Hannes Hólmsteinn kveðst loks orðinn ósammála Trump

Stjórn­mál­fræð­ing­ur­inn seg­ist ekki hald­inn trumptrufl­un, en að hann tejli of langt geng­ið í Græn­lands­mál­inu.

Hannes Hólmsteinn kveðst loks orðinn ósammála Trump
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stjórnmálafræðiprófessorinn var lengi einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðísflokksins. Hann hefur verið sammála Bandaríkjaforseta í mörgu, þar til nú. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur greinir frá því í kvöld að hann sé loks orðinn ósammála Donald Trump Bandaríkjaforseta, þegar kemur að yfirtöku Grænlands. Hann segir þó að margir séu haldnir Trumptruflunarheilkenni.

Hannes var lengi vel einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra stjórnmála, sem náinn bandamaður Davíðs Oddssonar, áður forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. Talaði Hannes fyrir harðri frjálshyggju, en eftir efnahagshrunið var hann meðal annars fenginn af þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins til að vinna skýrslu, fjármagnaða af íslenska ríkinu, um erlendar orsakir hrunsins.

„Ég hef verið hlynntur mörgu, sem Trump gerir,“ segir Hannes Hólmsteinn á Facebook í kvöld.

„Evrópuríkin eiga að greiða sjálf fyrir varnir sínar. Rétt er að lækka skatta og fækka reglugerðum. Kenningin um hamfarahlýnun er studd hæpnum rökum, enda hljóta loftslagsbreytingar að vera að miklu leyti náttúrunnar verk, og því rétt að laga sig að þeim og virkja nýjustu tækni til þess. Karlar eiga ekki að keppa í kvennaíþróttum. Landamæri geta ekki verið galopin fyrir þá, sem koma í þeim tilgangi einum að komast á bætur,“ segir hann.

Þá kvartar hann undan hugmyndafræðilegum áherslum í háskólum í fjölmiðlum. „Öfgavinstrimenn hafa hreiðrað um sig í háskólum og á fjölmiðlum og misnota aðstöðu sína,“ segir hann og lýsir stuðningi við málstað Ísraels, þrátt fyrir að alþjóðastofnanir hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ísrael stundi þjóðarmorð. Einnig styður hann ýmsar hernaðaraðgerðir Trumps.

„Rétt er að styðja af alefli eina vestræna lýðræðisríkið í Miðausturlöndum, Ísrael. Það var þjóðþrifaverk að sprengja í tætlur kjarnorkubúnað erkiklerkanna í Íran og sækja Maduro til Venesúela, og sýndi hvort tveggja undraverða tæknilega getu Bandaríkjahers. Margt fleira má telja.“

Hannes tekur fram að þrátt fyrir að hann sé nú ósammála Trump í því máli sem viðkemur yfirtöku hans á Grænlandi, segist hann ekki haldinn trumptruflun.

„Ég hef ekki talið mig haldinn Trump-heilkenninu, Trump Derangement Syndrome, en sé það ljóslifandi á sumum vinum mínum, sem geta ekki viðurkennt neitt rétt eða eðlilegt frá Trump. En í Grænlandsmálinu hefur Trump farið langt fram úr sjálfum sér. Þessi færsla hans er með ólíkindum.“

Hannes bendir þar á færslu Bandaríkjaforseta þar sem hann hótar refsitollum upp á 10% og svo 25% gegn þeim þjóðríkjum sem standa gegn yfirtöku hans á Grænlandi.

Hótun TrumpBandaríkjaforseti hótar Evrópuþjóðum refsiaðgerðum fallist þær ekki á yfirtöku hans á Grænlandi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þið vitið að Davíð kom þessari persónu á laun hjá okkur hinum án vinnuframlags fyrir okkur, en bara fyrir Davíð og flokkinn ! Trump og Hannes hvvað !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár