Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra notar þingsal í auglýsingaskyni og hæðist að gagnrýni

Björt Ólafs­dótt­ir, um­hverf­is og auð­linda­ráð­herra, sat fyr­ir á aug­lýs­ingu fyr­ir nána vin­konu sína í sal Al­þing­is. Í siða­regl­um ráð­herra er skýrt kveð­ið á um ráð­herra beri ekki að nota stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyr­ir ná­komna. Björt tjáði sig um mál­ið á Face­book og þyk­ir það ekki merki­legt.

Ráðherra notar þingsal í auglýsingaskyni og hæðist að gagnrýni
Björt Ólafsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sat fyrir í auglýsingu í sal Alþingis fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London sem birtist á samfélagsmiðlum á dögunum. Listrænn stjórnandi Galvan er Sóla Káradóttir og eru þær Björt vinkonur til margra ára, eins og fram kemur í færslu Galvan á Instagram en þar birtist auglýsingin fyrir helgi. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið.

Í færslunni er sérstaklega bent á að Björt sé ráðherra og að myndin sé tekin í þingsal Alþingis. Í fyrstu grein siðareglna ráðherra er tekið skýrt fram að ráðherra skuli ekki notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðila sér nákomna. Sambærilegt ákvæði er að finna í siðareglum þingmanna og ber þingmönnnum að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu við upphaf þingsetu um að þeir skuldbindi sig til þess að hlýta þeim.

Björt ÓlafsdóttirSat fyrir á auglýsingu í þingsal Alþingis fyrir nána vinkonu.

Björt tjáði sig um frétt Fréttablaðsins um málið í færslu á Facebook og setur málið í samhengi við bindi og feðraveldið. 

„Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig,“ skrifar Björt í færslunni.

Uppfært: Eftir að frétt Stundarinnar birtist bætti Björt við færsluna: „En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlum). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.“ Sem fyrr segir var myndin tekin fyrir brekst tískuvörumerki, Galvan London. Fyrirtækið var stofnað af fjórum konum, þar af einni íslenskri, vinkonu ráðherrans, sem gegnir stöðu listræns stjórnanda. 

Á meðal þeirra sem tjá sig um málið á samfélagsmiðlum er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, sem furðar sig á því að Björt noti Alþingissalinn í auglýsingaskyni. „Mér hefur ítrekað verið sagt að öll myndataka í þingsal sé bönnuð utan þingfunda, þetta hefur komið upp þegar fjölmiðlar vilja taka myndir fyrir viðtöl,“ skrifar hann og bætir við: „Ég fékk hins vegar að standa í dyragættinni á einni mynd en það var með ströngum skilyrðum um notkun, meðal annars var mér sagt að allar auglýsingar væru stranglega bannaðar. Áhugavert að menn kannist allt í einu ekki við þessar reglur sem þeir framfylgja og taka almennt frekar hátíðlega.“

Stóð í dyragættinniGunnar Hrafn mátti ekki fara inn í þingsalinn í myndatöku Stundarinnar þegar hann steig fram til þess að ræða reynslu sína af geðsjúkdómum og geðheilbrigðiskerfinu.

Í viðtali Stundarinnar við Gunnar Hrafn um geðraskanir fékk Stundin leyfi til að taka mynd af Gunnari þar sem hann stóð í dyragættinni, en með fyrirmælum um að hann mætti ekki stíga inn í þingsal Alþingis í myndatökunni, jafnvel þótt ljósmyndarinn stæði fyrir utan salinn og tæki myndina þaðan, líkt og gert var í tilfelli Bjartar. 

Í samtali við Fréttablaðið segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis að myndatökur í tengslum við blaða- eða sjónvarpsviðtöl, auglýsingamyndatökur og aðrar myndatökur í einkaþágu séu óheimilar í þingsalnum. Hins vegar sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar séu staddir fyrir utan salinn. Björt sagði í samtali við Fréttablaðið að myndatakan hefði ekki brotið gegn neinum reglum vegna þess að myndavélinni hefði verið beint inn í þingsalinn.

Björt er ekki fyrsti ráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem tekið hefur þátt í kynningarstarfsemi fyrir einkafyrirtæki. Fyrr á árinu fjallaði Stundin um það þegar Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í kynningu á tækninni Boditrax sem fjallað var um á vef Smartlands. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, kynnir tæknina og Kristján Þór prófar hana í umfjölluninni sem er auglýsingu líkust. Um er að ræða tækni sem Hreyfing tók nýlega í notkun. Í annarri grein á vef Smartlands var tekið viðtal við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem einnig prófaði Boditrax-tæknina og lýsti því hvernig hann ætlar að taka sig á, hreyfa sig og borða hollari á mat. Á meðal þeirra sem vöktu athygli á umfjölluninni á Facebook var Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og eiginmaður Ágústu Johnson.

Athygli vakti fyrr á árinu þegar Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump, notfærði sér fjölmiðlaathygli vegna stöðu sinnar til að kynna vörur Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta. Í kjölfarið áminnti Hvíta húsið Conway fyrir að brjóta gegn reglum um háttsemi ráðuneytisstarfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár