Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Boða fjárfrek verkefni en því sem næst engar tillögur til tekjuöflunar

Að­eins tvö af átta­tíu áherslu­mál­um Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­ar myndu afla rík­is­sjóði beinna tekna. Fátt er um skýr áherslu­at­riði. Áfengis­kaupa­ald­ur og kjörgengi til for­seta myndi fær­ast nið­ur í 18 ár ef áhersl­ur flokks­ins ná fram að ganga.

Boða fjárfrek verkefni en því sem næst engar tillögur til tekjuöflunar
Vilja fjölga ráðuneytum Framsóknarflokkurinn vill setja á laggirnar þrjú ný ráðuneyti á næsta kjörtímabili, ráðuneyti skapandi greina, loftslagsráðuneyti og landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem tæki jafnframt yfir skógrækt og landgræðslu úr umhverfisráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Framsóknarflokkurinn vill skattleggja hreinan hagnað fyrirtækja yfir 200 milljónir króna á ári hærra en gert er í dag. Það, auk áherslu á að sanngjörn gjaldtaka verði tryggð fyrir not af sameiginlegum auðlindum í fiskeldi, eru um það bil einu tvö atriðin í áttatíu atriða lista yfir kosningaáherslur Framsóknarflokksins sem gætu aflað ríkissjóði beinna, handfastra tekna. Flest hin áhersluatriðin krefjast útgjalda af hálfu ríkissjóðs, sum verulegra.

Fá mælanleg markmið er að finna í kosningaáherslum Framsóknarflokksins, sé horft til þess að hvað útgjöld stefnumálin hafi í för með sér, hvaðan sækja eigi fjármuni til framkvæmdar þeirra, hver tímarammi einstakra aðgerða eigi að vera eða hreinlega með hvaða hætti þeim verði hrint í framkvæmt. Í flestum tilfellum eru áherslurnar afar almennt orðaðar og lýst á almennan hátt.

Þó er að finna nokkur dæmi um áherslur þar sem skýrt er tekið fram hvað flokkurinn vilji gera, komist hann í aðstöðu til eftir kosningar. Þannig vill Framsóknarflokkurinn að allir sem vilja eigi kost á þriðja skammti bóluefnis gegn Covid-19. Þá vill flokkurinn að öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur. Ekki er tiltekið hver þau réttindi eru en almenn borgaraleg réttindi sem verða virk eftir 18 ára aldur nú eru meðal annars kjörgengi í forsetakosningum og áfengiskaupaldur. Þá ætti ríkið að greiða 60 þúsund krónur til hvers barns á landinu árlega sem stuðning við frístundastarf.

Boða aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þó fleiri dæmi séu um áhersluatriði sem þar sem skýrt er tiltekið hverju Framsóknarflokkurinn vill hrinda í framkvæmd eru hin atriðin, þar sem aðeins er um almennt orðaða stefnu að ræða, margfalt fleiri. Þannig kemur fram í kafla um heilbrigðisþjónustu að flokkurinn vilji „endurmeta og samþætta þjónustu við fólk sem hefur lent í áföllum á lífsleiðinni“. Það á að gera „með fjölþættum aðgerðum“. Ekki er frekar útskýrt hvernig standa á að þeim aðgerðum, hvaða þjónustu á að veita né hvaða fjármuni á að setja í málaflokkinn.

„Framsókn vill að skoðað verði hvort frekari tilefni sé til aukins einkareksturs innan heilbrigðisgeirans“

Í sama kafla segir að Framsóknarflokkurinn leggi áherslu á að „gæði heilbrigðisþjónustu séu ávallt eins og best verður kosið“ þó vitanlega verði að leita hagkvæmra leiða í þeim efnum. „Framsókn vill að skoðað verði hvort frekari tilefni sé til aukins einkareksturs innan heilbrigðisgeirans. Það þarf einfaldlega að nota þær aðferðir sem skila bestum árangri á sem skjótasta máta,“ er ennfremur tiltekið.

Auk þessa vill flokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu í forvarnarskyni, ekki síst fyrir börn og félagslega veika hópa. Þá á að stórefla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana, sérstaklega fyrir eldra fólk, samkvæmt stefnuskránni. Ekki eru kynntar leiðir til þess að hrinda slíku í framkvæmd sérstaklega og ekki er lagt mat á hver kostnaður, eða mögulegur fjárhagslegur ávinningur, af slíku gæti verið.

Framsókn ætlar, samkvæmt kosningaáherslum sínum, að stytta biðlista eftir greiningum barna með því að fjölga sérhæfðu starfsfólki og grípa fyrr inn í aðstæður. Ekki kemur fram hvort styrkja eigi menntun á sviðinu til að fjölga starfsfólki eða hvort hægt verði að fá fólk með menntun og reynslu til starfa með öðrum leiðum. Ekki kemur heldur fram hvort og þá hvaða fjármunum verði ráðstafað til verksins.

Flokkurinn vill hins vegar að komið verði á þjónustutryggingu sem þýði að ef barn fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera sé því vísað til einkaaðila.

Hyggjast byggja nýja þjóðarleikvanga

Íþróttir og frístundastarf fá töluvert vægi í stefnuskránni. Þannig vill Framsóknarflokkurinn byggja nýja þjóðarleikvanga á næsta kjörtímabili í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Líklega er hér verið að vísa til nýs þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu og nýrrar íþróttahallar sem gæti nýst sem þjóðarleikvangur, sérstaklega fyrir handknattleik og körfuknattleik. Um langt skeið hefur verið ljóst að Laugardalshöll uppfyllir ekki þau skilyrði sem þörf er á og umræður um uppbyggingu nýs leikvangs í stað Laugardalsvallar hafa staðið árum saman. Að sama skapi er ljóst að um verulega fjárfrekar framkvæmdir er að ræða. Ekki kemur fram hvernig skuli fjármagna þær í kosningastefnu Framsóknarflokksins.

Þá vill flokkurinn auka stuðning við afreksfólk í íþróttum með auknum fjárframlögum, auka framlög í ferðajöfnunarsjóð íþróttafélaga til að jafna aðstöðumun landsbyggðarinnar og styðja sérstaklega við íþróttafélög sem starfrækja meistarflokka kvenna.

Vilja að eldra fólk geti unnið lengur

Í kafla þar sem fjallað er um eldra fólk er, líkt og varðandi heilbrigðismál, lögð áhersla á að endurskipuleggja málaflokkinn. Boðað er „stórátak í uppbyggingu heimahjúkrunar og dagþjálfunarrýma“, að endurhæfingarúrræðum verði fjölgað og þau bætt og sköpuð fjölbreyttari þjónusta sem styðji við eldra fólk til að búa sem lengst heima hjá sér.

Framsóknarflokkurinn vill aukinheldur afnema reglur um að fólk verði að hætta störfum við ákveðinn aldur. Hækka á almennt frítekjumark í skrefum en stóru tíðindin eru þó líklega að nái áherslur flokksins fram að ganga verða lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna afnumdar.

„Fólk undir fertugu á ekki að neyðast til að fara á örorku“
Ásmundur Einar DaðasonFramsóknarflokkurinn lítur til endurskoðunar á málefnum barna á kjörtímabilinu sem leiðarsteins í endurskoðun á fleiri málaflokkum.

Í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er ítrekað talað um að fara eigi í heildarendurskoðun á ýmsum málaflokkum, og er þar gjarnan vísað til reynslu af endurskipulagningu opinberrar þjónustu við börn á síðasta kjörtímabili, sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, stóð fyrir. Þetta á við um málefni öryrkja en í kosningaáherslunum segir að flokkurinn vilji heildarendurskoðun á þeim. Þá vill flokkurinn aðstoða öryrkja við að komast í vinnu og fara í húsnæðisátak til að aðstoða öryrkja við að koma tryggu þaki yfir höfuðið.  „Fólk undir fertugu á ekki að neyðast til að fara á örorku,“ segir í stefnuskránni.

Standa vörð um íslenska tungu

Þarna er vikið að húsnæðismálum og vill flokkurinn auka framboð á almennum íbúðum fyrir öryrkja og fatlaða. Ekki er talað um mælanlegar aðgerðir í þeim efnum, hvorki hversu margar slíkar íbúðir eigi að vera, hvernig búsetuform yrði um að ræða, hvaða aðilar ættu að hafa aðkomu að þeim aðgerðum eða hversu háum fjárhæðum yrði veitt úr ríkissjóði í verkefnið. Þá vill flokkurinn hlutdeildarlán fyrir fleiri en fyrstu kaupendur, sérstaklega er horft til eldra fólks og félagslega veikra hópa.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherraFramsóknarflokkurinn vill auka vægi iðn- og tæknimenntunar.

Þegar kemur að menntamálum, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur farið fyrir sem ráðherra síðasta kjörtímabil, segir að flokkurinn vilji efla kennarastéttina og undirstrika mikilvægi þess að halda menntuðum kennurum í starfi. Ekki eru kynntar beinar aðgerðir í þessa veru. Þá vill Framsóknarflokkurinn auka vægi iðn- og tæknimenntunar og tryggja enn frekar jafnræði bók- og verknáms. Ekki kemur fram hvaða leiðir verða farnar til þess. Öllum verði tryggð menntun og kennsla við hæfi.

Haldið er í þá þjóðlegu taug, sem löngum hefur einkennt Framsóknarflokkinn, er varðar íslenskuna. „Framsókn vill að áfram verði lögð áhersla á að styðja kröftuglega við íslenska tungu í sífellt alþjóðlegri og stafrænni heimi,“ segir í stefnuskránni og auk þess er tiltekið að tryggja eigi öllum sem eru af erlendu bergi brotnir og flytja hingað til lands tækifæri til að læra íslensku.

Fátt um skattamál

Eins og greint er frá að framan vill flokkurinn skattleggja hagnað fyrirtækja yfir 200 milljónir króna hærra en verið hefur. Það verði gert með því að taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyrirtækja. Ekki kemur fram hversu mörg þrep ætti að taka upp, hver þau ættu að vera eða hversu hátt ætti að skattleggja umræddan hagnað og þar af leiðandi kemur ekkert fram um hverju slík skattheimta myndi skila. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp þrepaskipt tryggingagjald sem verði lægra en nú er á lítil og meðalstór fyrirtæki.

Framsóknarflokkurinn vill nota skattkerfið til að jafna aðstöðu fólks á landsbyggðinni ásamt því að styðja betur við rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hvernig það verði gert er ekki útskýrt frekar og engar frekari áherslur er að finna hvað varðar skattlagningu á einstaklinga, félög eða fyrirtæki.  

Til að skjóta frekari stoðum undir íslenskt efnahagslíf vill flokkurinn setja á laggirnar nýtt ráðuneyti skapandi greina. Efla á kvikmyndagerð, meðal annars með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35 prósent en hlutfallið er 25 prósent í dag. Á síðasta ári voru um 2,3 milljarðar króna endurgreiddir og 1,1 milljarður króna árið 2019.

Vilja að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti

Framsóknarflokkurinn vill uppfylla loftslagsmarkmið en lítur jafnframt á loftslagsmál sem tækifæri fyrir Ísland, þegar kemur að útflutningi í þekkingu á grænni orku og jafnvel orkunni sjálfri. Þannig vill flokkurinn einnig í þeim málaflokki setja á stofn nýtt ráðuneyti, loftslagsráðuneyti.  „Stefnan er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040,“ segir í stefnuskránni. Engar leiðir, hvatar eða ákvæði eru kynnt til sögunnar í þessum efnum. Þó má geta þess að flokkurinn vill taka stærri skref í orkuskiptum í samgöngum og flutningum á landi og sjó. „Markmiðið er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti og að raforkukerfið sé forsenda orkuskipta og efnahagslegra framfara með nýtingu innlendra, hagkvæmra og hreinna orkugjafa í samgöngum.“ Hvaða leiðir eigi að fara í þessum efnum er ekki tíundað, hvort sú orka sem til er í landinu sé talin nægjanleg eða hvort ráðast þurfi í virkjanaframkvæmdir. Jafnframt er markmiðið ótímasett en talað er um næstu ár.

Í yfirstandandi kjörtímabili hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, farið með samgöngumál sem ráðherra. Í þeim málaflokki ætlar flokkurinn sér stóra hluti miðað við stefnuskránna, með því að fækka einbreiðum brúm, aðskilja aksturstefnur á umferðarþyngtu vegum, stytta vegalengdir milli byggða, byggja upp hafnir og styrkja og efla innanlandsflugvelli. Þá vill flokkurinn að á hverjum tíma sé unnið að byggingu að minnsta kosti einna jarðganga á landinu. Flokkurinn vill sjá áframhaldandi einkaframkvæmdir í vegamálum.

Byggðamál og landbúnaður skipa áfram stóran sess

Framsóknarflokkurinn hefur í sögulegu samhengi sótt mestan stuðning sinn til landsbyggðar og því ekki að undra að flokkurinn leggi áherslu á byggðamál í stefnuskrá sinni. Flokkurinn vill beita fjárhagslegum hvötum til að bæta aðgengi að opinberri þjónustu við íbúa á skilgreindum brothættum svæðum á landsbyggðinni.

„Framsókn vill standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi með dyggum stuðningi við íslenska matvælaframleiðslu sama í hverju hún felst“

Að sama skapi á að auka fjármagn til byggðaáætlunar, þó ekki komi fram um hversu háar fjárhæðir, og einni að auka eigið fé Byggðastofnunar. Ekki er heldur tilgreint hvaða upphæðir er um að ræða í því tilviki. Efla á smærri þorp sem standa höllum fæti.

Rétt eins og Framsóknarflokkurinn hefur skipað sér sess sem flokkur landsbyggðarinnar hefur hann lengst af staðið hvað dyggastan vörð um landbúnað á Íslandi. Á því er ekki breyting ef miða má kosningaáherslurnar. Enn eitt nýtt ráðuneyti á að stofna, landbúnaðar- og matvælaráðuneyti, en jafnframt á að flytja skógrækt og landgræðslu frá umhverfisráðuneytinu undir hið nýja ráðuneyti.

„Framsókn vill standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi með dyggum stuðningi við íslenska matvælaframleiðslu sama í hverju hún felst,“ segir þar auk þess sem stórefla eigi nýsköpun í matvælaframleiðslu og landnýtingu. Í því samhengi má greina ákveðna áherslubreytingu hjá flokknum varðandi stuðningskerfi landbúnaðarins. „Stefna ber að því að öll landnýting og ræktun sé sjálfbær og stuðningur hins opinbera þarf í meira mæli að beinast að því að efla fjölbreyta ræktun og landnýtingu, þar með talið kolefnisbindingu.“

Í nýjustu könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og birt var í gærmorgun, mælist Framsóknarflokkurinn næst stærstur flokka á landinu, með 12,5 prósenta fylgi. Það myndi skila flokknum átta þingmönnum. Samkvæmt niðurbroti á könnuninni eftir kjördæmum stendur varaformaður flokksins, Lilja D. Alfreðsdóttir, afar tæpt en hún kæmist inn sem síðari uppbótarþingmaður í Reykjavík suður. Þess ber þó að geta að svarfjöldi í könnuninni er takmarkaður og því varhugavert að lesa mikið í skiptingu þingsæta milli kjördæma. 

Fylgi flokksins mældist því sem næst hið sama í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 sem birt var 24. ágúst síðastliðinn. Þá mældist flokkurinn með 12,6 prósenta stuðning. Í kosningunum 2017 fékk Framsóknarflokkurinn 10,7 prósent atkvæða og átta þingmenn kjörna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár