Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi

Formað­ur Við­reisn­ar seg­ir ná­granna­lönd­in ganga miklu lengra en Ís­land hvað varð­ar inn­spýt­ingu í efna­hags­líf­ið. Skort­ur á að­gerð­um muni leiða til dýpri kreppu en ella.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki ganga nógu langt og séu litlar miðað við það sem er gert í nágrannalöndum. Stærstur hluti pakkans sé í formi lána og frestunar á greiðslum en ekki eftirgjöf þeirra.

„Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á að betra sé að gera meira en minna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að höggið verði of þungt og setja allan kraft í að tryggja viðspyrnu íslensks efnahagslífs hið fyrsta,“ skrifar hún í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þorgerður Katrín segir svartsýnustu spár sýna að efnahagsleg áhrif COVID-19 muni ná lengra en fram á næsta ár. „Til skamms tíma fáum við lítið við ráðið. Það má segja að ýtt hafi verið á pásu í hagkerfum heimsins í bili. Það eru rétt viðbrögð enda líf og heilsa fólks í algerum forgangi við aðstæður sem þessar. Til lengri tíma litið munu aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum hins vegar skipta sköpum um það hversu hratt einstök lönd jafna sig á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Of lítil eða of sein viðbrögð auka líkurnar á mun meira efnahagslegu tjóni en ella. Að fleiri störf tapist og að kaupmáttarskerðing heimilanna verði meiri. Slík þróun leiðir af sér dýpri og langvinnari efnahagssamdrátt en annars hefði orðið.“

Bendir hún á að nágrannalönd Íslands hafi gripið til fordæmalausra aðgerða og efnahagslegrar innspýtingar. Aðgerðir ríkisstjórnar Íslands séu þó ekki í samræmi við vandann. „Þótt ríkisstjórnin kysi að kalla þetta umfangsmestu efnahagsaðgerðir sögunnar blasir við að þær eru t.d. mun minni að umfangi en efnahagsaðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Íslensk stjórnvöld eru líka aðeins hálfdrættingar á við nágrannalönd okkar þegar kemur að fyrstu aðgerðum. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi er hlutfallslega mun meira en víðast hvar annars staðar. Hér á landi voru ferðamenn á hvern íbúa nærri sjö árið 2018 samanborið við liðlega einn að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sama ár. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem verður langverst úti vegna kórónuveirunnar og því er fyrirsjáanlegt að hér munu tapast fleiri störf og heimili landsins verða af meiri tekjum en annars staðar.

„Rétt er að hafa í huga að stærstur hluti aðgerða stjórnvalda til þessa er aðeins fólginn í frestun gjalddaga opinberra gjalda og mögulegra lánveitinga til fyrirtækja með ríkisábyrgð,“ skrifar hún. „Um 170 milljarðar af 230 milljarða aðgerðarpakka stjórnvalda eru þess eðlis en aðeins um 60 milljarðar, eða rúmur fjórðungur, eitthvað sem kalla mætti beina innspýtingu í efnahagslífið. Slíkt mun engan veginn duga og sýnir ákveðið andvaraleysi.“

Segir hún að stjórnvöld hafi víðtækan pólitíksan stuðning til afgerandi aðgerða. „Það þarf að fella niður opinber gjöld, ekki bara fresta greiðslu þeirra,“ skrifar hún. „Það þarf að auka endurgreiðslur til rannsókna, nýsköpunar og þróunar. Það þarf umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum strax á þessu ári. Það þarf að lækka skatta og koma súrefni til atvinnulífsins á meðan þetta ástand varir ef efnahagslegar afleiðingar veirunnar eiga ekki að verða enn verri og langvinnari en ella. Mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að ráðast í aðgerðir til bjargar fyrirtækjum að erfið staða þeirra nú er fyrst og fremst vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda um heim allan en ekki slæmrar rekstrarstöðu þeirra áður en þessi kreppa skall á. Í því liggur grundvallarmunur miðað við viðbrögð og umræðu um lífvænleg fyrirtæki í hruninu 2008 og nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár