Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tillögur Flokks fólksins í skattamálum kosta ríkissjóð á annað hundrað milljarða

Flokk­ur fólks­ins vill hækka skatt­leys­is­mörk í 350 þús­und krón­ur. Ef það yrði nið­ur­stað­an myndu tekj­ur rík­is­ins skerð­ast gríð­ar­lega. Ekk­ert er í hendi með hvernig á að mæta slík­um tekju­sam­drætti en flokk­ur­inn lof­ar að „fjár­magna kosn­ingalof­orð­in“. Sé rýnt í þau lof­orð fæst ekki séð hvernig á að standa við þau.

Tillögur Flokks fólksins í skattamálum kosta ríkissjóð á annað hundrað milljarða
Kosta hundruð milljarða Kosningaloforð Flokks fólksins myndu kosta hið opinbera óheyrilega háar fjárhæðir, yrðu þau að veruleika. Mynd: Flokkur fólksins

Ef kosningaloforð Flokks fólksins um hækkun á skattleysismörkum launatekna myndi verða að veruleika gæti það skert tekjur ríkissjóðs um á annað hundrað milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera á síðasta ári námu 1.246 milljörðum króna.

Í stefnuskrá Flokks fólksins segir að lágmarks framfærsla eigi að verða 350 þúsund krónur. Skattleysismörk verði færð upp í þá sömu upphæð en með því myndu skattleysismörk launatekna hækka um tæpar 182 þúsund krónur og skattleysismörk lífeyristekna hækka um 188.500 krónur.

Í september 2018 var birt skýrsla um jöfnuð í skattkerfinu sem dr. Haukur Arnþórsson vann fyrir Flokk fólksins. Þar var í útreikningum miðað við að ef skattleysismörk yrðu 300 þúsund krónur, með háuum en fallandi persónuafslætti, myndi hið opinbera verða af 32 milljörðum króna en að sama skapi myndi skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar minnka um allt að 54 milljarða króna. Tilfærsla skattbyrði tekjulágra til tekjuhárra yrði um 22 milljarðar króna. Ekki er að finna útreikning á því hversu mikið tekjutap hins opinbera yrði ef miðað er við 350 þúsund króna skattleysismörk en það yrði verulega mikið meira.

Í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins, frá því í september árið 2018 kemur hins vegar fram að yrðu skattleysismörk atvinnutekna hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði hefði ríkissjóður orðið af 149,3 milljörðum króna í tekjur árið 2017. Álagning tekjuskatts á einstaklinga árið 2017 var 168 milljarðar króna og hefðu skattleysismörk verið 300 þúsund krónur það ár hefði tekjuskattur rýrnað um 89 prósent.

Loforð án útfærslna rauði þráðurinn

Flokkur fólksins vill sömuleiðis að skerðingar í almannatryggingakerfinu verði afnumdar af atvinnutekjum undir 350 þúsund krónum. Þá hyggst flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur og að skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna verði afnumdar. Ekki kemur fram hvaða kostnaður myndi hljótast af þeim aðgerðum.

Samkvæmt svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í apríl árið 2019, myndu tekjur ríkissjóðs skerðast um 16 milljarða króna ef skerðingar ef frítekjumark lífeyristekna yrði fært í 100 þúsund krónur. 

Tryggja á öldruðum búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, að því er segir í stefnu Flokks fólksins. Í stefnu flokksins kemur ekki fram með hvaða hætti það verði gert, hver talin sé þörfin á uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarrýma í bráð og lengd né heldur hversu kostnaðarsöm slík uppbygging geti orðið. Þá vill flokkurinn að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti og að aldraðir haldi fullum yfirráðum yfir eigin fjármálum.

Tillögur Flokks fólksins myndu kollvarpa lífeyrissjóðakerfinu

Flokkur fólksins vill að lífeyrisréttindi erfist við andlát. Með því yrði horfið frá því samtryggingarkerfi sem núverandi lífeyrissjóðskerfi byggist að mestu leyti á og í stað þess tekið upp hreint séreignarkerfi. Í umsögn Landssambands eldri borgara (LEB) frá því í nóvember 2020, um þingsályktunartillögu Flokks fólksins í þessa veru, segir að það sé „Ijóst að mati LEB að ekki er hægt að taka upp erfðarétt í samtryggingu miðað við þau lög og reglur sem lífeyrissjóðir starfa eftir, enda er um réttindi að ræða en ekki eign viðkomandi sjóðfélaga.“

Allir öryrkjar fái þá heimild til að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án nokkurra skerðinga á lífeyrisgreiðslum. „Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.“

Flokkur fólksins hyggst afnema verðtryggingu húsnæðislána og jafnframt verði almenningi heimilt að endurfjármagna verðtryggð lán með óverðtryggðum lánum án þess að undirgangast lánshæfis- og greiðslumat. „Við ætlum að afnema með öllu himinhá uppgreiðslugjöld á lánasamningum sem Íbúðalánasjóður gerði á sínum tíma,“ segir einnig í stefnunni.

Flokkurinn hyggst þá berjast gegn húsnæðisskorti með því að „skapa hvata til aukinnar uppbyggingar á nýju húsnæði“. Ekki kemur fram hverjir þeir hvatar eigi að verða.

„Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!“

Flokkur fólksins hyggst tryggja fjármögnun heilbrigðiskerfisins að fullu og útrýma öllum biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Hvernig það verður gert skýrir flokkurinn ekki og gerir ekki tilraun til að leggja mat á hvaða kostnaður myndi fylgja, né hvaðan ætti að sækja peningana.

Flokkurinn vill að allar fiskveiðiheimildir verði innkallaðar. „Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!“ segir í stefnuskránni. Ekki kemur fram hvert það fulla verð ætti að vera. Fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar, lögfesta eigi slíkt ákvæði í stjórnarskrá, og þjóðin eigi að njóta auðlindarinnar.

Aðgerðir í loftslagsmálum megi ekki bitna á almenningi

Í umhverfismálum vill Flokkur fólksins að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, „án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á almenningi“. Sömuleiðis hyggst flokkurinn beita sér gegn grænum sköttum sem auki misskiptingu og fátækt. Þeir eigi að greiða mest sem mengi mest.

Ekkert kemur fram um hvaða grænu skattar það séu sem auki á misskiptingu og fátækt eða hvaða aðgerðir í þágu umhverfisverndar Flokkur fólksins telur að geti bitnað á almenningi. Hvergi er neitt að finna um aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, orkuskipti, kolefnisjöfnun eða nokkuð annað er snýr að loftslagsmálum. Þó segir að flokkurinn vilji nýta hreinar orkuauðlindir landsins til að draga úr mengun.

Ekki skýrt hvernig á að fjármagna loforðin

Hvað varðar fjármögnun á kosningaloforðum, sem fjallað er um í sérkafla, er fátt ef nokkuð í hendi hjá flokknum. Vissulega er tiltekið að fullt verð verði innheimt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni, eins og flokkurinn hamrar á, en engin tilraun er gerð til að leggja mat á hvert það verð eigi að vera eða hvaða fjárhæðum það muni skila.

Þá segir að færa eigi persónuafslátt frá hinum ríku til hinna efnaminni. Eins og fjallað er um hér að framan mun það hins vegar kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir ef persónuafsláttur verður hækkaður svo skattleysismörk nái 350 þúsund krónum. Þó stuðst sé við útreikninga sem Flokkur fólksins lét gera fyrir sig, en ekki við mat fjármála- og efnahagsráðherra, þýðir það að ríkissjóður yrði hið minnsta af tugum milljarða króna í tekjur, svo trauðla yrðu slíkar aðgerðir til að fjármagna kosningaloforð flokksins.

Þá vill flokkurinn að iðgjöld í lífeyrissjóð verði skattlögð strax en ekki við útborgun úr sjóðunum. Það muni „skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í auknar tekjur án þess að skerða lífeyrisréttindi fólksins.“ Þetta er ekki alls kostar rétt því um væri að ræða tilfærslu á fjármunum en ekki auknar tekjur. Þar með myndu lífeyrissjóðirnir einnig verða af fjármunum sem þeir gætu ávaxtað til að byggja upp lífeyrisréttindi, sem aftur yrði til þess að lífeyrisréttindi komandi kynslóða gætu skerst.

„Hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs“

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands til næstu fjörutíu ára mun hlutfall aldraðra þá aukast verulega næstu áratugum á sama tíma og draga mun úr fjölda fólks á vinnumarkaði. Útgjöld vegna málefna aldraðra munu því óhjákvæmilega aukast í framtíðinni. Ef af breytingunni sem Flokkur fólksins boðar yrði myndu tekjur ríkissjóðs vissulega aukast nú en dragast saman í framtíðinni þegar halda mætti því fram að enn meiri þörf væri á hærri tekjum vegna þess sem að framan er rakið.

Þá vill flokkurinn innleiða bankaskattinn að nýju, eftir því sem kemur fram í stefnuskrá flokksins. Óljóst er hvað átt er við hér þar eð bankaskattur er enn lagður á og skilaði tæpum 11 milljörðum króna í ríkissjóð á síðasta ári.

Að síðustu segir, í umfjöllun um hvernig Flokkur fólksins ætlar að fjármagna kosningaloforðin, að flokkurinn hyggist „hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs“. Alls óljóst er til hvers er verið að vísa hér, hver þessi óþarfa útgjöld séu og hversu mikið væri hægt að spara með því að draga úr þeim.

Flokkur fólksins mældist með 4,5 prósenta fylgi í nýjustu mælingu á fylgi flokka, sem MMR vann fyrir Morgunblaðið og birt var í morgun. Það myndi samkvæmt frétt blaðsins skila flokknum tveimur þingmönnum, báðum kjördæmakjörnum. Annar þeirra er Inga Sæland, formaður flokksins, sem væri síðasti kjördæmakjörni þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Á hitt ber að líta að vegna stærðar úrtaks könnunarinnar og vegna þess hversu margir flokkar næðu inn á þing, níu alls, er óvarlegt að treysta um of á slíkt niðurbrot.

Í þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var 30. ágúst sögðust 4,9 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Í alþingiskosningunum 2017 fékk flokkurinn 6,9 prósent atkvæða og fjóra þingmenn kjörna. Á kjörtímabilinu var tveimur þingmenn vísað úr flokknum og eru þingmenn hans því tveir nú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár