Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark

Kristján Örn Sig­urðs­son, sem hætti sem for­stjóri Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins eft­ir upp­ljóstrun Pana­maskjal­anna, var í for­svari fyr­ir Pana­ma­fé­lag sem var í þunga­miðju hundraða millj­óna skattsvika Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar, eig­anda og stjórn­anda Sæ­marks. Yf­ir­skatta­nefnd hef­ur stað­fest hálfs millj­arðs skatta­kröfu á hend­ur þeim síð­ar­nefnda í einu um­fangs­mesta skattsvika­máli sög­unn­ar.

Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða rétt tæpan hálfan milljarð króna í skatt vegna undanskota í gegnum fléttu með tvö Panamafélög og félög sem skráð eru á Kýpur og í Lúxemborg. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar sem birti úrskurð um málið í liðinni viku. Um sama leyti birti Landsréttur niðurstöðu í kyrrsetningarmáli gagnvart Sigurði Gísla og fyrrverandi eiginkonu hans, en hundraða milljóna eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra.

Skattsvik Sigurðar Gísla eru einhver þau umfangsmestu sem uppgötvast hafa á Íslandi. Ljóst er að ofan á þann tæpa hálfa milljarð króna sem Sigurður þarf að greiða í skatt bætist álag, sem auðveldlega gæti orðið til þess að heildarkröfur á Sigurð Gísla verði um og yfir einn milljarð króna. Héraðssaksóknari er auk þess með sakamál á hendur Sigurði til rannsóknar, vegna skattsvika- og peningaþvættis. Áður hafði einn starfsmanna Sæmarks, hlotið skilorðsbundinn dóm og hátt í 200 milljóna …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hafrún Harðardóttir skrifaði
    Islenska glæpamannasamfélagið í sinni tærusstu mynd og sumir þeirra sitja á Alþingi.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Nýfrjálshyggjan og spillingin í sinni tærustu mynd. Þetta er ekki félagshyggjumenn, þetta eru þjófarnir sem arðræna íslenska þjóð. Þeir eru orðnir ansi margir, sumir sitja á Alþingi. Þessir á þingi eru þeir sem standa og fylgjast með og verja þjófana sem láta greipar sópa.
    4
  • Er ekki aðveg aðskilja er borga áskrif eftir að þið breytust úr Kjarnanum í Heimildina. Er allavegna að borga þessa upphæð sem áskrift er. Heiti Pétur Ásbjörnsson. Netföng geta verið pasbjorn@lsh.is, peturas@simnet.is og peturas56@gmail.com. var að reyna logga mig inn frá FB.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár