Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er eina þriggja flokka rík­is­stjórn­in til þess að lifa af heilt kjör­tíma­bil. Rík­is­stjórn þessi varð til í stormi stjórn­mála og hún boð­aði stöð­ug­leika en spurn­ing­in er hvort henn­ar verð­ur minnst sem stjórn stöð­ug­leika eða sem stjórn mála­miðl­un­ar.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Sögulegar sættir Í fyrsta sinn mynduðu Vinstri græn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og það eftir afgerandi yfirlýsingar annars efnis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á bak við hverja ríkisstjórn er forsaga, aðdragandi eða sögusvið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð til í kjölfar storms stjórnmálanna, hvirfilbyl ef svo má segja, og var myndun hennar svo umdeild að ein forystukonan þurfti að biðla til flokksmanna með orðunum: „Ekki fara.“

Sagan sem hér verður sögð byrjar á stjórnmálamanni sem hrökklaðist úr embætti, ráðherra meira að segja, forsætisráðherra, hvorki meira né minna.

Árið er 2016 og í ljós hefur komið að forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði átt duldar eignir í skattaskjóli í Panama, um hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensks banka. Raunar kom einnig í ljós að fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, hafði einnig skráð smærri eign í skattaskjóli í félagi við aðra.

Þrátt fyrir viðleitni sína til að halda embætti hrökklast Sigmundur úr því og ríkisstjórnin sem hann fór í forsvari fyrir sprakk með þeim afleiðingum að kalla þurfti til kosninga haustið 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár