„Það einfaldlega hefur aldrei neitt tilefni gefist til að fara ofan í hæfnismatið,“ sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, spurður um hæfi sitt til að selja, sem fjármálaráðherra, hlut í Íslandsbanka til fyrirtækis föður síns, á opnum fundi í fjárlaganefnd. Þar situr hann fyrir svörum um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í lokuðu útboði fyrr á árinu.
Mikill titringur hefur verið vegna útboðsins, sér í lagi eftir að í ljós kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefði keypt tæplega 55 milljóna króna hlut í bankanum í útboðinu í gegnum félag sitt Hafsilfur. „Ég held ég hafi sjálfur aldrei hugað á mögulegu vanhæfi í ljósi þess með hvaða hætti við erum að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni.
Seldi sannarlega bréfin
Hann staðfesti þó að hann, sem fjármálaráðherra, hafi sannarlega selt bréfin í bankanum, með umboði Alþingis …
Athugasemdir (3)