Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark

Kristján Örn Sig­urðs­son, sem hætti sem for­stjóri Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins eft­ir upp­ljóstrun Pana­maskjal­anna, var í for­svari fyr­ir Pana­ma­fé­lag sem var í þunga­miðju hundraða millj­óna skattsvika Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar, eig­anda og stjórn­anda Sæ­marks. Yf­ir­skatta­nefnd hef­ur stað­fest hálfs millj­arðs skatta­kröfu á hend­ur þeim síð­ar­nefnda í einu um­fangs­mesta skattsvika­máli sög­unn­ar.

Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða rétt tæpan hálfan milljarð króna í skatt vegna undanskota í gegnum fléttu með tvö Panamafélög og félög sem skráð eru á Kýpur og í Lúxemborg. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar sem birti úrskurð um málið í liðinni viku. Um sama leyti birti Landsréttur niðurstöðu í kyrrsetningarmáli gagnvart Sigurði Gísla og fyrrverandi eiginkonu hans, en hundraða milljóna eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra.

Skattsvik Sigurðar Gísla eru einhver þau umfangsmestu sem uppgötvast hafa á Íslandi. Ljóst er að ofan á þann tæpa hálfa milljarð króna sem Sigurður þarf að greiða í skatt bætist álag, sem auðveldlega gæti orðið til þess að heildarkröfur á Sigurð Gísla verði um og yfir einn milljarð króna. Héraðssaksóknari er auk þess með sakamál á hendur Sigurði til rannsóknar, vegna skattsvika- og peningaþvættis. Áður hafði einn starfsmanna Sæmarks, hlotið skilorðsbundinn dóm og hátt í 200 milljóna …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hafrún Harðardóttir skrifaði
    Islenska glæpamannasamfélagið í sinni tærusstu mynd og sumir þeirra sitja á Alþingi.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Nýfrjálshyggjan og spillingin í sinni tærustu mynd. Þetta er ekki félagshyggjumenn, þetta eru þjófarnir sem arðræna íslenska þjóð. Þeir eru orðnir ansi margir, sumir sitja á Alþingi. Þessir á þingi eru þeir sem standa og fylgjast með og verja þjófana sem láta greipar sópa.
    4
  • Er ekki aðveg aðskilja er borga áskrif eftir að þið breytust úr Kjarnanum í Heimildina. Er allavegna að borga þessa upphæð sem áskrift er. Heiti Pétur Ásbjörnsson. Netföng geta verið pasbjorn@lsh.is, peturas@simnet.is og peturas56@gmail.com. var að reyna logga mig inn frá FB.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu