Kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi árið 2000, þá fimmtán ára, og átti þar barn, fann sig knúna til að gefa barnið frá sér að vistuninni lokinni. Konan segir ástæðuna hafa verið þá að hún hafi engan stuðning fengið á heimilinu og ekki notið neinnar kennslu eða fræðslu um hvað fælist í uppeldi barna á því eina og hálfa ári sem hún var vistuð þar með ungbarnið. „Ef ég hefði fengið einhverja fræðslu, einhverja aðstoð, hefði þetta ekki farið svona,“ segir konan, sem var sautján ára þegar vistinni á Laugalandi lauk. Sonur hennar var þá eins og hálfs árs.
„Ég upplifði eins og þau væru búin að ræna þeim báðum,“ segir móðir konunnar í samtali við Stundina. Konan sem vistuð var á meðferðarheimilinu lýsir því að rekstraraðilar meðferðarheimilisins, Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Brynjarsdóttir, hafi haldið því fram að móðir hennar hafi ekki viljað eiga við hana samskipti, á meðan …
Athugasemdir