Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vilja minnka umsvif ríkisins en svara því ekki hvernig á að afla tekna

Efna­hags­stefna Við­reisn­ar inni­held­ur fá­ar út­færð­ar áhersl­ur aðr­ar en að Ís­land gangi í ESB og taki upp evru. Mik­ið púð­ur er lagt í um­hverf­is­stefnu flokks­ins en stefn­ur í öðr­um mála­flokk­um meira á reiki. Flokk­ur­inn vill heim­ila dán­ar­að­stoð og lög­leiða fíkni­efni.

Vilja minnka umsvif ríkisins en svara því ekki hvernig á að afla tekna
Vilja inn í ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og flokksfélagar hennar í Viðreisn, hvar hún er formaður, telja það inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru besta skref sem Ísland getur tekið í efnahagsmálum.

Draga á úr ríkisumsvifum og lækka skuldir ríkissjóðs, beita hóflegri og réttlátri skattlagningu, beita einkarekstri í meira mæli og taka upp veggjöld í stað skattheimtu til vegaframkvæmda. Þá á að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2040.

Þetta er meðal helstu áherslumála Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Í mörgum tilvikum er orðalag í stefnu flokksins mjög almennt og mikið vantar upp á að útfærðar séu leiðir til að fjármagna framkvæmdir eða verkefni sem flokkurinn vill að ráðist verði í, komist hann í aðstöðu til þess að afloknum kosningum. Segja má með sanngirni að í efnahagsstefnu flokksins sé að finna hvað fæstar skýrar áherslur en meira um almennar leiðir. Það er þó stefna flokksins að Ísland ætti ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, og með því væri stigið mikilvægt skref í átt að bættum lífskjörum og auknum kaupmætti almennings með lægra vaxtastigi auk annars.

Þó margt í stefnu flokksins sé almennt orðað eins og fyrr segir má þó finna handföst málefni sem flokkurinn talar fyrir. Þannig er umhverfisstefna flokksins ítarleg en vikið verður að henni síðar. Annað sem vekur athygli í stefnu Viðreisnar er vilji þeirra til að lögleiða fíknefni, heimila dánaraðstoð, taka upp uppboðskerfi með fiskveiðiheimildir og innleiða sveigjanleg starfslok, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað er réttlát og hófleg skattlagning?

Því sem næst hvergi í stefnuskrá Viðreisnar er að finna útfærðar hugmyndir um það hvernig beri að afla ríkissjóði fjár. Í umfjöllun flokksins um efnahagsmál kemur fram að Viðreisn vill draga úr ríkisumsvifum, lækka skuldir hins opinbera og einfalda stjórnsýslu. Ekki er tilgreint hvaða ríkisumsvifum væri hægt að draga úr né með hvaða hætti eigi að einfalda stjórnsýslu. Þá eru engar leiðir kynntar í þeim efnum að lækka skuldir hins opinbera. Vissulega má þó sjá fyrir sér að skuldir hins opinbera gætu lækkað ef ríkið hættir að sinna útgjaldafrekri þjónustu, til að mynda.

Hvað varðar tekjuöflun ríkissjóðs vill Viðreisn að hún byggist á réttlátri og hóflegri skattlagningu, þar sem allir beri réttlátar byrðar. Engin tilraun er gerð til að skilgreina hvað sé réttlát eða hófleg skattlagning, eða hvernig réttlátt sé að byrðarnar skiptist. Ekki er vikið orði að því hvort þrepaskipta eigi skattkerfinu í meira mæli en nú er gert eða hvort einfalda eigi það, hvergi er rætt um skattprósentur og ekki er fjallað um persónuafslátt eða skattleysismörk. Þá er hvergi fjallað um skatt á fjármagnstekjur eða eignir og engin tilraun gerð til að leggja mat á það hverjar skatttekjur ríkissjóðs gætu orðið eða þyrftu að vera, til að standa undir verkefnum eða til að lækka skuldir hins opinbera.

Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040

Umhverfisstefna Viðreisnar er víðtæk og í henni eru sett fram tímasett markmið í mörgum liðum. Þannig vill flokkurinn að heildarlosun á gróðurhúsalofttegundum verði helminguð á hverjum áratug og að árið 2030 verði losun á beinni ábyrgð Íslands 60 prósentum lægri en hún var árið 2005. Draga ætti úr losun frá staðbundnum iðnaði sem falli undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir um 43 prósent árið 2030 miðað við 2005. Losun vegna landnotkunar á að nema helmingi af því sem hún var árið 2020 þegar kemur fram á árið 2030 og stefnt er að því að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Til þess að af þessu verði vill flokkurinn beita ýmsum leiðum. Fyrir árið 2040 ætti Ísland að vera laust við jarðefnaeldsneyti og í því skyni á að hætta nýskráningum bensín og díselbíla árið 2025, eftir fjögur ár. Viðreisn vill jafnframt að leit að, og vinnsla, jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu verði bönnuð. Setja á þau markmið að fyrir árið 2030 verði endurnýjanleg orka í skipum orðin 50 prósent.

„Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum“

Stuðla þarf að hröðum orkuskiptum á öllum sviðum. Viðreisn telur skilvirkasta og öflugasta verkfæri stjórnvalda til þess vera hagræna hvata á borð við kolefnisgjald, sem leggist á alla losun. „Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum. Þannig verði hægt að ná mikilvægri sátt um loftslagsaðgerðir og tryggja að þeir borgi sem mengi.“

Með þeim markmiðum sem sett eru fram um samdrátt verði leitast við að ná hið minnsta 7,6 prósenta árlegum samdrætti á heildarlosun. Auk þessara þátta er yfirgripsmikil umfjöllun um umhverfis- og loftslagsmál í stefnu Viðreisnar. Þar er meðal annars tæpt á því að Ísland verði að axla sína ábyrgð og taka á móti fleira kvótaflóttafólki sem er á flótta vegna loftslagsbreytinga. Koma þurfi á skilvirku hringrásarhagkerfi, þar sem dregið verði úr myndun úrgangs og endurvinnsla aukin, meðal annars með því að draga úr matarsóun um 60 prósent árið 2030 miðað við yfirstandandi ár. Stefna Viðreisnar er þá að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, vernda og endurheimta vistkerfi, meðal annars endurheimt votlendis og útbreiðslu náttúruskóga.

Þó stefna Viðreisnar í umhverfis- og loftslagsmálum sé bæði ítarleg og víðtæk kemur lítið fram um hvernig fjármagna eigi þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til. Vissulega er það stefna flokksins að þeir sem mengi borgi fyrir það en ýmsar aðrar aðgerðir sem flokkurinn vill grípa til verða þó vart fjármagnaðar nema með fjármunum úr ríkissjóði. Hvergi kemur fram mat á því hvað umræddar aðgerðir gætu kostað.

Vilja fara uppboðsleið í sjávarútvegi

Þegar kemur að utanríkismálum er það stefna Viðreisnar að Ísland gangi í Evrópusambandið. Því vill flokkurinn að samningaviðræðum um aðild verði lokið og samningur verði lagður í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Þá vill Viðreisn að gengi krónunnar verði bundið við evru, með samningi við Seðlabanka Evrópu, sem fyrsta skref að upptöku evru.

Í umfjöllun um atvinnumál kemur meðal annars fram að Viðreisn lítur svo á að sjávarauðlindin sé þjóðareign og réttur til veiða skuli bundin tímabundnum leigusamningum til tveggja til þriggja áratuga. Hluti kvóta verði boðin upp á markaði ár hvert og útgerðin greiði fyrir afnot af fiskimiðunum í samræmi við markaðsverðmæti aflaheimilda. Þannig náist sanngjarnt gjald og meiri arðsemi í greininni án þess að kerfinu sé kollvarpað. Ekki er gerð tilraun til að leggja mat á hverju slík uppboðsleið myndi skiila þjóðarbúinu.

Fiskeldi þarf að byggja upp sem sterka atvinnugrein á þeim svæðum þar sem tilskilin leyfi liggja þegar fyrir. Þó verði vitanlega að huga að umhverfisáhrifum.  

Horfið verði frá framleiðslutengdu styrkjakerfi í landbúnaði

Byggja þarf ferðaþjónustuna upp með skýrri framtíðarsýn til að tryggja sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma. Fjárfesta þarf í innviðum á ferðamannastöðum um allt land, til að vernda umhverfi og náttúru og tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Ekki er nefnt með hvaða hætti á að fjármagna uppbyggingu innviða og ekki er fjallað um heimildir til innheimtu gjalda sérstaklega, utan að í stefnunni segir að innheimta gjalda verði samræmd á svæðum sem heyra undir hið opinbera.

Viðreisn vill þá að styrkjakerfi landbúnaðar verði endurskoðað til að efla greinina og auka sjálfbærni. „Mikilvægt er að ýta undir aukna fjölbreytni og nýsköpun með stuðningi við verkefni á borð við skógrækt, lífrænan landbúnað, landgræðslu, vöruþróun, endurheimt votlendis, smávirkjanir og ferðaþjónustu.“ Styrkjakerfið verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt og fjallað er sérstaklega um landbúnað einnig í umhverfisstefnu flokksins í þessu samhengi. Ekki er vikið að því hvort sambærilegar upphæðir verði greiddar í geiranum og gert er í dag eða hvort stefna flokksins sé að draga þar úr eða auka við.

Boða aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Í umfjöllun um heilbrigðismál leggur Viðreisn áherslu á að heilbrigðisþjónusta eigi að standa öllum til boða óháð efnahag. Veita á fólki þjónustuna, óháð því hvaða rekstrarform er nýtt til þess. Er hér átt við að einkrekstur í heilbrigðisþjónustu verði nýttur samhliða opinberum rekstri. „Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing,“ segir í stefnu flokksins. Blönduð leið sé best og „þess vegna hafnar Viðreisn aðför núverandi ríkisstjórnar að sjálfstætt starfandi stofum og sérfræðingum.“ Afleiðingar þess séu óboðlegir biðlistar og aukinn kostnaður. Væntanlega er hér meðal annars verið að vísa til þess að ekki hefur verið samið við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna auk þess sem deilur hafa staðið milli sjúkraþjálfara og annarra greina innan heilbrigðiskerfisins við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið um greiðsluþátttöku og samninga.

„Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing“

Landspítalinn verður að fá nauðsynlega fjármuni til að standa undir kröfum sem til hans eru gerðar að mati Viðreisnar. Ótækt er að sóttvarnaraðgerðir séu óþarflega íþyngjandi vegna fjárskorts heilbrigðiskerfisins. Ekki kemur fram hversu miklum fjármunum þurfi að veita til þess að svo megi verða, hvorki til Landspítalans eða til heilbrigðiskerfisins í heils. Þá vill Viðreisn að aðgegni að hraðprófum vegna Covid-19 verði stóraukið til að hægt sé að létta á takmörkunum.

Viðreisn vill að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og að sjúkratryggingar fái fjármagn til að semja við sjálfstætt starfandi meðferðaraðila. Ekki kemur fram hversu mikið flokkurinn vill niðurgreiða þjónustuna eða hvað það gæti kostað ríkissjóð.

Stefna að almennri upptöku veggjalda

Í velferðamálum vill Viðreisn að allir lífeyrisþegar almannatrygginga fái lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Þá skal skerðingum hætt. Ekki kemur fram hvaða kostnaður verði þessu fylgjandi.

Þegar horft er sérstaklega til málefna eldra fólks vill flokkurinn að framboð af hjúkrunarheimilum þarf að vera í samræmi við fyrirsjáanlega þörf og að tryggja þarf búsetuúrræði fyrir eldra fólk. Ekki er lagt mat á það hversu mörg hjúkrunarými vanti eða hvaða fjármunir þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja nauðsynlegan fjölda þeirra í bráð og lengd.

Viðreisn vill þá lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjölga á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð.

„Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna“

Sveitarstjórnarstigið á að styrkja með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Ekki kemur fram hvort Viðreisn boði lögþvingaðar sameiningar með þessari áherslu. Hóflegar álögur á að leggja á íbúa og fyrirtæki og tala fyrir skattalækkunum þegar við á. Þá vill flokkurinn tryggja dagvistun barna frá 12 mánaða aldri.

Sveitarfélög eiga jafnframt ekki að standa í samkeppnisrekstri. Ekki er útskýrt hvað átt er við hér en benda má á að ýmis sveitarfélög standa í samkeppnisrekstri þegar kemur að raforkuvinnslu, í úrgangsmálum og öðrum málaflokkum. Því ætti til að mynda að slíta byggðasamlaginu Sorpu á þessum grundvelli, en fyrirtækið er sannarlega að hluta í samkeppnisrekstri.

Ráðast á í stórátak í innviðafjárfestingum að mati Viðreisnar. Þannig þarf að ráðast í stórátak í uppbyggingu dreifikerfis rafmagns og hraða þrífösun í dreifbýli. Fjárfesta á í samgöngukerfinu og horfa beri til aðkomu einkaaðila í slíkum verkefnum. „Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna og láta slíka gjaldtöku taka mið, m.a. af umhverfisáhrifum og álagi á vegakerfið,“ segir í stefnu Viðreisnar. Sé tekið mið af orðanna hljóðan virðist flokkurinn vera að boða að veggjöld verði tekin upp á þjóðvegum almennt. Þegar vísað er til núverandi gjaldstofna er væntanlega verið að vísa til tekjustofna á borð við bifreiðagjald, olíugjald, sérstakt vörugjald af bensíni auk annarra gjaldstofna. Þess ber þó að geta að frá árinu 2016, með upptöku laga um opinber fjármál, markast útgjöld til samgönguframkvæmda ekki lengur af umræddum gjaldstofnum heldur af ríkistekjum almennt. Þó eru umrædd gjöld enn innheimt.

Ríki og kirkja verði aðskilin

Í innanríkismálum styður Viðreisn að verulegar endurbætur verði gerðar á stjórnarskrá og að litið verði til tillagna stjórnlagaráðs en einnig annarra hugmynda sem komið hafa fram siðan. Aðskilja eigi ríki og kirkju og ríkið hætti innheimtu og greiðslu sóknargjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga.

Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna og afglæpavæðing þeirra sé rökrétt fyrsta skref í þeim efnum. Ekki kemur fram hvort Viðreisn sé þeirrar skoðunar að lögleiða eigi öll fíkniefni, hörð efni á borð við kókaín og amfetamín jafnt sem kannabisefni til að mynda.

„Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir“

Í umfjöllun um mannréttindamál segir að tryggja verði fólki á flótta og hælisleitendum mannsæmandi skjól hér á landi. „Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir.“ Byggja eigi upp réttlátt fjölmenningarsamfélag hér á landi.

Mikil áhersla er lögð á jafnréttismál í stefnu flokksins, þar sem allri mismunun er hafnað. Undirstrikað er í stefnu Viðreisnar að kynbundið ofbeldi sé ólíðandi. „Kynbundið ofbeldi skal uppræta með opinni umræðu, ásamt forvörnum og fræðslu. Lögregla, ákæruvald og dómstólar þurfa að vera í stakk búin til að sinna þessum mikilvægu og viðkvæmu málum og þjónusta þarf að vera til staðar fyrir þolendur um land allt. Brýnt er að tryggja þolendum ofbeldis nauðsynlegan stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að styrkja réttarstöðu brotaþola og efla traust þeirra á kerfinu, veita þeim aðild í sakamálum og skerpa hlutverk réttargæslumanna. Auka þarf aðgengi þeirra sem beita ofbeldi að úrræðum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Þá þarf að veita þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd og stuðning.“

Í nýjustu skoðankönnun á fylgi flokka fyrir alþingiskosningarnar, þjóðarpúls Gallup sem Rúv greindi frá fyrir þremur dögum, mældist Viðreisn með stuðning 10,6 prósenta aðspurðra. Það myndi skila flokknum sjö þingmönnum. Í könnun MMR fyrir Morgunblaðið frá 26. ágúst mældist flokkurinn með 10,4 prósenta fylgi og sex þingmenn. Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 24. ágúst mældist flokkurinn með 10,7 prósenta stuðning. Í alþingiskosningunum 2017 fékk Viðreisn 6,7 prósent greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna á þing.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
2
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
3
Fréttir

Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
Yngvi Sighvatsson
4
Aðsent

Yngvi Sighvatsson

Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
Þórey Sigþórsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Þórey Sigþórsdóttir

Óvænt­ur miss­ir stærsti lær­dóm­ur­inn

Þórey Sig­þórs­dótt­ir var ný­bú­in að ferma eldra barn sitt og yngra barn henn­ar var 7 mán­aða þeg­ar móð­ir henn­ar lést langt fyr­ir ald­ur fram. Miss­ir­inn, eins erf­ið­ur og hann er, er henn­ar stærsti lær­dóm­ur. „Hann kostaði sitt, það tek­ur mörg ár að læra að lifa með sorg­inni, en hann ýtti mér líka út í and­lega veg­ferð með sjálfa mig sem er ferða­lag sem tek­ur eng­an enda.“
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Lífeyrissjóðurinn treystir því að stjórnendur Alvotech falli ekki í freistni
7
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn treyst­ir því að stjórn­end­ur Al­votech falli ekki í freistni

Tvær lög­manns­stof­ur í Banda­ríkj­un­um rann­saka nú meint lög­brot í starf­semi Al­votech. Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið gef­ur lít­ið fyr­ir rann­sókn­irn­ar og seg­ir þær ein­fald­lega til­raun til að búa sér til tekj­ur.

Mest lesið

  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    1
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
    2
    RannsóknFernurnar brenna

    Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

    Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
  • Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
    3
    Fréttir

    Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

    „Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
  • Yngvi Sighvatsson
    4
    Aðsent

    Yngvi Sighvatsson

    Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

    Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
  • Þórey Sigþórsdóttir
    5
    Það sem ég hef lært

    Þórey Sigþórsdóttir

    Óvænt­ur miss­ir stærsti lær­dóm­ur­inn

    Þórey Sig­þórs­dótt­ir var ný­bú­in að ferma eldra barn sitt og yngra barn henn­ar var 7 mán­aða þeg­ar móð­ir henn­ar lést langt fyr­ir ald­ur fram. Miss­ir­inn, eins erf­ið­ur og hann er, er henn­ar stærsti lær­dóm­ur. „Hann kostaði sitt, það tek­ur mörg ár að læra að lifa með sorg­inni, en hann ýtti mér líka út í and­lega veg­ferð með sjálfa mig sem er ferða­lag sem tek­ur eng­an enda.“
  • Þórður Snær Júlíusson
    6
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

    Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
  • Lífeyrissjóðurinn treystir því að stjórnendur Alvotech falli ekki í freistni
    7
    FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

    Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn treyst­ir því að stjórn­end­ur Al­votech falli ekki í freistni

    Tvær lög­manns­stof­ur í Banda­ríkj­un­um rann­saka nú meint lög­brot í starf­semi Al­votech. Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið gef­ur lít­ið fyr­ir rann­sókn­irn­ar og seg­ir þær ein­fald­lega til­raun til að búa sér til tekj­ur.
  • Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela er meiri en Íslendinga
    8
    FréttirFlóttamenn frá Venesúela

    At­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er meiri en Ís­lend­inga

    Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur sagt að flótta­menn frá Venesúela komi með­al ann­ars til Ís­lands til að setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið. Þing­mað­ur­inn Birg­ir Þór­ar­ins­son hef­ur einnig sagt þetta. Gögn frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu sýna hins veg­ar að at­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er 86,5 pró­sent.
  • Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
    9
    Viðtal

    Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

    Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
  • Hrafn Jónsson
    10
    Pistill

    Hrafn Jónsson

    Þjóðarósátt

    Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.

Mest lesið í vikunni

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
2
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Hús­verð­ir eigna sinna

Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.
Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
4
Fréttir

Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
5
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
6
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Yngvi Sighvatsson
7
Aðsent

Yngvi Sighvatsson

Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?

Mest lesið í mánuðinum

Þóra Dungal fallin frá
1
Menning

Þóra Dungal fall­in frá

Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
2
GreiningElítusamfélagið á Nesinu

Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
Líf mitt að framanverðu
3
Það sem ég hef lært

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Líf mitt að framan­verðu

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
4
Viðtal

Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
5
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
6
Fréttir

Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
7
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.

Mest lesið í mánuðinum

  • Þóra Dungal fallin frá
    1
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
    2
    GreiningElítusamfélagið á Nesinu

    Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

    Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
  • Líf mitt að framanverðu
    3
    Það sem ég hef lært

    Sigmundur Ernir Rúnarsson

    Líf mitt að framan­verðu

    Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
  • Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
    4
    Viðtal

    Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

    Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    5
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
    6
    Fréttir

    Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

    Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.
  • Sif Sigmarsdóttir
    7
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Hús­verð­ir eigna sinna

    Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.
  • Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
    8
    RannsóknFernurnar brenna

    Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

    Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
  • Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
    9
    Fréttir

    Borg­aði 2 millj­ón­ir fyr­ir sögu­frægt hús á Flat­eyri sem met­ið er á 20

    Sögu­frægt timb­ur­hús á Flat­eyri var selt til einka­að­ila í fyrra fyr­ir 1/10 af fast­eigna­mati. Í hús­inu er rek­in bóka- og gjafa­vöru­versl­un. Minja­sjóð­ur Ön­und­ar­fjarð­ar réði ekki við að fjár­magna end­ur­bæt­ur á hús­inu og reyndi að gefa Ísa­fjarð­ar­bæ það. Þeg­ar það gekk ekki bauðst eig­anda versl­un­ar­inn­ar, 'Ág­ústu Guð­munds­dótt­ur, tæki­færi á að kaupa það fyr­ir yf­ir­töku skulda.
  • Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
    10
    Fréttir

    Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

    „Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.

Nýtt efni

Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.
Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.