Þórhildur Sunna aftur út í mál Roberts Downey og sagði Sigríður þingmenn þá verða að „bera þroska“ til þess að sætta sig við að einstök mál sem koma inn í ráðuneytið verði ekki rædd á þessum vettvangi. 

Eins og Stundin greindi frá í gær beindi Áslaug Arna því til þingmanna nefndarinnar í síðustu viku að ekki mætti ræða efnislega um uppreist æru barnaníðingsins Robert Downey á opnum fundi nefndarinnar. Hún féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir að nefndasvið Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að nefndarmenn hefðu rétt til þess að fara fram á og ræða upplýsingar um uppreist æru einstakra aðila.

Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert braut gegn þegar hún var á unglingsaldri, hefur haldið því fram að Downey hafi fengið sérmeðferð þegar hann sótti um og fékk uppreist æru.

Í hegningarlögum er kveðið á um að fimm ár séu liðin frá því að refsingu lauk áður en hægt sé að veita mönnum sem hafa framið alvarleg brot uppreist æru. Róbert sótti um uppreist æru árið 2014 en seinni dómurinn yfir honum, þar sem hann var dæmdur fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni, féll árið 2010. Færsla Bergs á Facebook, þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðin í máli Roberts Downey, vakti mikla athygli en þar skrifaði hann:

 „Mál Roberts fær ekki neitun 2014 þótt ekki séu liðin fimm ár frá því að dómur er úttekinn eins og lög kveða á um og virðist vera reglan um aðra umsækjendur. Hann fær heldur ekki neitun árið 2015 þrátt fyrir að tíminn sé ekki liðinn en hann lauk fangelsisvist árið 2011 og fimm ár þurfa að líða frá því að dómur sé að fullu út tekinn. Umsókn hans er látin liggja inni í ráðuneytinu til ársins 2016 og forseti skrifar undir uppreist æru hans 16. september það ár.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár