Afdrifarík krýning á jóladag fyrir 1.224 árum

Leó páfi III greip til ör­þrifa­ráða til að bjarga líf­inu.

Afdrifarík krýning á jóladag fyrir 1.224 árum
Karlamagnús krýndur á jóladag. Myndina málaði Friedrich Kaulbach á ofanverðri 19. öld.

Leó páfi var hræddur. Hann naut að vísu stuðnings Karls Frankakóngs sem hafði haldið honum á páfastóli fram að þessu en kannski myndi kóngi snúast hugur fyrr en varði og taka að styðja einhvern annan preláta til æðstu metorða innan kirkjunnar.

Og þá var ekki að vita hve lengi Leó gæti skrimt.

Í apríl hafði verið ráðist á hann þar sem hann var þó í fullum embættisskrúða að leiða trúarlega skrúðgöngu um Rómarstræti. Hópur vopnaðra manna hafði ráðist að honum og dregið hann í öngstræti þar sem þeir bjuggust til að skera úr honum tunguna og stinga úr honum augun.

Sendimenn Karls konungs, sem voru af tilviljun í borginni, höfðu bjargað honum á síðustu stundu og hrakið vopnuðu mennina á flótta. Þá var Leó í öngviti og illa sár þótt hann héldi bæði tungunni og augunum.

Um haustið höfðu óvinir páfa lagt fram ákærur gegn honum um bæði meinsæri og hórerí og þótt ásökunum þeirra væri um síðir hafnað var ljóst að óvinirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta. Það leið að jólum og Leó gat slakað á í bili af því Karl var staddur í Róm en hvað gerðist svo þegar kóngur héldi brott? Gæti hann ekki komist að þeirri niðurstöðu að það væri of mikið vesin að styðja Leó áfram?

Já, páfi var verulega hræddur. En þegar hann braut heilann um hvað hann gæti gert til að tryggja sér endanlega stuðning hins volduga konungs gegn illskeyttum óvinum, þá fékk hann snjalla hugmynd.

Hugmynd sem átti eftir að draga dilk á eftir sér næstu þúsund árin.

Rómaveldi í Vestur-Evrópu hrundi eins og allir vita á fimmtu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar). Austurrómverska ríkið (sem við köllum nú oftast Býsans) hélt velli á Balkanskaga, Tyrklandi og fyrir Miðjarðarhafsbotni en í vestrinu urðu til ýmis sundurþykk konungsríki sem germanskar konungsættir stýrðu.

Í Gallíu náðu Frankar til dæmis undirtökunum og þegar leið að aldamótunum 800 var þar risið mjög öflugt ríki Karls konungs. Hann hafði náð undir sig meginhluta hinnar fornu Germaníu (nú Þýskalands) og var farinn að teygja veldi sitt suður á Ítalíu líka.

Ítalía hafði í nokkrar aldir verið leiksoppur innfæddra höfðingja, stríðandi innrásarherja, Býsansmanna og kaþólsku kirkjunnar. Rómaborg var ekki svipur hjá sjón og um páfadóm bitust valdaættir og hagsmunahópar í borginni af mikilli hörku og grimmd.

Leó Asupius var valinn til páfa árið 795. Um hann er harla fátt vitað nema hvað hann var fæddur í Róm og var sennilega ekki af helstu aðalsættunum borgarinnar. Kannski var hann valinn til páfa sem einhvers konar málamiðlun milli helstu fylkinga sem rifust um völdin en altént var hann fljótur að glata vinsældum sínum í borginni, ef þær voru þá einhverjar til að byrja með.

Leó hélt velli með því að binda trúss sitt sem vandlegast við Karl Frankakonung sem hafði nú æ meiri afskipti af málum á Ítalíu. Pólitískt eða hernaðarlega skiptu yfirráð yfir Rómaborg litlu máli þegar þarna var komið sögu, en bæði hin glæsta saga borgarinnar og páfadómur ollu því að yfirráð yfir borginni skiptu talsverðu máli.

Því studdi Karl hinn umsetna Leó páfa en sá síðarnefndi var farinn að óttast að sá stuðningur kynni að fara minnkandi.

Og því ákvað hann að hrinda í framkvæmd þeirri einu hugmynd sem hann fékk til að binda stuðning Karls endanlega við sig.

Þegar Karl kóngur var viðstaddur páfamessu í Róm á jóladag árið 800 þá steig Leó skyndilega fram með kórónu í hendi og kvað nú mikilfengleik Karls konungs orðinn svo augljósan og yfirþyrmandi að konungsnafn dygði honum ekki lengur og því skyldi hann nú krýndur keisari, arftaki og sporgöngumaður hinna miklu keisara Rómaveldis hins forna.

Samtímaheimildir herma allar að Karli hafi hnykkt við og honum hafi líkað þetta stórilla. Hann hafi þó ákveðið að láta sig hafa það og kropið á kné svo Leó páfi gat komið kórónunni á höfuð hans og lýst hann formlega keisara í hinu heilaga rómverska ríki.

Það var í raun skiljanlegt að Karli mislíkaði. Með því að þiggja krýningu með þessum hætti af páfa mátti segja að Karl viðurkenndi að kirkjan stæði veraldlegu valdi hans ofar. Hún hefði vald til að veita tign sem þessa. Seinni tíma fræðimenn hafa að vísu sumir efast um undrun Karls konungs og talið þetta allt saman runnið undan rifjum konungs sjálfs en það er seinnitíma skýring. Enginn vafi getur leikið á um að krýningin á jóladag fyrir 1.224 árum var fyrst og fremst til marks um lífhræðslu páfa.

En hvernig gat þessi atburður skipt máli til framtíðar?

Jú — hið víðfema ríki Karls konungs, eða Karlamagnúsar, eins og hann er kallaður, það varð ekki langlíft sem heild. Eftir nokkra áratugi klofnaði það í megindráttum í tvennt, Frankaland (eða Frakkland) og Þýskaland. Fyrir duttlunga örlaganna fylgdi keisaratitillinn Þýskalandshlutanum og í nærri þúsund geisuðu þrálát stríð og innanlandsófriður um það hvaða þýski pótintáti fengi að skreyta sig keisaratitlinum sem Leó hafði sæmt Karli.

Og máttu margir og amma hans deyja vegna þess arna.

Sjálfur fékk Leó páfi að njóta í sextán ár þeirra ævidaga sem hann aflaði sér að líkindum með því að bregða óvænti krúnu á höfuð höfuðs. Hann dó 816, tveim árum á eftir Karlamagnúsi.

Hér má heyra frásögn af því þegar Karlamagnús ætlaði, eða ætlaði ekki, að ganga í hjónaband.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár