„Þegar þessi verksmiðja var í gangi þurfti að ég nota sterapúst til að hjálpa mér við öndun. Ég fann sko verulega fyrir þessu,“ segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og þingmaður Viðreisnar, aðspurður um hvaða líkamlegu áhrif rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á árunum 2016 og 2017 höfðu á hann. „Ég er frekar vangæfur í lungum og á það til að fá bronkítis þegar ég fæ kvef og þess háttar og þá get ég þurft að pústa mig. Sú ályktun sem ég get dregið af þessu er sú að ég var með viðvarandi öndunarerfiðleika af því ég fékk berkjubólgu og þurfi að virkja berkjurnar með steralyfjum,“ segir Guðbrandur og bætir því við að kona sem vann með honum í Reykjanesbæ hafi sömuleiðis „misst röddina“ þegar verksmiðjan var í gangi: „Svo kom röddin aftur þegar hún fór til Reykjavíkur.“
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að fjölskylda sín hafi einnig upplifað áhrif …
Athugasemdir