Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
Segir Willum ráðast á lækna og hjúkrunarfræðinga Formaður Læknafélagsins er mjög ósáttur við að formaður fjárlaganefndar varpi ábrygð á niðurskurði á Landspítala yfir á heilbrigðisstéttir og kjaramál þeirra.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, heldur á lofti „trumpiskum falsfréttum“ þega hann reynir að varpa ábyrgð á niðurskurði á þjónustu Landspítala yfir á lækna. Þetta skrifar Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, á Facebook.

Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Willum um aðhaldskröfu á hendur Landspítala sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Í fréttinni er haft eftir Willum að hluti vanda Landspítala sé að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum.

Þetta telur Reynir að sé argasti útúrsnúningur, ábyrgðin á vanfjármögnun heilbrigiskerfisins liggi hjá stjórnmálamönnum. Með málflutningi sínum dragi Willum lækna inn í umræðu um „niðurskurð ykkar stjórnmàlamanna á þjónustu Landspitalans á hættutímum og reynir að varpa ábyrgðinni á að komið hefði verið til móts við lækna í kjaramálum. Þetta eru trumpiskar falsfréttir.“

„Þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins“

Hið rétta sé, skrifar Reynir, að ekki hafi verið samið við lækna á Landspítala, þeir hafi þvert á móti verið samningslausir í 21 mánuð og laun þeirra hafi ekki breyst síðan um mitt ár 2018. Læknar hafi sinnt störfum sínum og ekki vikið sér undan ábyrgð þrátt fyrir þetta. „Hafa unnið í hættu- og neyðarstigi spítalans og sumir veikst við skyldustörf meðan þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins.“

Reynir leggur það til við Willum að hann leiðrétti málflutning sinn og biðjist afsökunar á „árás á kollega okkar og samstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga sem eiga annað og betra skilið af ykkur stjórnmálamönnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár