Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent

Barna­vernd­ar­stofa synj­aði af­hend­ingu á gögn­um þar sem of­beldi á hend­ur stúlk­um sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var lýst fyr­ir Braga Guð­brands­syni, þá­ver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál tók sér sjö og hálf­an mán­uð til að stað­festa synj­un­ina.

Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Minnisblað fæst ekki afhent Barnaverndarstofa neitaði að afhenda minnisblað þar sem fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar, Bragi Guðbrandsson, hvatti ráðherra til að gera sem minnst úr ásökunum um ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð í að staðfesta synjun Barnaverndarstofu um afhendingu gagna er varða meðferðarheimilið Laugaland í Eyjafirði. Með því fór stofnunin langt fram úr þeim tímamörkum sem lögð eru til grundvallar í upplýsingalögum. Minnisblað forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssonar, til félagsmálaráðherra, þar sem Bragi lagði mikla áherslu á að ráðherra myndi gera sem minnst úr lýsingum á ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu, er meðal þeirra gagna sem fást ekki afhent.

Stundin hóf í lok janúar síðastliðins umfjöllun um ofbeldi og harðræði sem stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á árunum 1997 til 2007 greindu frá að þær hefðu verið beittar af forstöðufólki heimilisins, Ingjaldi Arnþórssyni og Áslaugu Brynjarsdóttur. Alls hafa tíu konur stigið fram í Stundinni og lýst hrottalegu ofbeldi, harðræði og vanvirðingu sem þær hafi verið beittar á heimilinu á þessum tíma.

Neita að afhenda minnisblað þar sem áhyggjur af ofbeldi eru viðraðar

Stundin óskaði eftir því við Barnaverndarstofu í byrjun febrúar að fá afhent öll gögn sem stofnunin kynni að búa yfir og tengdust Varpholti og Laugalandi. Seinni hluta febrúarmánaðar og í byrjun mars fékk blaðamaður Stundarinnar afhent þau gögn sem stofnunin samþykkti að afhenda. Barnaverndarstofa synjaði hins vegar afhendingu hluta þeirra gagna sem stofnunin bjó yfir um meðferðarheimilið. Meðal þeirra gagna voru vaktskráningar eða dagbókarskráningar starfsmanna meðferðarheimilisins á árunum 1997 til 2007. Einnig hafnaði Barnaverndarstofa beiðni um afhendingu bréfs sem sent var Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndastofu, 23. ágúst 2007, þar sem Braga voru kynntar rökstuddar áhyggjur af því að stúlkur sem vistaðar væru á meðferðarheimilinu væru beittar ofbeldi. Sömuleiðiðs synjaði stofnunin afhendingu á minnisblaði Braga til félagsmálaráðherra þar sem Bragi lagði áherslu á að ráðherra gerði sem minnst úr málinu við fjölmiðla ef þess er nokkur kostur.

Haustið 2007 fjallaði dagblaðið DV um málefni meðferðarheimilisins Laugalands. Í frétt blaðsins var vitnað til lýsinga Hauks Arnþórssonar, bróður Ingjalds forstöðumanns heimilisins. Haft var eftir Hauki að Ingjaldur bróðir hans hefði lýst því að hann beitti stúlkurnar líkamlegu ofbeldi til að brjóta þær undir vilja sinn. Meðal annars lýsti Haukur því að Ingjaldur hefði greint honum frá því að hann tæki stúlkurnar hálstaki og drægi þær berfættar eftir malarvegum.

Haukur sendi Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, bréf 23. ágúst 2007 þar sem hann mun hafa upplýst Braga um áhyggjur sínar af persónulegum málum bróður síns en ekki síður áhyggjur hans af því að Ingjaldur beitti skjólstæðinga sína ofbeldi. Af efni þeirra skjala sem Stundin hefur undir höndum er ekki hægt að ráða hvort Haukur sendi samrit af bréfinu til félagsmálaráðuneytisins eða hvort Bragi upplýsti starfsfólk ráðuneytisins um að bréfið hafi borist. Hið fyrra verður þó að teljast sennilegt í ljósi gagna.

Bragi sendi Ingjaldi falið afrit af minnisblaðinu

Bragi sendi Hrannari B. Arnarsyni, aðstoðarmanni þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, minnisblað vegna bréfs Hauks aðfararnótt 24. ágúst. Þess ber að geta að Bragi var sjálfur aðstoðarmaður Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu á árunum 1991 til 1994. Í tölvupósti sem fygldi minnisblaðinu má sjá að Bragi sendi það að beiðni Hrannars, sem líkleglega hefur sett þá beiðni fram símleiðis, í það minnsta eru ekki skjöl til staðar um að slík beiðni hafi verið send í tölvupósti. Sjá má að Bragi sendi afrit af minnisblaðinu til Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra en það sem meira er sendi hann einnig falið afrit til Bryndísar S. Guðmundsdóttur, starfsmanns Barnaverndarstofu og Ingjaldar sjálfs.

„Tel ég að ráðherra eigi að gera minnst úr málinu við fjölmiðla ef þess er nokkur kostur“
Bragi Guðbrandsson
þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu

Í tölvupóstinum sem fylgdi minnisblaði Braga segir hann: „Eins og fram kemur í minnisblaðinu tel ég að ráðherra eigi að gera minnst úr málinu við fjölmiðla ef þess er nokkur kostur. Hér er um fjölskylduharmleik að ræða sem Haukur hefur enga heimild til að fjalla um opinberlega. Ég tel að ráðuneyti eigi alls ekki að afla frekari upplýsingar um málið enda ekkert rökstyður slíka ákvörðun. Slik ákvörðun myndi einfaldlega þykja fréttnæmt og kalla á sem síðan væru fréttnæm og halda hringekjunni gangandi.“

Mögulegt brot á stjórnsýslulögum

Barnaverndarstofa synjaði beiðni Stundarinnar um að afhenda nefnt bréf Hauks og sömuleiðis minnisblað Braga. Röksemdirnar þar um voru þær að gögnin innihéldu viðkvæmar persónuupplýsingar sem teldust til einkamálefna. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni var bent á að líkur stæðu til þess að í bréfi Hauks kæmu fram vitnisburður um að Ingjaldur hefði beitt stúlkur sem vistaðar voru í hans umsjá ofbeldi og þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi, hefði með bréfinu verið upplýstur þar um. Sömuleiðis var bent á að í minnisblaðinu hafi Bragi hvatt til þess að félagsmálaráðherra tjáði sig ekki um málið og sömuleiðis að ráðuneytið aflaði ekki frekari upplýsinga um málið. Því væri mikilvægt að fá umrætt minnisblað í hendur til að leggja mat á hvort Bragi hefði með þeim skilaboðum mögulega farið á svig við stjórnsýslulög.

Úrskurðarnefndin segir í úrskurði sínum að upplýsingar í umræddum gögnum falli að mati nefndarinnar því sem næst eingöngu undir einkamálefni og yrðu þær upplýsingar afmáðar „er það mat úrskurðarnefndar að kæranda yrði ekki hald í því sem eftir stæði“. Því staðfesti nefndin synjun Barnaverndarstofu um afhendingu beggja gagna, bæði bréfs Hauks og minnisblaðs Braga.

Sá langi tími sem tók úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka ákvörðun í málinu vekur nokkra athygli. Blaðamaður Stundarinnar kærði synjun Barnaverndarstofu 10. mars á þessu en tuttugu dagar liðu þar til úrskurðarnefndin kynnti Barnaverndarstofu kæruna, hin 30. mars. Tveimur vikum síðar, 14. apríl var blaðamanni kynnt umsögn Barnaverndarstofu um kæruna og lagði blaðamaður fram athugasemdir er lutu að þeirri umsögn samdægurs. Því liðu 188 dagar, rúmt hálft ár, frá þeim tíma og þar til nefndin kvað upp úrskurð sinn. Alls liðu 223 dagar frá því að kæran var lögð fram og þar til úrskurður var kveðinn upp.

Töldu það taka lögfræðing 30 daga að fara yfir gögnin

Í hinum úrskurði nefndarinnar var fjallað um synjun Barnaverndarstofu á afhendingu vaktskráninga og dagbókarskráninga um starfið á meðferðarheimilinu. Bar Barnaverndarstofa því við að umfang gagnanna væri slíkt, um 1.800 handritaðar blaðsíður, að það myndi taka lögfræðing stofnunarinnar 30 daga að yfirfara gögnin, en auk þess var vísað til þess að í gögnunum væri að finna margvíslegar persónulegar upplýsingar sem sanngjarnt væri að leynt færu, með vísan til upplýsingalaga. Vísað var til undanþáguheimildar í upplýsingalögum þar sem segir að sé beiðni um afhendingu upplýsinga megi hafna taki vinnsla hennar svo mikinn tíma að ekki sé hægt að verða við henni. Úrskurðarnefnd kallaði eftir umræddum gögnum til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu með vísan til röksemda Barnaverndarstofu að staðfesta synjun á afhendingu gagnanna.

Í umræddu máli tók það úrskurðarnefnd einnig gríðarlega langan tíma að komast að niðurstöðu. Blaðamaður Stundarinnar kærði synjun Barnaverndarstofu 4. mars og 24. mars skilaði Barnaverndarstofa umsögn um kæruna. Þeirri umsögn svaraði blaðamaður strax daginn eftir. Í tölvupóstsamskiptum við starfsmann úrskurðarnefndarinnar 14. apríl kom fram að gagnaöflun í málinu væri lokið og það biði afgreiðslu hjá nefndinni. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar er þetta hins vegar rangt. Það var ekki fyrr en 14. júlí sem úrskurðarnefnd kallaði eftir sýnishorni af umræddum dagbókarfærslum frá Barnaverndarstofu til að hægt yrði að leggja mat á þau gögn. Barnaverndarstofa brást við og afhenti 42 blaðsíður, valdar af handahófi, til yfirferðar. Að lokinni þeirri yfirferð taldi úrskurðarnefnd ástæðu til að óska eftir öllum gögnunum. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en 3. september síðastliðinn. Gögnin fékk nefndin síðan afhent í heild sinni 6. október, tólf dögum áður en úrskurðu var kveðinn upp.

Alls liðu 229 dagar frá því að synjun Barnaverndarstofu á umræddum gögnum var kærð og samkvæmt úrskurðinum virðist lítið sem ekkert hafa gerst í málinu á tímabilinu 25. mars til 14. júlí, í 112 daga. Blaðamaður Stundarinnar ýtti ítrekað eftir því að umræddar kærur yrðu teknar til afgreiðslu, bæði skriflega og með símtölum.  Í upplýsingalögum segir að úrskurðarnefnd um upplýsingmál skuli birta úrskurð kæru „svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga frá móttöku hennar“. Að sama skapi segir í stjórnsýslulögum um málshraða annars vegar að „ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er“ og hins vegar „þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.“ Ljóst má því vera að gengið var á svig við ákvæði beggja laga við afgreiðslu umræddra kæra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár