Enn þá liggja ekki endanlega fyrir nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf íslenska ríkisins í Íslandsbanka í loks mars. Þetta eru aðilar, einstaklingar eða félög sem keyptu hlutabréf í gegnum einhver þeirra fyrirtækja sem keyptu hlutabréfin. Kaupendalistinn var opinberaður í byrjun apríl eftir mikla umræðu í samfélaginu og hefur hann valdið miklum pólitískum titringi og endurteknum mótmælum á Austurvelli.
Á listanum eru til dæmis nöfn aðila sem Íslandsbanki er í forsvari fyrir, eins og til dæmis Lífeyrisþjónusta Íslandsbanka. Fyrrnefndi aðilinn er í 113. sæti á listanum eftir að hafa keypt fyrir tæplega 60 milljónir króna í útboðinu. Bankinn sjálfur er ekki endanlegur eigandi þessara bréfa.
Stundin beindi spurningum um þetta til allra þeirra fimm aðila sem seldu hlutabréfin í Íslandsbanka. Einungis tveir af þessum aðilum svöruðu erindinu. Landsbankinn svaraði því ekki efnislega og vísaði til þess …
Athugasemdir (3)