Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jón Steinar ósáttur við umræðuna: „Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum“

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi Hæsta­rétt­ar­dóm­ari, er mjög ósátt­ur við við­brögð fólks við skrif­um hans um að kon­ur ættu að draga úr drykkju í því skyni að forð­ast nauðg­an­ir. Hon­um þyk­ir hann órétti beitt­ur með því að vera sagð­ur sér­stak­ur varð­mað­ur kyn­ferð­is­brota­manna í at­huga­semda­kerf­um.

Jón Steinar ósáttur við umræðuna: „Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum“
Skilur ekki gagnrýnina Jón Steinar skilur ekki þá sem hafa gagnrýnt skrif hans á þeim forsendum að hann varpi ábyrgð af gerendum og yfir á brotaþola í kynferðisbrotum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, er mjög ósáttur við þau viðbrögð sem grein hans í Morgunblaðinu í gær og umfjöllun Stundarinnar um hana hafa kallað fram. Hann segir að hann hafi með skrifum sínum aðeins ætlað að vekja athygli á leið til að draga úr fjölda kynferðisbrota, en fyrir vikið hafi hann verið borinn ýmsum sökum, meðal annars að sýkna eigi gerendur hafi brotaþolar verið drukknir. „Ég er að tala við þig vegna þess að athugasamdakerfin eru uppfull af því hvers konar viðrini og níðingur ég sé.“

Í umræddri grein skrifaði Jón Steinar að hann teldi að besta leiðin til að sporna gegn kynferðisbrotum væri að fólk, ekki síst konur, hættu eða drægju verulega úr drykkju og vímuefnanotkun. Það væri til þess fallið að draga úr hættu á kynferðisbrotum, þó þau yrðu seint alveg úr sögunni. Viðbrögðin við þessum skrifum Jóns Steinars voru á þá leið að hann afhjúpaði með þeim gamaldags hugsunarhátt, gerendameðvirkni, feðraveldistilhneigingar, kvenfyrirlitningu og þau væru til þess fallin að varpa ábyrgð yfir á brotaþola en frá geranda.

Skilur ekki gagnrýnina

Við þetta allt er Jón Steinar sem sagt afar ósáttur og segir skrif sín rangtúlkuð. Hann sé algjör andstæðingur alls ofbeldis og ekki síst kynferðisbrota. „Ég leyfði mér að benda á að ég teldi að yfirgnæfandi meirihluti þessara brota ætti sér stað þegar brotamaður og brotaþoli, annar eða báðir oftast nær kannski, væru undir áhrifum vímugjafa. Við vitum það, 90 prósent af útköllum lögreglunnar í afbrotamálum eru út af fylleríi og fíkniefnanotkun. Við getum ekki hreinsað heiminn af þessum ofbeldismönnum, því miður, það væri gott ef við gætum það. En við getum kannski gert eitthvað til að draga úr þessum fjölda afbrota sem sagður er vera svona mikill. Ég lagði það til í grein minni að það væri gert með því að fórnarlömbin sérstakleg, og eftir atvikum kannski gerendurnir líka, dragi úr þessari vímuefnanotkun sem er alltaf orsakavaldur í þessum málum að hluta eða kannski öllu leyti. Hvers vegna segi ég það, jú vegna þess að ég er að óska þess að brotafjöldinn minnki. En þá er ég sakaður um það að ég telji að það eigi að sýkna menn ef að brotaþolinn hafi verið drukkinn. Hvers konar málflutningur er þetta?“

„Það er ekkert sem réttlætir nauðgun og nauðgari er einn ábyrgur gerða sinna“
Jón Steinar Gunnlaugsson

En það er auðvitað brotamaðurinn sem bera ábyrgð á ofbeldinu.

„Að sjálfsögðu, hvenær hef ég sagt eitthvað annað?“

Ég er ekkert að segja til um það en ég er að benda á að fólki ætti að vera frjálst að neyta löglegra vímuefna, verða ölvað, án þess að eiga á hættu að á þeim sé brotið.

„Ég tek algjörlega undir þetta, við lifum bara ekki í fullkomnum heimi.“

En skilurðu þá ekki gagnrýni þeirra sem gagnrýna skrif þín, á þeim forsendum að með þeim sértu að leggja ábyrgðin á brotaþola?

„Nei.“

Þú skilur hana ekki?

„Nei, það er ekkert tilefni til þess. Ég hef aldrei sagt neitt í þá átt. Í inngangi að grein þinni vísar þú til þess að ég hafi sagt að áfengis- og vímuefnanotkun sé til þess fallin að fjölga þessum brotum. Síðan kemur á eftir að Stígamót bendi á að ekkert réttlæti nauðgun og nauðgari sé einn ábyrgur gerða sinna. Þetta er auðvitað sett upp með þeim hætti að það er eins og ég sé á einhverri annarri skoðun um þetta. Ég er auðvitað alveg sammála þessu. Það er ekkert sem réttlætir nauðgun og nauðgari er einn ábyrgur gerða sinna. Ég hef aldrei sagt neitt annað. Þessu er stillt svona upp og það kemur listi af athugasemdum við fréttina þar sem því er stillt þannig upp að ég sé talsmaður brotamanna og að þeir séu sýknaðir ef fórnarlambið er drukkið.“

Segist skilja þolendur en halda verði í reglur réttarríkisins

Jón Steinar ítrekar að hann sé harður andstæðingur kynferðisbrota en hann sé hins vegar talsmaður réttarríkisins. „Ég er algjör andstæðingur alls ofbeldis og hef alltaf verið. Ekki síst á þetta við um nauðgunarmál vegna þess að þau mál ganga miklu nær fórnarlömbum en annað ofbeldi. Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum, hvorki meira né minna.

Hins vegar gilda hér meginreglur réttarríkisins, sem ég held að við öll viljum að gildi. Við sjáum það úti í heimi hvernig fer fyrir réttarstöðu einstaklinga í alræðisríkjum þar sem þær meginreglur gilda ekki, þar sem fólk er fangelsað þegar handhöfum valdsins dettur það í hug. Það viljum við ekki. Ég vil halda dauðahaldi í réttarríkið og þær meginreglur sem þar gilda. Ein af þeim, og sú er mjög þýðingarmikil, er sú að menn skuli teljast saklausir uns sekt þeirra sannast. Þessi regla er ekki bara lagaregla að mínu viti, ástæða þess að hún hefur ratað inn í stjórnarskránna og mannréttindasáttmála sem við erum aðilar að er sú að þetta er regla sem við teljum í siðuðu samfélagi að eigi að gilda um samskipti milli einstaklinga.“

Jón Steinar segir að hann skilji það að fólk sem brotið hefur verið á kunni að vilja tjá sig um þau brot, jafnvel nafngreina gerendur. En þá verði fólk að átta sig á því sem það geti haft í för með sér. „Það er þannig að haldi ég því fram að einhver nafngreindur maður hafi brotið af sér án þess að ég geti fært sönnur á það er ég að brjóta af mér. Samt er það líka þannig að ef til dæmis þolendur nauðgana vilja tjá sig um brotin gegn þeim, og jafnvel að nafngreina brotamanninn, hafa þeir heimild til að gera það. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þeir bera ábyrgð á því og geta þurft að svara fyrir orð sín ef höfðað er meiðyrðamál gegn þeim.“

Telur lögreglu draga lappirnar við rannsókn kynferðisbrota

En nú er ein helsta ástæðan fyrir því að þolendur hafa valið þessa leið, að segja frá brotum sem þau hafa orðið fyrir og jafnvel nafngreina þá sem á þeim brutu, sú að fólk treystir ekki réttarvörslukerfinu, hefur jafnvel slæma reynslu af því.

„Já, og ég tek undir vissan hluta af þeirri gagnrýni. Ég tek undir það að það eru dæmi um að rannsakendur, það er að segja lögreglan sem fær til sín svona kærur, dragi lappirnar við rannsóknina. Stundum eru mál felld niður, jafnvel þó að það liggi fyrir einhverjar sannanir um þessi brot. Ég fordæmi það og tel að það eigi að rannsaka þessi brot alveg sérstaklega vel, það á að leggja ríka áherslu á að rannsaka þessi brot til þrautar og draga brotamenn til ábyrgðar.

Vandinn er hins vegar sá að það eru svo mörg svona brot sem ekki er hægt að sanna, vegna þess að það eru bara brotaþoli og brotamaður sem eru til vitnis um það sem gerðist. Þó að ég skilji mjög vel afstöðu þeirra sem hafa orðið fyrir svona brotum og komast ekkert áfram með þau í réttarkerfinu vegna þess að það tekst ekki að sanna þau þá getur svarið við því ekki verið að fara að sakfella menn fyrir brot án sönnunarfærslu. Um leið og við stígum það skref, viðurkennum að það eigi að gera vegna þess að þetta séu svo sár brot fyrir brotaþola, þá erum við búin að stíga skref sem ég er algjörlega andvígur. Með því værum við að segja að það megi refsa mönnum fyrir ósönnuð afbrot og þá erum við komin á stig með ríkjum þar sem enginn réttur ríkir.“

„Ég held að yfirgnæfandi meirihluti af ásökunum um þessi brot sé sannur og réttur“
Jón Steinar Gunnlaugsson

Þannig að reglan um orð gegn orði á þá alltaf að þínu mati að gilda þeim í hag sem verið er að sækja til saka fyrir afbrot, en ekki í hag þeim sem fyrir afbrotinu varð?

„Þetta eru refsimál og eru auðvitað sérstök að því leyti að í þeim kemur brotaþoli meira inn í myndina en í mörgum öðrum refsimálum. Það breytir samt ekki því að til að koma fram refsingum þá verður að sanna sökina. Það eru mannréttindareglur sem við höfum skrifað undir og höfum virt, rétt eins og aðrar þjóðir í kringum okkur í hinum vestræna heimi virða þær líka. Við verðum að gera það, jafnvel þó við höfum samúð með þolendunum. Ég hef sagt það, og get endurtekið það, að ég held að yfirgnæfandi meirihluti af ásökunum um þessi brot sé sannur og réttur. Við megum hins vegar ekki láta þá tölfræði valda því að við sakfellum menn án þess að sanna á þá brot.“

Líklegt að of fá máli komi til kasta dómstóla

Þú segir að lögreglan sinni ekki alltaf rannsókn í þessum málum sem skyldi?

„Já, ég kannast við dæmi um það þar sem það hefur ekki verið gert með forsvaranlegum hætti.“

„Það er áreiðanlega þannig að það eru margir sekir menn sýknaðir, vegna þess að það tekst ekki að sanna á þá sökina“
Jón Steinar Gunnlaugsson

Tölur segja okkur að um það bil 17 prósent tilkynntra nauðgana séu tekin fyrir hjá dómstólum. Telur þú að þetta hlutfall sé svona lágt af þessum sökum, að lögreglan sinni ekki rannsóknum eins og ætti að gera?

„Ég get ekki svarað því, ég geri samt ráð fyrir hlutfallið sé lægra en ætti að vera því ég býst við að í fleiri málum hafi komið fram sönnunargögn sem að minnsta kosti hefðu réttlætt það að höfða málið, til að freista þess að sanna málið. Ég býst við því en ég veit það ekki.“

En þú hefur tilfinningu fyrir því að svo sé?

„Já, ég hef tilfinningu fyrir því að minnsta kosti á liðnum árum hafi það komið of oft fyrir að rannsókn sé hætt og mál felld niður án þess að fylgja eftir vísbendingum sem eru nægilega sterkar til að höfða mál. Ég held það.

Síðan er það þannig, og þar liggur stór hundur grafinn, að þegar mál eru komin fyrir dómstóla þá er svarið við þessum tölfræðilega vanda, sem við skulum kalla hann, getur ekki verið að sakfella menn að ósönnuðu máli til að ná þessari prósentu upp. Það er áreiðanlega þannig að það eru margir sekir menn sýknaðir, vegna þess að það tekst ekki að sanna á þá sökina.“

Tölur segja okkur líka að aðeins 13 prósent nauðgunarmála sem fara fyrir dómstóla enda með sakfellingu. Telur þú að það sé eðlilegt, að dómarar séu almennt að dæma rétt, að þetta sé rétt niðurstaða?

„Þú getur ekki spurt mig að þessu.“

En þú varst í þessum sporum sjálfur.

„Ef að það er þannig að þetta er niðurstaða þess að það er verið að beita þessari þungvægu reglu um sönnunarbyrði, þá verður það bara að vera þannig. Ég veit ekki hvort þessi hlutföll eru rétt eða ekki, það er ekki hægt að fjalla um refsimál í einhverjum svona prósentum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Jón ætti að skýra hvers vegna hann sem hæstaréttardómari var mjög samkvæmur sjálfum sér að annað hvort sýkna gerendur sem þó voru dregnir fyrir dóm, eða ef dómur var fjölskipaður að skila séráliti með sýknukröfu eða verulega minni viðurlögum áður en hann fer að segja konum hvað þær eiga að gera
    Hann talar eins og það sé bara eðlilegt að karlar nauðgi, sé kona drukkin - og ef hann trúir því að þeir séu svo óstjórnlegir þá er ekki eitt ráð þarna fyrir drukkinn karlmann um hvernig hann geti hamið sig
    Svei því svei, Jón Steinar þetta er yfirklór gamals forréttindakarls
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár