Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Diljá Mist varð fyrir aðkasti í matvöruverslun

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir tel­ur að of marg­ir gangi út frá því að ill­ur ásetn­ing­ur sé að baki ýms­um skoð­un­um og fram­ferði fólks. Hún varð fyr­ir að­kasti í mat­vöru­versl­un og þurfti að út­skýra fram­komu fólks í sinn garð fyr­ir syni sín­um á fót­bolta­móti. Diljá Mist var einn við­mæl­enda Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í síð­asta þætti af Pressu.

Diljá Mist varð fyrir aðkasti í matvöruverslun

„Ég hef þurft að útskýra fyrir börnunum mínum hegðun fólks í minn garð á almannavettvangi. Mér finnst það ekki ásættanlegt. Koma upp að mér ekki með fallegum málflutningi,“ sagði Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Pressu á föstudaginn. „Ég lenti í þessu í matvöruverslun út af Silfri sem ég fór í.“

Diljá Mist segist hafa þurft að útskýra hegðun fólks í hennar garð á almannavettvangi fyrir börnum sínum. „Mér finnst það ekki ásættanlegt. Ég held við ættum aðeins að stíga skref til baka. Hugsa um það hvernig við viljum koma fram við hvort annað í þessu samfélagi.“

Diljá Mist telur að of margir gangi út frá því að illur ásetningur sé að baki ýmsum skoðunum og framferði fólks. „Það var sérstakt að þurfa að útskýra hegðunina fyrir tíu ára gömlum syni mínum á fótboltamóti barna um helgina þegar hann varð var við hana.“ sagði hún í ræðu þann 23. janúar á Alþingi.

Diljá Mist var, líkt og áður sagði, á meðal viðmælenda Margrétar Marteinsdóttur í nýjasta þætti Pressu. Þar ræddi Margrét einnig við þær Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Umræðuefni þáttarins var málefni innflytjenda og ummæli Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hann sagði nýlega vera hörmung. Í færslunni sagði hann að það þyrfti að „herða reglur um hælisleitendamál“ og „auka eftirlit á landamærum“ því innviðir væru „komnir að þolmörkum.“ 

Álag á innviði

„Við höfum tekið á móti, í tvö ár í röð, fimm þúsund flóttamönnum á ári. Í kjölfarið hefur aukist mjög umræða innanlands um álag á innviðina þannig að það er mjög ósanngjarnt að segja að við séum ekki með opinn faðminn hér fyrir flóttamönnum,“ sagði Diljá Mist í þættinum. „Svo stígur fram, hver til dæmis sveitarstjórnarmaður á fætur öðrum og segir, við eigum ekki húsnæði, við eigum ekki skólapláss, við eigum ekki mannskap í að kenna. Við höfum ekki leikskólapláss. Við heyrum það líka frá samlöndum okkar sem eru að lenda í vandræðum í leikskólamálum. Það er heilbrigðiskerfið okkar. Við erum komin að þolmörkum að svo miklu leyti. Enda höfum við verið að taka á móti gríðarlega miklum fjölda fólk. Miklu, miklu fleiri heldur en öll þau lönd sem við berum okkur saman við.“

Samkvæmt tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar bárust 4.520 umsóknir um vernd hérlendis á árinu 2022 og 3.911 á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Af þeim sem sóttu um vernd á Íslandi á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2023 komu 1.515 frá Venesúela og 1.504 frá Úkraínu. Því komu 77 prósent allra umsókna frá fólki frá þessum tveimur löndum. Næstum helmingur þeirra sem sótti um vernd og komu frá Venesúela fengu synjun, eða 713 manns. 

Diljá Mist segir svarið við spurningunni hvað Ísland ætli að taka á móti mörgum hælisleitendum velti á því hversu margir komi til landsins. „Reglan í hælisleitendamálunum er fyrstur kemur, fyrstur fær.“ Diljá Mist segir það gríðarlega mikilvægt að Íslandi dragi ekki úr þróunaraðstoð, meðal annars í Afríku. Hún velti einnig upp þeirri spurningu hvort að fjármununum sem er varið í hælisleitendamálum á Íslandi „sé best varið í hælisleitendakerfi hér inni á litla Íslandi.“

„Fólk eigi að máta sínar skoðanir“ 

Guðrúnu Margréti þótti ummæli Bjarna um palestínsku mótmælendurna á Austurvelli vera mjög ábyrgðarlaus. Mörgum þætti skrítið að Bjarni „pikki í“ þá sem ættu mest bágt á landinu. Ekki síst því Sjálfstæðismenn væru sammála um að hleypa til landsins Úkraínu- og Venesúelamönnum.

Diljá Mist segir að sér þyki sem það megi ekki tala um útlendingamálin. „Ég finn sjálf að ég stressast öllu upp og fæ smá kvíða yfir því þegar ég er að ræða þessi mál.“ Um færslu Bjarna sagði hún: „Fólk er ósatt en fjölmargir eru ánægðir með að einhverjir segi hlutina upphátt sem aðrir eru að hugsa. Ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi að máta sínar skoðanir í frjálsu lýðræðislegu samfélagi og síðan fá viðbrögðin og þannig ræðum við okkur niður á niðurstöðu.“ 

Fjölskyldusameining í forgang

„Við höfum auðvitað tekið alveg sérstaklega vel á móti Palestínumönnum í okkar landi. Miklu, miklu betur heldur en allar okkar nágrannaþjóðir. Við fáum hérna hælisumsóknir frá fleiri Palestínumönnum heldur en allar okkar nágrannaþjóðir samanlagt. Við erum eina þjóðin af þeim sem höfum sett fjölskyldusameiningar í forgang. Þær hafa alls ekki verið að gera það,“ segir Diljá Mist.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni:

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Stjórnmálamenn fá borgað fyrir óþægindi sem fylgja starfinu. 2 milljónir á mánuði væri annars allt of mikið fyrir störf sem krefjast hvorki sérstakrar menntunar, reynslu né þekkingar. Íslenskir þingmenn eru hærra launaðir en bandarískir geimvísindamenn, að ekki sé minnst á ráðherra.
    0
  • Yngvi Sighvatsson skrifaði
    Ofgafólk verður því miður fyrir aðkasti frá fólki sem er öfgafullt í "hina" áttina. Þannig er það allstaðar um heim.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Þetta er efni í tvær aðskildar greinar og ekki heppilegt að mínu mati að tvínna þetta tvennt saman.
    Í fyrsta lagi - og það gefur yfirskriftin að kynna - varð Diljá Mist fyrir aðkasti þegar hún sinnti erindum sem einkapersóna. Slíkt er ólíðandi, ekki síst þegar fjölskylda hennar er með. Þar ættum við öll að vera sammála.
    En svo breytist greinin í fullri lengd í rökstuðning hennar fyrir afstöðu sína. Og hér hefur fólk auðvitað sínar skoðanir og hún verður að geta tekið á móti gagnrýni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár