Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi

Formað­ur Við­reisn­ar seg­ir ná­granna­lönd­in ganga miklu lengra en Ís­land hvað varð­ar inn­spýt­ingu í efna­hags­líf­ið. Skort­ur á að­gerð­um muni leiða til dýpri kreppu en ella.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki ganga nógu langt og séu litlar miðað við það sem er gert í nágrannalöndum. Stærstur hluti pakkans sé í formi lána og frestunar á greiðslum en ekki eftirgjöf þeirra.

„Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á að betra sé að gera meira en minna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að höggið verði of þungt og setja allan kraft í að tryggja viðspyrnu íslensks efnahagslífs hið fyrsta,“ skrifar hún í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þorgerður Katrín segir svartsýnustu spár sýna að efnahagsleg áhrif COVID-19 muni ná lengra en fram á næsta ár. „Til skamms tíma fáum við lítið við ráðið. Það má segja að ýtt hafi verið á pásu í hagkerfum heimsins í bili. Það eru rétt viðbrögð enda líf og heilsa fólks í algerum forgangi við aðstæður sem þessar. Til lengri tíma litið munu aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum hins vegar skipta sköpum um það hversu hratt einstök lönd jafna sig á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Of lítil eða of sein viðbrögð auka líkurnar á mun meira efnahagslegu tjóni en ella. Að fleiri störf tapist og að kaupmáttarskerðing heimilanna verði meiri. Slík þróun leiðir af sér dýpri og langvinnari efnahagssamdrátt en annars hefði orðið.“

Bendir hún á að nágrannalönd Íslands hafi gripið til fordæmalausra aðgerða og efnahagslegrar innspýtingar. Aðgerðir ríkisstjórnar Íslands séu þó ekki í samræmi við vandann. „Þótt ríkisstjórnin kysi að kalla þetta umfangsmestu efnahagsaðgerðir sögunnar blasir við að þær eru t.d. mun minni að umfangi en efnahagsaðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Íslensk stjórnvöld eru líka aðeins hálfdrættingar á við nágrannalönd okkar þegar kemur að fyrstu aðgerðum. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi er hlutfallslega mun meira en víðast hvar annars staðar. Hér á landi voru ferðamenn á hvern íbúa nærri sjö árið 2018 samanborið við liðlega einn að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sama ár. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem verður langverst úti vegna kórónuveirunnar og því er fyrirsjáanlegt að hér munu tapast fleiri störf og heimili landsins verða af meiri tekjum en annars staðar.

„Rétt er að hafa í huga að stærstur hluti aðgerða stjórnvalda til þessa er aðeins fólginn í frestun gjalddaga opinberra gjalda og mögulegra lánveitinga til fyrirtækja með ríkisábyrgð,“ skrifar hún. „Um 170 milljarðar af 230 milljarða aðgerðarpakka stjórnvalda eru þess eðlis en aðeins um 60 milljarðar, eða rúmur fjórðungur, eitthvað sem kalla mætti beina innspýtingu í efnahagslífið. Slíkt mun engan veginn duga og sýnir ákveðið andvaraleysi.“

Segir hún að stjórnvöld hafi víðtækan pólitíksan stuðning til afgerandi aðgerða. „Það þarf að fella niður opinber gjöld, ekki bara fresta greiðslu þeirra,“ skrifar hún. „Það þarf að auka endurgreiðslur til rannsókna, nýsköpunar og þróunar. Það þarf umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum strax á þessu ári. Það þarf að lækka skatta og koma súrefni til atvinnulífsins á meðan þetta ástand varir ef efnahagslegar afleiðingar veirunnar eiga ekki að verða enn verri og langvinnari en ella. Mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að ráðast í aðgerðir til bjargar fyrirtækjum að erfið staða þeirra nú er fyrst og fremst vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda um heim allan en ekki slæmrar rekstrarstöðu þeirra áður en þessi kreppa skall á. Í því liggur grundvallarmunur miðað við viðbrögð og umræðu um lífvænleg fyrirtæki í hruninu 2008 og nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár