Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust

Full­yrt að upp­sagn­irn­ar teng­ist valda­bar­áttu inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur sá sjálf­ur um að segja starfs­mönn­un­um upp en ekki Þór­unn Eg­ils­dótt­ir þing­flokks­formað­ur. Sig­urð­ur Ingi seg­ir enga óein­ingu um mál­ið, ver­ið sé að auka fag­lega að­stoð við þing­flokk­inn.

Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust
Starfsmönnum sagt upp Sigurður Ingi sagði starfsmönnum þingflokks Framsóknarflokksins upp fyrirvaralaust. Fullyrt er að uppsagnirnar tengist meðal annars valdabaráttu innan flokksins. Mynd: Skjáskot af RÚV

Tveimur starfsmönnun þingflokks Framsóknarflokksins var sagt upp störfum eftir að þingstörfum lauk 30. júní síðastliðinn. Eru uppsagnirnar sagðar hafa verið óvæntar og án aðdraganda. Þeir sem Stundin hefur rætt við telja að hugsanlegar formannskosningar í Framsókn séu ein ástæða uppsagnanna. Uppgefin ástæða er hins vegar sögð sú að stokka ætti upp í starfsmannamálum, meðal annars með því að ráða lögfræðing til starfa.  

Uppsagnirnar koma þeim sem Stundin hefur rætt við á óvart, meðal annars í ljósi þess að framundan er kosningavetur á þingi, þó Alþingiskosningar verði ekki fyrr en haustið 2021. Í því ljósi vekur athygli að ráða eigi inn nýja starfsmenn, reynslulausa af störfum fyrir þingflokkinn. Eftir því sem næst verður komist var ekkert upp á störf starfsmannanna að klaga. Viðmælendur Stundarinnar nefna að annar starfsmannanna, Karítas Ríkharðsdóttir, hafi þótt gríðarlega vinnusöm og brunnið fyrir sínum störfum. Karítas og Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi þá unnið náið saman.

Þingflokksformaðurinn vill ekki tjá sig um uppsagnirnar

Uppsagnirnar fóru fram með þeim hætti að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, boðaði starfsmennina á fund 30. júní og tilkynnti þeim að krafta þeirra væri ekki óskað lengur. Voru nöfn þeirra tekin út af listum um starfsmenn þingflokka á vef Alþingis því sem næst strax og aðgangur þeirra að starfsstöðvum afturkallaður, nema í fylgd þingvarða, og þá til að sækja sína perónulegu muni. Ekki var óskað eftir vinnuframlagi þeirra á meðan að á uppsagnarfresti stæði.

„Þetta er bara málefni flokksins“

Þórunn Egilsdóttir

Athygli vekur að Sigurður Ingi skyldi segja starfsmönnunum upp, en ekki Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður, í ljósi þess að um starfsmenn þingflokksins var að ræða. Þórunn sagði í samtali við Stundina ekki ætla að tjá sig neitt um það hvort uppsagnirnar hefðu verið með vilja þingflokksins. „Þetta var bara eðlilegur gangur og hluti af breyttum áherslum,“ sagði Þórunn. Spurð hvort það hefði ekki verið eðlilegt að hún sem þingflokksformaður hefði staðið að uppsögnunum en ekki formaður flokksins sagði Þórunn: „Þetta er bara málefni flokksins“. Þegar bent var á að um hefði verið að ræða starfsmenn flokksins svaraði Þórunn: „Já já, það er alltaf flokkurinn sem kemur að svona.“ Engu að síður hafa heimildarmenn Stundarinnar lýst því að uppsögn Karítasar hafi ekki verið með vilja í það minnsta hluta þingmanna flokksins, þar á meðal Þórunnar.

Uppsagnirnar meðal annars sagðar tengjast valdabaráttu

Lilja D. Alfreðsdóttir

Þrálátur orðrómur hefur verið um að til formannsslags í Framsóknarflokknum kunni að koma á næsta flokksþingi, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, skori Sigurð Inga á hólm. Þrátt fyrir að margt mæli gegn því að slíkt sé líklegt höfðu heimildarmenn Stundarinnar innan Framsóknarflokksins allir heyrt slíkan orðróm og útilokuðu ekki að Lilja myndi gefa kost á sér í formannsstólinn. Uppsögn starfsmannanna mætti því skoða í samhengi við það og Sigurður Ingi hefði hug á að í stöður starfsmanna þingflokksins yrði ráðið fólk sem honum væri hugnanlegt. Búið er að ganga frá ráðningu nýrra starfsmanna sem hefja eiga störf um næstu mánaðarmót en ekki er búið að gefa upp um hverja sé að ræða

„Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði því á bug að uppsagnirnar tengdust valdabaráttu innan flokksins. Þær væru liður í endurskipulagningu af sama tagi og aðrir flokkar á Alþingi hefðu þegar ráðist í, með það að markmiði að auka við fagþekkingu starfsmanna flokksins. Hann lýsti jafnframt undrun yfir því að starfsmannamál flokksins gætu talist fréttaefni. „Ef þú vilt endilega  fara að búa til frétt um þetta og hafa eitthvað eftir mér þá geturðu gert það. Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum og allir sammála um að það sé nauðsynlegt að auka faglega aðstoð og þess vegna erum við meðal annars að ráða okkur lögfræðimenntað fólk í þessi störf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
9
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár