„„Hamingjan er hér“, svo ég vitni í mætan dreng. Jónas Sigurðsson hitti naglann á höfuðið og ekki síst fyrir okkur sem erum með athyglisbrest því við eigum það til að gleyma að hinkra og hrósa sjálfum okkur þegar við gerum eitthvað vel,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari og varaformaður ADHD-samtakanna, þegar hann er spurður hvað hamingjan sé í huga hans.
„En þetta á líka við um alla hina – stundum þurfum við bara að stoppa. Hamingjan felst í því að staldra við. Að njóta þess sem er. Að vera ekki að horfa eitthvert annað. Við gleymum okkur og æðum út og suður. Hamingjan felst ekkert í að eiga kannski eitthvað á morgun eða hinn eða fara hinum megin við fjallið. Hún felst bara í okkar nánasta umhverfi. Og við megum aldrei gleyma að þótt við gerum stundum einhverja vitleysu og gerum mistök þá er það bara eðlilegt.
Athugasemdir