Keisaranum var létt – í dyrum á purpuraherberginu stóð nú engin önnur en mamma og hún myndi bjarga honum. Það hafði reyndar gengið á ýmsu í samskiptum Konstantínusar 6. við móður sína en nú myndi hún taka af skarið og frelsa hann úr höndum samsærismanna.
Þessir þrjótar höfðu handsamað hann á flótta í borginni Pylæju á Grikklandi og flutt hann aftur í böndum til höfuðborgarinnar Konstantínópel. Konstantínus var mest hissa á að samsærismennirnir skyldu ekki hafa drepið hann umsvifalaust, en líklega voru þeir ekki búnir að koma sér saman um hver þeirra ætti að verða eftirmaður hans og vildu því geyma hann um stund í keisarahöllinni.
Konstantínus vissi að meðal samsærismanna voru nokkrir helstu embættismenn og herforingjar Býsansríkis svo það var ástæða til að óttast. Þeir hefðu varla lagt út í að svipta keisara sinn frelsi nema þeir væru þokkalega öruggir um að þeir nytu stuðnings í hernum og kerfinu. …
Athugasemdir