Helmingur sagðist hafa orðið var við falsfréttir: „Ásmundur Einar Daðason er ekki Guð“
Fjölmiðlanefnd segir að um helmingur fólks hafi orðið var við falsfréttir og rangar upplýsingar í aðdraganda síðustu þingkosninga. Aðeins tæpur helmingur fólks segist treysta upplýsingum í fjölmiðlum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki vilja bregðast við tölvupósti þar sem frambjóðandi flokksins er sakaður um að hafa brotið ítrekað á konum í gegnum tíðina. Hún segist ekki vita um hvað málið snýst og ætli því ekki að aðhafast. Hún segist þó hafa fengið ábendingu um sama mál nokkrum dögum fyrir kosningar. Mismunandi er eftir flokkum hvaða leiðir eru í boði til þess að koma á framfæri ábendingu eða kvörtun um meðlimi flokksins. Flokkur fólksins er til að mynda ekki með slíkar boðleiðir.
FréttirAlþingiskosningar 2021
6
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna framkvæmd kosninga í Suðvesturkjördæmi. Hann vill að lögregla rannsaki kjörgögn áður en þeim er eytt, vegna fullyrðinga umboðsmanns Sósíalistaflokksins um mismunandi stærð kjörseðla.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Auka atkvæði fannst í vettvangsferð í Borgarnesi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í aðra vettvangsferð í Borgarnes síðastliðinn miðvikudag þar sem fannst gilt atkvæði í bunka merktum auðum atkvæðum. Grunur leikur á að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafi hafist áður en kjörstöðum lokaði. Slíkt er óheimilt.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Starfsmenn Hótel Borgarnes höfðu óheftan aðgang að óinnsigluðum atkvæðum í auðum sal hótelsins meðan yfirkjörstjórn var ekki á staðnum eftir að fyrstu talningu lauk. Lögreglan getur ekki staðfest hvort að starfsmennirnir hafi farið að svæðinu sem kjörgögnin voru geymd vegna þess að starfsmennirnir hverfa úr sjónarsviði eftirlitsmyndavéla. Þrír starfsmenn tóku myndir af salnum og þá atkvæðum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Yfirkjörstjórn harmar mistök og biðst afsökunar
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi harmar stöðuna sem upp er komin vegna mistalningar atkvæða í kjördæminu. Hún hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ekki var farið í einu og öllu eftir lögum við meðferð atkvæðaseðla á milli talninga. Enginn í yfirkjörstjórn ætlar að tjá sig meira um málið.
Fréttir
Ætlar ekki að skoða upptökur úr öryggismyndavélum
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að hann ætli ekki að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Hótel Borgarnesi til að vera viss um að enginn starfsmaður hótelsins hafi farið inn í talningasalinn þegar enginn annar var viðstaddur. Þar að auki segir hann að hann myndi ekki fá aðgang að gögnunum vegna persónuverndarlaga
Fréttir
Birti mynd af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk
Kona, með tengsl við hótelið í Borgarnesi þar sem talning atkvæða fór fram, birti mynd á Instagram eftir að talningu var lokið af óinnsigluðum atkvæðum. Konan sem tók myndina virtist vera ein í salnum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Meðlimir í kjörstjórn lýsa óvarlegri meðferð atkvæða í kosningunum
Geir Guðmundsson og Hans Benjamínsson, meðlimir í kjörstjórn Kópavogs hafa gefið munnlega greinargerð um annmarka sem þeir fundu í meðhöndlun atkvæða í Kópavogi og ætla sér að skila inn skriflegri greinargerð til yfirkjörstjórnar Kópavogs um sama efni.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi sá ekki ástæðu til að láta umboðsmenn vita af „gæðatjékki“
Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segist ekki hafa séð neina ástæðu til þess að láta umboðsmenn lista í kjördæminu vita af því að framkvæmt yrði „gæðatjékk“ á vinnubrögðum yfirkjörstjórnarinnar sem meðal annars fól það í sér að fara aftur yfir atkvæðin.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Kosningarnar kærðar
Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið
að kæra kosningarnar í kjördæminu til kjörbréfanefndar Alþingis
og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að
nýju í Norðvesturkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason, frambjóðandi Miðflokksins, kærir til lögreglu.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Lokaniðurstöður: Þau náðu kjöri
Listi yfir þá frambjóðendur sem hlutu kjör til Alþingis. Talsverðar breytingar urðu upp úr klukkan 18 þegar endurtalningu lauk í Norðvesturkjördæmi, sem hafði áhrif á úthlutun jöfnunarsæta innan hvers flokks.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.