Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi

Síld­ar­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Hólmi ehf., fyr­ir­tæki sem eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Eskju eiga, hafa öll keypt hluti í hér­lend­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á liðn­um ár­um. Þetta er til­tölu­lega ný­leg þró­un þar sem út­gerð­ar­fé­lög­in ís­lensku áttu lengi vel ekki hluta­fé í þess­um fyr­ir­tækj­um.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi
Fjárfestingar útgerða í laxeldi vekja athygli erlendis Fjárfestingar íslenskra útgerða í laxeldisfyrirtækjum hér á landi eru byrjaðar að vekja athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um sjávarútveg. Síðasta dæmið um þessa þróun eru kaup Ísfélags Guðbjargar Matthíasdóttur á hlutabréfum í Ice Fish Farm á Austfjörðum. Mynd: Bára Huld Beck

Að minnsta kosti fjögur útgerðartengd félög á Íslandi hafa fjárfest í laxeldisfyrirtækjum hér á landi á síðustu árum. Þessi þróun, að rótgróin útgerðarfélög sem veiða villtan fisk í sjó, kaupi sig inn í laxeldisfyrirtækin á Íslandi er orðin það áberandi að hún er byrjuð að vekja athygli erlendra fjölmiðla.

Einn þessara fjölmiðla er fagtímaritið Intrafish sem fjallar um kaup Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á hlutabréfum í laxeldisfyrirtækinu Ice Fish Farm í gær undir fyrirsögninni: „Annað íslenskt útgerðarfélag fer inn í laxeldisgeirann með 60 millljón dollara viðskiptum í Ice Fish Farm. 

Vöxturinn ástæða kaupanna

 Ísfélagið mun eiga 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm og verður næst stærsti hluthafinn á eftir norska laxeldisfyrirtækinu Masoval Ejendom. Fjárfesting Ísfélagsins, sem er í meirihlutaeigu Guðbjargar Matthíasdóttur, er upp á 8,6 milljarða króna.

„Við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi“
Einar Sigurðsson,
varaformaður stjórnar Ísfélagsins

Í svörum Ísfélagsins um af hverju fyrirtækið ákveður að fjárfesta í laxeldi í sjókvíum núna kemur fram að fyrirtækið hafi fylgst með því hvernig framleiðslan í greininni hefur vaxið frá ári til árs, og að þetta væri ástæða kaupanna. Aukning á framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum hefur verið 35 prósent á ári frá 2016 og nam 43 þúsund tonnum í fyrra. Í kauphallartilkynningu í Noregi þar sem fjallað var um viðskipti Ísfélagsins sagði Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar og varaformaður stjórnar Ísfélagsins um þetta:  „Við erum mjög ánægð að hefja þetta samstarf og að taka þetta skref inn í laxeldisiðnaðinn á Íslandi. Við erum með langa hefð í sjávarútvegi en við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi og við teljum að vöxturinn verði jafn og stöðugur í mörg ár í viðbót og skapa mörg störf og verðmæti fyrir samfélögin í hinum dreifðu sjávarbyggðum. 

Samþjöppun á eignarhaldi

Útgerðarfélögin hafa komið inn í laxeldisgeirann með því að kaupa sig inn í norsku félögin sem eiga laxeldisfyrirtækin. Í dag, eftir sameiningar og stækkanir íslenskra laxeldisfyrirtækja, standa eftir þrjú stór laxeldisfyrirtæki hér á landi: Arnarlax á Bíldudal, Arctic Fish á Ísafirði og Ice Fish Farm sem rekur sjókvíar á Austfjörðum. Í fyrra stóð meira að segja til að eigandi Arnarlax, Salmar, eignaðist meirihluta í eiganda Arctic Fish en fallið var frá þeirri ráðstöfun vegna samkeppnissjónarmiða. Í staðinn kom stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Mowi, inn í hluthafahóp Arctic Fish. 

Mikil samþjöppun hefur því átt sér stað í eignarhaldi á íslenskum laxeldisfyrirtækjum en verðmætin á bak við þessi fyrirtæki eru þau framleiðsluleyfi á eldislaxi, kvótar, sem þau ráða yfir.  Undirliggjandi verðmætin í laxeldisfyrirtækjunum er því þau sömu og í útgerðarfélögunum sjálfum: Kvótar.  Íslenska ríkið hefur gefið laxeldisfyrirtækjunum þennan kvóta en yfirráð yfir honum eru nú föl á markaði fyrir milljarða króna. 

Arctic Fish hefur yfir að ráða 27 þúsund tonna framleiðslukvóta í laxeldi hér á landi en er ekki byrjað að framleiða allt þetta magn. Arnarlax á tæplega 24 þúsund tonna kvóta og Ice Fish Farm á leyfi til að framleiða tæplega 21 þúsund tonn en er ekki byrjað að framleiða allan þennan lax. Öll fyrirtækin eru að vinna að því að fá frekari framleiðslueyfi. Samtals er um að ræða 71.500 tonn af framleiðsluleyfum. 

Íslensk útgerðarfélög, og tengd félög, eru orðnir stórir hluthafar í öllum þessum þremur félögum.  Útgerðarfélögin sem um ræðir eru Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði, Síldarvinnslan á Neskaupsstað, Ísfélagið í Vestmannaeyjum og loks fyrirtækið Hólmi ehf. sem er eignarhaldsfélag eigenda Eskju á Eskifirði, Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar. Hómi var reyndar bara pínulítill hluthafi í Ice Fish Farm árið 2021, með tæp 0,2 prósent, og virðist ekki vera meðal hluthafa þar lengur. 

Fjárfestu fyrst Skinney-Þinganes var fyrsta útgerðarfélagið hér á landi sem fjárfesti í laxeldi í sjókvíum. Þetta var árið 2017 þegar félagið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í Löxum fiskeldi.

Skinney reið fyrst á vaðið 

Á fyrstu rekstrarárum laxeldisfyrirtækjanna hér á landi, um og eftir efnahagshrunið árið 2008, gekk erfiðlega að fá fjárfesta að þeim. Eitt af fyrirtækjunum sem þá var í rekstri, Fjarðalax, var til dæmis til sölu hjá Straumi fjárfestingarbanka um skeið eftir að bankinn hafði yfirtekið félagið en erfiðlega gekk að finna nýja eigendur að því. Það gekk hins vegar á endanum og fyrirtækið sameinaðist síðar Arnarlaxi og er hluti af því fyrirtæki í dag.  Fjárfestingin í Fjarðalaxi skilaði þeim eigendum sem fjárfestu í því verkefni þegar áhugi á laxeldisfyrirtækjum var dæmur talsverðum hagnaði. Um var að ræða fyrirtækið Fiskisund ehf. sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, Kára Guðjónssonar og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur. 

Því var alls ekkert kapphlaup um að setja peninga í laxeldi í sjókvíum hér á landi fyrst enda höfðu fyrri tilraunir til að koma þessari framleiðsluaðferð á matfiski á koppinn runnið ítrekað út í sandinn hér á landi. Þetta áhugaleysi á laxeldi í sjókvíum átti einnig við um íslensk útgerðarfélög, jafnvel þó rekstur þeirra og laxeldisfyrirtækja sé skyldur: Verið er að vinna matfisk í og úr sjó, annars vegar með veiðum á villtum fiski og hins vegar með ræktun á eldisfiski. 

En svo árið 2017 gerðist það að útgerðin Skinney-Þinganes fjárfesti í rúmlega fimm prósenta hlut í fyrirtækinu Löxum fiskeldi á Austurlandi. Skinney bætti svo við sig hlutum á næstu árum og á dótturfélag þess, Krossey ehf., nú rúmlega 11 prósenta hlut í félaginu. 

Stærsta fjárfestingin hingað tilKaup Síldarvinnslunnar á ríflega þriðjungshlut í Arctic Fish á ísafirði í fyrra er stærsta fjárfesting íslensks útgerðarfélags í laxeldi hér á landi, hingað till. Gunnþór Ingvson er forstjóri Síldarvinnslunnar.

Tæpir 14 milljarðar fyrir hlutinn og 11 til Kýpur

Vegna þess að áhugi íslenskra fjárfesta á íslenskum laxeldisfyrirtækjum var ekki mikill fyrst um sinn gerðist það að erlend fyrirtæki, aðallega norsk  laxeldisfyrirtæki, komu inn sem ráðandi hluthafar í íslensku laxeldisfyrirtækin. Eitt af erlendu fyrirtækjunum var maltverskt félag í eigu pólsks fjárfestis sem verið hefur duglegur að setja fé í sjávarútveg í Evrópu á síðustu áratugum. Jerzy Malek heitir hann. 

Félag pólska fjárfestisins átti tæplega 29 prósent hlut í Arctic Fish á Ísafirði sem almenningshlutafélagið Síldarvinnslan, sem útgerðarfélagið Samherji er ráðandi hluthafi í, keypti af  honum í fyrrasumar. Samtals keypti Síldarvinnslan 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish fyrir 13,7 milljarða króna en útgerðin keypti einnig hluti af stjórnendum Arctic Fish á þessum tíma. Um var að ræða stærstu fjárfestingu íslensks útgerðarfélags í sjókvíaeldisfyrirtæki hingað til. Af þeim tæplega 14 milljörðum sem Síldarvinnslan greiddi fyrir hlutinn runnu 11,5 milljarðar því til félags Jerzy Malek á Möltu. 

Sjókvíaeldi sagt heyra sögunni til

Viðskipti Síldarvinnslunnar voru áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að fyrirtæki sem Samherji á stóran hlut í hafi ákveðið að setja í sjókvíaeldi. Samherji hefur um árabil rekið landeldi á eldislaxi í Öxarfirði og hyggur á enn meira landeldi á Reykjanesi. Með þessari fjárfestingu var Samherjatengt félag í fyrsta skipti að fara inn í sjókvíaeldi. 

„Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi“
Atle Eide,
fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS

Ein ástæða fyrir því að þetta er áhugavert er að sumir af helstu forkólfum laxeldis í Noregi, meðal annars Atle Eide, fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS sem er meirihlutaeigandi Arnarlax, hafa lengi talað um það að sjókvíaeldi á eldislaxi sé ekki framtíðin. Atle Eide hefur sagt að árið 2030 muni laxeldi í sjókvíum líklega heyra sögunni til og aðrar lausnir, eins og til dæmis landeldi, munu hafa komið í staðinn. 

Atle Eide hefur sagt að þrátt fyrir að laxeldi í sjókvíum hafi hingað til verið ódýrari framleiðsluaðferð á eldislaxi þá kunni þetta að vera að breytast og að þetta sé önnur ástæða fyrir því af hverju sjókvíaeldi sé líklega á undanhaldi. Í grein í sjávarútvegblaðinu intrafish þann 8. mars sagði Eide til dæmis: „Framleiðslukostnaður á laxi hefur aukist á hverju ári frá 2010, nema árið 2012, þegar það var örlítis lækkun. Árið 2022, samkvæmt fyrra mati, mun þessi kostnaður ná nýjum hæðum. Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi. Á hinum stóru mörkuðum sem krefjast flutnings með flugi verður landeldi einnig umhverfisvænni framleiðsluaðferð.

Flest bendir því til þess að sjókvíaeldi á eldislaxi sé alls ekki komið til að vera sem framleiðsluaðferð til framtíðar. Samt eru Íslendingar að stórauka laxeldi sitt í sjókvíum og samtímis eru íslensk útgerðarfélög í meiri  mæli en áður farin að fjárfesta í þessum iðnaði. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Íslenskir eða erlendir auðmenn...? Skiftir það máli ? Er ekki meginatriðið að þetta sé skattlagt og kostnaður greiddur svo þjóðin sem á landið, vatnið, sjóinn og orkuna .... fái sanngjarnan hluta ? Íslendingar þurfa ekki að fjárstyrkja beint eða óbeint íslenska eða erlenda auðmenn og auðhringi eða fjármálafyrirtæki... þau eru fullfær um að bjarga sér... með eða án tilliti til laga og reglna.

    Ekki svo að segja að það sé ekki satt að íslenskir ráðamenn sólunda eigum og tekjum þjóðarinnar í vinavæðingu, hobbýisma og persónulegar áherslur fyrir sig og sína skjólstæðinga og stuðningsmenn... en það er bara allt önnur spilling.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
4
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár