Viggo berst fyrir Vespasianus, eða Jóhannes Haukur fyrir Anthony Hopkins

Sjón­varps­sería er í vænd­um þar sem okk­ar mað­ur, Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son, leik­ur einn af skylm­inga­þræl­um Rómar­keis­ara. En hver var sá keis­ari?

Viggo berst fyrir Vespasianus, eða Jóhannes Haukur fyrir Anthony Hopkins

„Eftir að allt hafði verið eins og á rúi og stúi í Rómarríki í langan tíma og þrír keisarar rænt völdum en síðan týnt lífi hver af öðrum, þá kom Flavíusarættin loks á röð og reglu á ný.“

Þannig hóf rómverski sagnaritarinn Suetonius ævisöguþátt sinn um keisarann Flavius Vespasianus sem sat á æðsta valdastóli í Rómaveldi, öflugasta stórveldi fornaldarinnar, frá 79 til 89 eftir upphaf tímatals okkar. Og það má vel orða það svo að Vespasianus hafi stillt til friðar, þótt með harðneskju væri. Ærslabelgurinn Nero hafði að lokum gengið svo fram af Rómverjum að honum var í raun steypt af stóli og neyddist til að fremja sjálfsmorð árið 78. Eftir það börðust herstjórar grimmilega um völdin í rúmt ár, uns Vespasianus varð óumdeildur keisari. Ríkti svo friður innanlands um skeið.

Nú hefur þýski leikstjórinn Roland Emmerich boðað sjónvarpsseríu sem gerist á valdatíð Vespasianusar og kann það að koma einhverjum …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er ekki svipađ uppi á teningnum hjá hinum rómuđu bandaríkjamönnum, einstaklega kurteisir og greiđviknir en ná samt ađ framleiđa, selja og nota vopn mest af öllum í þessu sólkerfi. Kannski er það auður og völd.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár