Megnið af greiðslum Samherja eftir að uppljóstrarinn hætti

Meint­ar mútu­greiðsl­ur Sam­herja til að kom­ast yf­ir kvóta í Namib­íu eru sagð­ar nær tvö­falt hærri en upp­haf­lega var áætl­að.

Megnið af greiðslum Samherja eftir að uppljóstrarinn hætti
Jóhannes Stefánsson Stærstur hluti greiðslna Samherja til áhrifamanna í Namibíu átti sér stað eftir að uppljóstrarinn í málinu lét af störfum samkvæmt heimildum. Mynd: Stundin / Brian Kelly

Rannsakendur á Íslandi telja að meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra áhrifamanna hafi verið nær tvöfalt hærri en upphaflega var talið, eða hátt í 3 milljarðar króna á tímabilinu 2012 til 2019 en ekki 1,5 milljarður eins og áður var talið.

Þetta kom fram í Speglinum á RÚV í gær.

Forsvarsmenn Samherja hafa varpað ábyrgð á greiðslunum á fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson. En samkvæmt rannsakendum fór megnið af greiðslunum fram eftir að Jóhannes hætti, eða ríflega 2 milljarðar króna, og í sumum tilfellum í gegnum félög sem hann stýrði aldrei eða voru ekki starfandi þegar hann lét af störfum.

„Samherji hefur engin viðbrögð við þessari frétt“

„Samherji hefur engin viðbrögð við þessari frétt,“ sagði í svari Samherja við umfjöllun Spegilsins. „Við horfum til framtíðar og sem íslenskt fyrirtæki í dag einbeitum við okkur að rekstrinum hér á landi og þeim áskorunum sem honum fylgja.“

Jóhannes steig fram sem uppljóstrari árið 2019 þegar Kveikur, Stundin (fyrirrennari Heimildarinnar), Al Jazeera og Wikileaks fjölluðu um Samherjamálið sem varðaði meintar mútugreiðslur Samherja til að komast yfir fiskveiðiheimildir í Namibíu og flókið net félaga sem vakti grunsemdir um skattaundanskot.

Héraðssaksóknari lauk í sumar rannsókn á málinu en níu Íslendingar hafa réttarstöðu sakbornings samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Beðið er þess að saksóknari taki ákvörðun um ákærur í málinu.

Vörpuðu ábyrgð á uppljóstrarann

„Það er alveg ljóst að fyrrverandi framkvæmdastjóri stýrði starfseminni frá A til Ö,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, sem tók tímabundið við sem forstjóri Samherja þegar málið kom fyrst upp. „Það var allt of lítil vitneskja um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var í gangi í Namibíu. Það voru í raun engin svona tæki til staðar sem gáfu einhver ljós um það að það væri eitthvað í ólagi.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sömuleiðis vísað ábyrgðinni á Jóhannes. „Mistök Samherja eru að hafa ekki haft betra eftirlit með rekstrinum í Namibíu og þar af leiðandi betri yfirsýn.“

Tveir namibískir ráðherrar sögðu af sér út af málinu, Bernhardt Esau sjávarútvegsmálaráðherra og Sacky  Shangala dómsmálaráðherra.

Í Namibíu er búist við því að réttarhöld í málinu þarlendis hefjist upp úr áramótum. Tíu hafa verið ákærð í namibíska hluta málsins.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár