Færst hefur í aukana að stór leigufélög kaupi upp heilu íbúðarhúsin í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í samkeppni við aðra íbúðakaupendur. Á árunum 2015 til 2016 keypti leigufélagið Heimavellir til að mynda fimm heilar blokkir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal eru þrjár blokkir, alls 110 íbúðir, í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ, en þar á sér stað mikil uppbygging um þessar mundir. Þá keypti leigufélagið eina blokk á Völlunum í Hafnarfirði og á þar að auki fimm heil íbúðarhús í Bryggjuhverfinu í Árbæ, eða alls 133 íbúðir.
Leigufélagið Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins, var með rúmlega 1,4 milljarð króna í leigutekjur á fyrstu sex mánuðum þessa árs og hafa ríflega þrefaldast á milli ára, samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæpum 1,1 milljarði króna en eignir félagsins eru metnar á rúmlega 51 milljarð …
Athugasemdir