Forsvarsmenn kísilversins United Silicon fá frest fram á miðnætti mánudags til að skila af sér athugasemdum vegna áforma Umhverfisstofnunar um að loka verksmiðjunni.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í Facebook-færslu að rétt væri að loka verksmiðjunni tímabundið í kjölfar eldsvoða aðfararnótt miðvikudags, en Páll Magnússon, fyrsti þingmaður suðurkjördæmis, telur að bruninn í verksmiðjunni sé ekki sönnun þess að eitthvað sé að.
Páll gagnrýndi viðbrögð Bjartar Ólafsdóttur í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Mér fannst fullbratt farið í þetta miðað við tilefnið. Þetta var staðhæfing sem var gefin, ég skil alveg grunninn að henni miðað við forsöguna, en það út af fyrir sig, að það kvikni í einhverju, er ekki nein endanleg sönnun. Það getur kviknað í hverju sem er. Stúdíóinu hérna líka. Það er enginn áfellisdómur um starfsemina sem þarna fer fram.“
Eldur logaði í trégólfum á þremur hæðum í verksmiðju United Silicon aðfararnótt síðasta vetrardags. Starfsmenn verksmiðjunnar …
Athugasemdir