Alexandra Guðmundsson er frá Rúmeníu. Hún kynntist Hafsteini Þór Guðmundssyni í gegnum internetið fyrir um áratug og giftu þau sig í Rúmeníu um tveimur árum síðar. Hafsteinn, sem lést í fyrra, var með arfgenga heilablæðingu og fluttu þau til Íslands eftir eins og hálfs árs búestu í Rúmeníu eftir að hann veiktist þar alvarlega. Alexandra hugsaði um hann næstu árin. Hún hefur síðan unnið sem sjálfboðaliði, meðal annars hjá Hjálpræðishernum. Hún segir að á Íslandi vilji hún búa.
„Rúmenía er mjög fallegt land. Ég er frá héraðinu Transilvaníu og kannast flestir við Drakúla sem var sagður hafa verið þaðan,“ segir Alexandra Guðmundsson, sem var áður með eftirnafnið Suciu.
Hún er einkabarn. Foreldrar hennar skildu þegar hún var tveggja ára og lést faðir hennar nokkrum árum síðar. Móðir hennar, sem er tónlistarkennari, býr á Ítalíu.
Sjálf er Alexandra menntaður tónlistarkennari og vann sem slíkur í barnaskóla.
Rúmenía er fátækt land. …
Athugasemdir