Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Beinskeytt, hvatvís og gengur um eins og hún eigi svæðið“

Sam­þing­menn Ingu Sæ­land segja að ánægju­legt sé að um­gang­ast hana, þó hún byggi
til­vist sína ekki endi­lega á stað­reynd­um eða raun­veru­leika. Þing­menn úr stjórn og stjórn­ar­and­stöðu lýsa hér sýn sinni á þing­kon­una sem „nenn­ir engu kjaftæði“.

Viðmælendur mínir meðal stjórnmálamanna eru nokkurn veginn á einu máli um Ingu Sæland: Það sé erfitt að láta sér líka illa við hana, jafnvel þegar hún sýnir af sér undarlegt dómgreindarleysi og fer með tóma þvælu, jafnvel óboðlegt skrum.

Til þess ber að hún hefur ríka réttlætiskennd og er almennt glaðsinna og ánægjuleg í samskiptum.

Flokkur fólksins

Í stuttri grein verður ekki farið yfir lífshlaup Ingu, en látið nægja að mestu það sem hefur birzt okkur opinlega á undanförnum árum.

Inga Sæland er fædd 1959, Ólafsfirðingur að ætt og uppruna, fjögurra barna móðir, stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð, síðar stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og lauk svo BA-prófi í lögfræði frá þeim skóla árið 2016.

Sama ár stofnaði hún Flokk fólksins og hefur verið formaður hans frá upphafi.

Í mjög einfölduðu máli má segja að Flokkur fólksins hafi verið stofnaður til að berjast fyrir kjörum öryrkja og annarra lífeyrisþega, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár