Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 12. mars til 1. apríl.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Þýskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.-21. mars
Aðgangseyrir: 1.690 kr. á mynd

Þessi árlega kvikmyndahátíð er þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Opnunarmyndin, Berlin Alexanderplatz, er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin frá 1929, en gerð var sjónvarpssería um efnið á 9. áratugnum. Kvikmyndin fellur inn í sagnahefð mafíumynda Bandaríkjanna, sem segja frá innflytjendum og glæpum sem raunveruleika ameríska draumsins, nema þá að þessi mynd er frá sjónarhorni svarts innflytjanda í Þýskalandi og þýska draumsins. Fjöldinn allur af öðrum kvikmyndum eru til sýnis, meðal annars fjölskyldumyndin When Hitler Stole Pink Rabbit, sem fjallar um gyðingafjölskyldu á flótta, ástarsagan No Hard Feelings sem gerist í flóttamannabúðum, og hjartnæma systkinasagan My Little Sister.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 13., 20. & 27. mars kl. 13.00
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa sem fjallar um hugrekki, endurvinnslu og umbreytingu. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl. Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri.

Mjúk skel

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 28. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Skłodowska Curie og eiginmanns hennar, Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin pólóníum og radíum. Sýningin er abstrakt túlkun á andrúmsloftinu í íbúð hjónanna – atburðarás eituráhrifa og tilfinning fyrir óþekktri ógn sem þú sérð ekki en skynjar að sé til staðar.

Menning á miðvikudögum - Jelena Ćirić

Hvar? Salurinn
Hvenær? 17. mars kl. 12.15
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tónlistarkonan Jelena Ćirić gaf út smáskífuna Shelter one síðastliðið haust, en þar má finna fyrir áhrifum þriggja landa – Serbíu, Kanada og Íslands – sem skipa stóran sess í lífi hennar. Tónlistin er eins konar jarðbundin þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Hún flytur plötuna með fiðlu- og víóluleikara og harmónikuleikara.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 17., 24., & 31. mars kl. 20:00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu, þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með trommuleikaranum Erik Qvick um „Hard Bop“ tímabilið, Kvintett Phil Doyle fer með frumsamið efni og síðari tíma jazz standarda og fagnað verður aldarafmæli Jóns Múla.

Halló, geimur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á sýningunni er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka eftir 23 listamenn sem eru í safneign Listasafns Íslands. Verkin teygja sig yfir alla 20. öldina. Sjá má framúrstefnuleg verk þar sem himintunglin eru skoðuð með þjóðsagnir og forsagnir í huga og síðar nýrri verk eftir að mannfólkið braust út fyrir gufuhvolf jarðar.

Já/Nei

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 18. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Auður Lóa vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Á sýningunni er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á internetinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega.

The Last kvöldmáltíð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Til 26. mars
Aðgangseyrir: 5.800 kr.

Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómrar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálf sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn.

Stórsveit Reykjavíkur - Jón Múli 100 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 21. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar, en flutt verða öll þekktustu lög hans í glænýjum útsetningum. Gestasöngvarar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson en auk þeirra er líklegt að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum.

The Vintage Caravan

Hvar? Streymistónleikar á www.vVenue.events 
Hvenær? 27. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þrímenningarnir í sækadelísku rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fimmta plata þeirra, Monuments, er væntanleg í apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár