Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sigmundur Davíð lofar almenningi aftur peningagjöfum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, hef­ur birt kosn­ingalof­orð flokks­ins, þar sem hann boð­ar að lagð­ar verði 100 þús­und krón­ur inn á hvern lands­mann á Full­veld­is­dag­inn og lands­menn fái af­hend­an hlut í Ís­lands­banka fyr­ir 250 þús­und krón­ur.

Sigmundur Davíð lofar almenningi aftur peningagjöfum
Vill gefa Íslandsbanka Síðast vildi Sigmundur Davíð gefa landsmönnum Arion banka. Það gekk ekki eftir og nú er röðin komin að Íslandsbanka. Mynd: Geirix / Pressphotos

„Verði ríkissjóður rekinn með afgangi fá allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan til jafns 1. desember árið eftir.“

Þetta er fyrsta áhersluatriðið í tíu liða kosningastefnu Miðflokksins sem kynnt var í gær. Greina má enduróm frá árinu 2013 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá formaður Framsóknarflokksins en nú formaður Miðflokksins, kynnti einnig kosningastefnu sem gekk út á að greiða almenningi milljarða króna úr ríkissjóði, kosningaloforð sem kallað var „Leiðrétting“.

Leiðréttingin sneri að því að greiða þeim Íslendingum sem hefðu verið með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2008 og 2009 allt að 72 milljarða í skaðabætur vegna hækkunnar lána þeirra eftir að verðbólga hækkaði upp úr öllu valdi með fjármálahruninu. Um 35 prósent þeirra sem töldu fram til skatts hér á landi áttu rétt á þeirri niðurgreiðslu.

Fyrir kosningarnar 2017 hafði dregið til mikilla tíðinda í pólitísku lífi Sigmundar Davíðs. Í kjölfar uppljóstrana um eignir hans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í félaginu Wintris, sem greint var frá í umfjöllunum um Panama-skjölin, neyddist Sigmundur Davíð til að segja af sér sem forsætisráðherra og var svo felldur sem formaður Framsóknarflokksins. Hann stofnaði svo Miðflokkinn haustið 2017 og bauð fram til Alþingis. Eitt helsta kosningaloforð flokksins fyrir þær kosningar var að gefa landsmönnum þriðjungshlut í Arion banka, eftir að ríkið hefði nýtt sér forkaupsrétt á honum. Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn kjörna en hefur setið í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Þjóðin fékk aldrei hluta af Arion banka gefins en hluti þjóðarinnar fékk vissulega greidda peninga með Leiðréttinginni. Þeir fjármunir runnu að raunar mestmegnis til þess helmings þjóðarinnar sem mestar eignir átti, alls 52 milljarðar króna.

Lofa auðlindagjaldi og hlut í banka í vasa kjósenda

Svo vikið sé aftur að stefnuskrá þeirri sem Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn kynntu í gær endurómar nú þetta kosningaloforð, um eignarhlut þjóðarinnar í Arion banka, þar að nýju. Þó er sú breyting orðin á að í þetta skipti er það Íslandsbanki sem á að gefa þjóðinni þriðjungshlut í. Með því fái þjóðin „tækifæri til að taka þátt í endurreisn fjármálakerfisins og beina hlutdeild í því sem almenningur á nú þegar,“ eins og segir í stefnuskránni. Samkvæmt því sem þar kemur fram ætti núverandi markaðsvirði hvers og eins að vera um kvartmilljón króna og heimilt yrði að selja hlutinn á eftir lok árs 2023.

„Á fullveldisdaginn, 1. desember ár hvert, fær hver fullorðinn Íslendingur greitt auðlindagjald“

Þessi loforð tvö, um að kjósendur fái endurgreiddan afgang af rekstri ríkissjóðs og eignarhlur í Íslandsbanka, eru þá aldeilis ekki eina loforð flokksins um peningagreiðslur til almennings. Ennfremur er því lofað að hver fullorðinn einstaklingur fá árlega greitt auðlindagjald. Fyrsta árið nemi greiðslan 100 þúsund krónum. „Á fullveldisdaginn, 1. desember ár hvert, fær hver fullorðinn Íslendingur greitt auðlindagjald,“ segir í stefnuskránni.

„Látum almenning ekki bíða eftir því að stjórnvöld leysi gjaldtöku vegna auðlindanýtingar,“ segir í stefnuskránni og tiltekið að greiðslan verði fjármögnum með auðlindagjöldum sem til að byrja með verði innheimt með veiðigjöldum, hagnaði Landsvirkjuna og sölu losunarheimilda. Þó er tiltekið að auðlindagjöld verði til þess fallin að stuðla að arðbærri nýtingu en „lýðskrumarar munu ekki geta lagt á óhófleg gjöld sem skila skammtíma ávinningi en langtíma tjóni.“

Treysta séreignarstefnuna í sessi og standa vörð um einkabílinn

Í stefnuskránni er jafnframt sett fram sú áhersla að húsnæðiskerfið hér á landi muni í enn frekara mæli verða byggt upp á séreignarstefnu. Ríkið veiti þannig mótframlag sem gefi „öllum tækifæri til að eignast húsnæði“. Að sama skapi á að standa vörð um einkabílinn því hverfa frá stefnu „sem gerir tekjulægra fólki erfitt fyrir að eiga eða reka eigin bíl og komast leiðar sinnar. Það verði meðal annars gert með 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda.

Auk þessa er lögð áhersla á að allir landsmenn skulu eiga rétt á sömu þjónustu óháð búsetu. Það sem skorti á innviði eða aðrar aðstæður til að jafnræði ríki skuli bætt og aðgangur að heilbrigðisþjónustu og námi verði tryggður með fjárhagsaðstoð. Raforku- og húshitunarkostnaður verði jafnaður um allt land og í þeim byggðarlögum þar sem íbúar búa við skerta þjónustu skuli veita þeim skattaafslátt. Ekki kemur fram hvernig fjármagna skuli slíkar aðgerðir, en ljóst er að það verður tæplega gert með auðlindagjaldi eða sölu Íslandsbanka, í ljósi þess sem fyrr er nefnt.

Þá vill flokkurinn að lífeyrir og bætur Tryggingastofnunar verði miðaðar við lágmarkslaun, lífeyrisgreiðslur eru eru fjármagnstekjur verði skattlagðar sem slíkar og hindranir á atvinnu eldra fólks verði afnumdar. Frítekjumark atvinnutekna verði hækkað í hálfa milljón króna á mánuði og þar trompar Miðflokkurinn Samfylkinguna rækilega, en eins og greint var frá í frétt Stundarinnar fyrr í dag boðar Samfylkingin að frítekjumark verði 200 þúsund krónur.

Þá er flokknum umhugað um tjáningarfrelsið. Samkvæmt stefnuskránni skal innleiða lög til að verða Íslendinga „fyrir því að stofnanir eða fyrirtæki, innlend eða erlend, láti fólk gjalda skoðana sinna“. Þess ber þó að geta að Sigmundur boðaði sjálfur árið 2017 að hann ætlaði í meiðyrðamál gegn þremur fjölmiðlum, sem væntanlega voru RÚV, Kjarninn og Stundin, vegna umfjöllunar um fjármál hans og eiginkonu hans.

Miðflokkurinn mældist í nýrri könnun MMR og Morgunblaðsins, sem birt var í morgun, með 6,2 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því fjóra menn kjörna á þing. Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 sem birt var síðastliðinn þriðjudag mældist flokkurinn með 5,1 prósent fylgi. Í kosningunum 2017 fékk Miðflokkurinn 10,9 prósent atkvæða og sjö þingmenn kjörna. Á kjörtímabilinu gengu tveir þingmenn til liðs við flokkinn úr Flokki fólksins og á flokkurinn því níu sitjandi þingmenn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár