Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

„Sam­tals yrði kostn­að­ur rík­is­sjóðs við al­manna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öll­um skerð­ing­um al­manna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóð­stekna bæði elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í svari fé­lags- og barna­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

Skerðingar almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna elli- og örorkulífeyrisþega skila ríkissjóði samtals 46,5 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í svari félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Til samanburðar má nefna að heildarútgjöld ríkissjóðs til háskólastigsins munu nema 43 milljörðum árið 2020 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og heildarútgjöld til sjúkrahúsþjónustu 107 milljörðum.

Ef hætt yrði öllum skerðingum á ellilífeyri myndi það kosta ríkissjóð 42 milljarða en ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega myndi það kosta 37 milljarða. Afnám skerðinga vegna annarra tekna en lífeyrissjóðstekna myndi þannig kosta um 5 milljarða.

Fram kemur í svari ráðherra að ef dregið yrði úr skerðingum með innleiðingu sérstaks 100 þúsund króna frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna yrði kostnaðurinn 16 milljarðar.

Útreikningar taka til þeirra sem hafa fengið ákvarðaðan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins en ráðuneytið bendir á að til viðbótar eru um 6.600 einstaklingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkrunarheimili né sjúkrastofnunum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofnuninni.

„Ekki er hægt að áætla hversu margir þessara einstaklinga hafa ekki sótt um ellilífeyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekjuskerðingar ellilífeyris hefðu verið afnumdar eða dregið verulega úr þeim,“ segir í svari ráðherra. „Það er því erfitt að áætla hver kostnaður ríkissjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir einstaklingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostnaðurinn rúmlega 20.000 millj. kr. á ári. Líklega yrði kostnaðurinn þó lægri þar sem ólíklegt er að allir ættu rétt til ellilífeyris eða fulls lífeyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frestunar á töku lífeyris hefðu áhrif til lækkunar fjárhæðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár