Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 12. mars til 1. apríl.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Þýskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.-21. mars
Aðgangseyrir: 1.690 kr. á mynd

Þessi árlega kvikmyndahátíð er þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Opnunarmyndin, Berlin Alexanderplatz, er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin frá 1929, en gerð var sjónvarpssería um efnið á 9. áratugnum. Kvikmyndin fellur inn í sagnahefð mafíumynda Bandaríkjanna, sem segja frá innflytjendum og glæpum sem raunveruleika ameríska draumsins, nema þá að þessi mynd er frá sjónarhorni svarts innflytjanda í Þýskalandi og þýska draumsins. Fjöldinn allur af öðrum kvikmyndum eru til sýnis, meðal annars fjölskyldumyndin When Hitler Stole Pink Rabbit, sem fjallar um gyðingafjölskyldu á flótta, ástarsagan No Hard Feelings sem gerist í flóttamannabúðum, og hjartnæma systkinasagan My Little Sister.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 13., 20. & 27. mars kl. 13.00
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa sem fjallar um hugrekki, endurvinnslu og umbreytingu. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl. Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri.

Mjúk skel

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 28. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Skłodowska Curie og eiginmanns hennar, Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin pólóníum og radíum. Sýningin er abstrakt túlkun á andrúmsloftinu í íbúð hjónanna – atburðarás eituráhrifa og tilfinning fyrir óþekktri ógn sem þú sérð ekki en skynjar að sé til staðar.

Menning á miðvikudögum - Jelena Ćirić

Hvar? Salurinn
Hvenær? 17. mars kl. 12.15
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tónlistarkonan Jelena Ćirić gaf út smáskífuna Shelter one síðastliðið haust, en þar má finna fyrir áhrifum þriggja landa – Serbíu, Kanada og Íslands – sem skipa stóran sess í lífi hennar. Tónlistin er eins konar jarðbundin þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Hún flytur plötuna með fiðlu- og víóluleikara og harmónikuleikara.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 17., 24., & 31. mars kl. 20:00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu, þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með trommuleikaranum Erik Qvick um „Hard Bop“ tímabilið, Kvintett Phil Doyle fer með frumsamið efni og síðari tíma jazz standarda og fagnað verður aldarafmæli Jóns Múla.

Halló, geimur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á sýningunni er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka eftir 23 listamenn sem eru í safneign Listasafns Íslands. Verkin teygja sig yfir alla 20. öldina. Sjá má framúrstefnuleg verk þar sem himintunglin eru skoðuð með þjóðsagnir og forsagnir í huga og síðar nýrri verk eftir að mannfólkið braust út fyrir gufuhvolf jarðar.

Já/Nei

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 18. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Auður Lóa vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Á sýningunni er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á internetinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega.

The Last kvöldmáltíð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Til 26. mars
Aðgangseyrir: 5.800 kr.

Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómrar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálf sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn.

Stórsveit Reykjavíkur - Jón Múli 100 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 21. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar, en flutt verða öll þekktustu lög hans í glænýjum útsetningum. Gestasöngvarar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson en auk þeirra er líklegt að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum.

The Vintage Caravan

Hvar? Streymistónleikar á www.vVenue.events 
Hvenær? 27. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þrímenningarnir í sækadelísku rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fimmta plata þeirra, Monuments, er væntanleg í apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár