Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur seg­ir að áfeng­is- og vímu­efna­notk­un sé ástæða lang­flestra kyn­ferð­is­brota. Eigi það við um bæði brota­menn og brota­þola, sem Jón Stein­ar seg­ir að hvor­ir tveggja upp­lifi „dap­ur­lega lífs­reynslu“. Stíga­mót leggja áherslu á ekk­ert rétt­læt­ir naug­un og að nauðg­ari er einn ábyrg­ur gerða sinna. Í rann­sókn á dóm­um Hæsta­rétt­ar í nauðg­un­ar­mál­um kom fram að greina megi það við­horf í dóm­um rétt­ar­ins að „rétt­ur karla sé verð­mæt­ari en rétt­ur kvenna“.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Segir bæði gerendur og brotaþola upplifa „dapurlega lífsreynslu“ Jón Steinar segir að vímuefnaneysla sé helsti orsakavaldur kynferðisbrota en illa sé tekið í það ef konur séu varaðar við að neyta vímuefna á skemmtistöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, telur að besta leiðin til að sporna gegn kynferðisbrotum sé sú að fólk, ekki síst konur, hætti eða dragi í það minnsta verulega úr notkun áfengis og vímuefna.

„Ráðið er sem sagt að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis- og  vímuefna hvort sem er á skemmtistöðum eða bara heima fyrir. Slíkt er til þess fallið að draga úr hættu á þessum brotum, þó að þau yrðu seint alveg úr sögunni,“ segir Jón Steinar. Þá úrskurðar hann um þau sem ekki hlíða ráði hans: „Þeir sem ekki geta nýtt sér þetta ráð eru líklega háðir vímugjöfunum með þeim hætti að þeir ættu að leita sér hjálpar,“ segir hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

Jón Steinar segir að því sé því illa tekið þegar bent sé á slíkt. „Í raun er verið að segja að ekki megi benda fólki á að reyna að gæta sín sjálft. Það er samt  vafalaust besta vörnin gegn svona brotum að gæta sín sjálfur. Þetta jafnast t.d. á við að gæta sín í umferðinni til að forðast slys.“

Fræðsluefni í aðra átt

Í fræðsluefni Stígamóta um nauðganir kemur hins vegar fram að enginn annar en nauðgarinn sjálfur beri ábyrgð á nauðguninni. „Án tillits til aðstæðna á kona rétt á því að segja nei hvenær sem er. Það sama gildir ef konan er ekki fær um að segja nei vegna ölvunar, svefnástands eða annarra aðstæðna. Nauðgun er fyrst og fremst ofbeldisverk, kynferðislegar athafnir eru sá farvegur sem ofbeldismaðurinn velur ofbeldi sínu.“

Þá kemur fram í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði frá árinu 2018, þar sem þær skrifa um rannsókn sína á dómum í naugðunarmálum í Hæstarétti, að viðhorf sem „litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti.“ Sömuleiðis segir að viðhorf þar sem þolendum sé sýndur skilningur vegna ölvunar þegar brotið hafi verið á þeim „heyra til undantekninga“. 

Tilgreinir ofbeldisbrot og framhjáhöld sem afleiðingar 

Grein Jóns SteinarsMorgunblaðið birtir grein fyrrverandi hæstaréttardómara í dag um sjálfsábyrgð nauðgana.

Í grein sinni fjallar Jón Steinar um að umræða um kynferðisbrot hafi verið talsverð að undanförnu og í því samhengi hafi því verið haldið á lofti að brotamenn sleppi við refsingar sökum þess að erfitt reynist að sanna á þá sakir. Þó hafi nokkuð verið um að slíkir menn séu engu að síður nafngreindir á opinberum vettvangi. „Veldur þetta þeim stundum velferðarmissi, brottrekstri úr vinnu eða útskúfun frá þátttöku í íþróttum svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Jón Steinar.

Í framhaldinu rekur Jón Steinar svo þá skoðun að ein hlið sé þessum málum sem lítið hafi verið rædd og sumir telji að helst megi ekki minnast á. „Þar á ég við áfengis- og vímuefnanotkun langflestra sem þurfa að upplifa þá dapurlegu lífsreynslu sem hér um ræðir, bæði brotamenn og brotaþola.“

Jón Steinar fullyrðir að áfengi og vímuefni orsaki kynferðisbrotin.

„Ég tel að áfengis- og vímuefnanotkun sé ráðandi áhrifaþáttur í langflestum þessara brota. Afleiðingar hennar geta auk nauðgana og annarra ofbeldisbrota verið ótímabærar þunganir, vanræksla og jafnvel misnotkun barna, fóstureyðingar, forsjársviptingar, skaðleg andleg áhrif á börn, framhjáhöld,  slys og ótímabær andlát. Þó að enginn vafi sé á, að þessi neysla sé stærsti áhrifaþátturinn í bölinu, heyrast þær skoðanir að á þetta megi helst ekki minnast. Til dæmis megi ekki vara, oftast konur, við vímuefnanotkun á skemmtistöðum. Með því sé verið að réttlæta brot misindismanna, sem á þeim brjóta. Þetta er auðvitað hálfgerður þvættingur, sem á líklega rót sína að rekja til þess að svo margir vilja geta þjónað áfengisnautn sinni í frið.“

Aðeins 13% mála enda með sakfellingu

Baráttufólk gegn kynferðisofbeldi hefur ítrekað og árum saman bent á að gerendur bera ábyrgð á brotum sínum en brotaþolar ekki. Það að fólk sé undir áhrifum vímugjafa hafi ekkert með þá ábyrgð að gera.

„Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla“
Þórhildur Sæmundsdóttir og Þorgerður J. Einarsdóttir

Meðferð réttarvörslukerfisins á málum er varða kynbundið ofbeldi hefur sætt gagnrýni um langt skeið. Tölur sýna að flestar tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til lögreglu fara ekki fyrir dóm. Aðeins um 17 prósent tilkynntra nauðgunarmála eru tekin fyrir hjá dómstólum og þar af enduðu aðeins 13 prósent þeirra með sakfellingu.

Í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði, „Hún reyndi ekki að kalla á hjálp...“ sem birtist í Ritinu árið 2018, eru niðurstöður Hæstaréttar í nauðgunarmálum greindar. Jón Steinar gengdi embætti dómara við Hæstarétt á árabilinu 2004 til 2012.  

Í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar kemur fram að 85 dómar Hæstaréttar í nauðgunarmálum á árabilinu 1992 til 2015 hafi verið greindir við rannsóknina. „Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla. [...] Þrátt fyrir miklar breytingar á kynferðisbrotakaflanum árið 2007 má enn greina viðhorf þar sem brotin virðast einungis skoðuð út frá sjónarhóli geranda. Umfjöllunin gefur til kynna að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna.“

Meðal mála sem vitnað er til þar er dómur frá árinu 2013 þar sem Hæstiréttur sýknaði tvo menn af því að hafa nauðgað konu. Þar er tilgreint að meirihluti dómara hafi í dómnum sagt um vitnisburð stúlkunnar að ekki hafi verið samræmi í vitnisburði hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. „Eins og sést að ofan telur Hæstiréttur það mikilvægt hvaða tegund og magn áfengis stúlkan drakk umrætt kvöld,“ segir í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar.

Vísað er til annars máls í greininni þar sem brotaþoli var mikið ölvuð þegar brotið átti sér stað. Ölvunin hafi í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti árið 2008, verið metin konunni til hagsbóta við vitnisburð hennar og henni sýndur skilningur þegar framburður hennar var metinn. „Slík viðhorf heyra til undantekninga í þeim dómum sem rannsakaðir voru,“ skrifa þær Þórhildur og Þorgerður.

Gengið gegn vilja löggjafans við rannsókn kynferðisbrota

Í mars síðastliðnum kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera brotaþolar sem kært höfðu nauðganir, heimilsofbeldi og kynferðislega áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður af ákæruvaldinu.

Í kynningu þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í mars síðastliðnum vegna kæru kvennanna níu kom meðal annars fram að auk ýmissa alvarlegra annmarka við rannsókn lögreglu almennt þegar kæmi að rannsókn kynferðisbrota gegn konum þá væri einnig gengið gegn vilja löggjafans, Alþingis, þegar kæmi að túlkun laganna þegar væru dómtekin. Þannig hefði í mörgum málum verið einblínt á „hvort að sakborningur hefði mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi ekki veitt samþykki, t.d. sökum ölvunarástands, fermur en á það hvort hann hafi fengið samþykki, eins og lögin kveða á um.“

Umrædd kvenna- og jafnréttissamtök, sem eru Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women á Íslandi, krefja ríkið um að ráðast í ýmsar umbætur í málaflokknum. Meðal þeirra er „að dómurum, saksóknurum, og lögreglu sé veitt fræðsla um vilja löggjafans varðandi þau ákvæði sem snúa að kynferðisbrotum og ofbeldi í nánum samböndum, og þá sérstaklega nauðgunarákvæðið sem byggir nú á samþykki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár