Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar Mið­flokks­ins lýsa áhyggj­um sín­um af upp­gangi po­púl­isma í er­indi til Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Mið­flokk­ur­inn fell­ur að skil­grein­ing­um um po­púl­ista­flokka.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
Hafa áhyggjur af popúlisma Þau Tómas Ellert og Vigdís lýsa í erindi sínu áhyggjum af uppgangi popúlisma. Miðflokkurinn sjálfur uppfyllir hins vegar hefðbundnar skilgreiningar um popúlistaflokka og þau Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, uppfylla líka skilgreiningar sem popúlískir leiðtogar.

Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins hafa áhyggjur af uppgangi popúlisma og að ekki sé gætt að lýðræðislegum sjónarmiðum og valddreifingu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðflokkurinn sjálfur ber hins vegar greinilega merki popúlistaflokka og vitna rannsóknir þar um.

Sveitarstjórnarfulltrúarnir Tómas Ellert Tómasson, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hafa sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga  erindi þar sem þau grennslast fyrir um störf starfshóps um endurskoðun á samþykktum sambandsins. Vísa þau til þess að eftir landsþing sambandsins í september 2018 hafi nokkrir þingfulltrúa lýst vonbrigðum sínum með hvernig staðið væri að kjöri í stjórn og til formennsku í sambandinu. „Mátti skilja á máli þeirra að um andlýðræðisleg vinnubrögð væri að ræða af hálfu yfirstjórnar sambandsins sem væru í engum takti við þá stefnu sem sambandið sjálft boðar, á tyllidögum,“ segir í erindi Miðflokksfólksins.

Í framhaldinum var samþykkt að ný stjórn sambandsins skipaði starfshóp til að endurskoða samþykktir þess er lúta að kosningu til stjórnar og embættis formanns. Var sá hópur skipaður undir lok árs 2018 og átti að ljúka störfum um síðustu áramót. Fara þau í erindi sínu fram á svör við því hvort gætt hafi verið að lýðræðislegum sjónarmiðum við skipan starfshópsins, hverjir skipi hann, hvort vinnu hans sé lokið og hvar og hvenær niðurstaða vinnunnar verði kynnt.

Taka undir áhyggjur framkvæmdastjóra ÖSE

Í erindi sínu vísa þau Vigdís og Tómas Ellert til viðtals við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), í Kastljósi Ríkisútvarpsins 9. janúar síðastliðinn. Í erindi Miðflokksfólks segir að Ingibjörg Sólrún hafi í því viðtali sagt að vaxandi stuðningur við popúlistaflokka í Evrópu væri áhyggjuefni þar sem hugmyndir um valddreifingu og málamiðlanir væru á undanhaldi. Miðflokksfólk segir að það taki undir orð og áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar og því óski þau svara um störf starfshópsins.

„Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu“

Í viðtalinu sagði Ingbjörg Sólrún ennfremur að fram væri að koma ný hugmynd um lýðræði sem fælist í því að hinir sterku væru sigurvegarar, að þeir tækju til sín allt vald í stað þess að deila því og gera málamiðlanir. „Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu. Sagan segir okkur að þar er mikil hætta á ferðum vegna þess að því meiri pólariseringu því meiri andúð sem við ölum á í samfélaginu þeim mun líklegra er að átök brjótist út.“

Miðflokkurinn er popúlistaflokkur

Í ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian frá því í nóvember 2018, um uppgang popúlistaflokka í Evrópu, er Miðflokkurinn sjálfur skilgreindur sem popúlistaflokkur. Meðal þeirra sem aðstoðuðu Guardian við greininguna voru Ólafur Þ. Harðarsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Hulda Þórisdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild sama skóla. Í umræddri umfjöllun eru popúlistaflokkar skilgreindir á nokk hefðbundinn hátt innan stjórnmálafræði, að popúlistaflokkar aðhyllist þá hugmyndafræði að samfélög skiptist í tvær andstæðar fylkingar, hreinlynt fólk annars vegar og spillta elítu hins vegar. Popúlistaflokkar halda þá á lofti þeirri skoðun að stjórnmál eigi að snúast um almannavilja en ekki elítisma.

„Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað“

Í lokaritgerð Daða Ómarssonar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá því í júní 2019 er fjallað um popúlisma í íslenskum stjórnmálum. Þar segir meðal annars: „Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað enda er flokkurinn að mörgu leyti hugarfóstur formannsins.“ Þá er það niðurstaða Daða að skipulag og orðræða flokksins falli vel að skilgreiningu á popúlisma.

Blaðamaðurinn Gabríel Benjamin hefur undanfarin tvö ár unnið að rannsókn á hugtakinu popúlisma sem hluta af meistaraverkefni sínu í heimspeki við Háskóla íslands. Í grein sem birtist í Stundinni í júní 2018 lýsir hann þeim niðurstöðum sem hann hafði komist að, meðal annars því að Miðflokkurinn sé stærsta popúlíska hreyfing Íslands. Þá er það niðurstaða Gabríels að Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, beri öll einkenni popúlísks leiðtoga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár