Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 12. mars til 1. apríl.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Þýskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.-21. mars
Aðgangseyrir: 1.690 kr. á mynd

Þessi árlega kvikmyndahátíð er þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Opnunarmyndin, Berlin Alexanderplatz, er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin frá 1929, en gerð var sjónvarpssería um efnið á 9. áratugnum. Kvikmyndin fellur inn í sagnahefð mafíumynda Bandaríkjanna, sem segja frá innflytjendum og glæpum sem raunveruleika ameríska draumsins, nema þá að þessi mynd er frá sjónarhorni svarts innflytjanda í Þýskalandi og þýska draumsins. Fjöldinn allur af öðrum kvikmyndum eru til sýnis, meðal annars fjölskyldumyndin When Hitler Stole Pink Rabbit, sem fjallar um gyðingafjölskyldu á flótta, ástarsagan No Hard Feelings sem gerist í flóttamannabúðum, og hjartnæma systkinasagan My Little Sister.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 13., 20. & 27. mars kl. 13.00
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa sem fjallar um hugrekki, endurvinnslu og umbreytingu. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl. Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri.

Mjúk skel

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 28. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Skłodowska Curie og eiginmanns hennar, Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin pólóníum og radíum. Sýningin er abstrakt túlkun á andrúmsloftinu í íbúð hjónanna – atburðarás eituráhrifa og tilfinning fyrir óþekktri ógn sem þú sérð ekki en skynjar að sé til staðar.

Menning á miðvikudögum - Jelena Ćirić

Hvar? Salurinn
Hvenær? 17. mars kl. 12.15
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tónlistarkonan Jelena Ćirić gaf út smáskífuna Shelter one síðastliðið haust, en þar má finna fyrir áhrifum þriggja landa – Serbíu, Kanada og Íslands – sem skipa stóran sess í lífi hennar. Tónlistin er eins konar jarðbundin þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Hún flytur plötuna með fiðlu- og víóluleikara og harmónikuleikara.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 17., 24., & 31. mars kl. 20:00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu, þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með trommuleikaranum Erik Qvick um „Hard Bop“ tímabilið, Kvintett Phil Doyle fer með frumsamið efni og síðari tíma jazz standarda og fagnað verður aldarafmæli Jóns Múla.

Halló, geimur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á sýningunni er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka eftir 23 listamenn sem eru í safneign Listasafns Íslands. Verkin teygja sig yfir alla 20. öldina. Sjá má framúrstefnuleg verk þar sem himintunglin eru skoðuð með þjóðsagnir og forsagnir í huga og síðar nýrri verk eftir að mannfólkið braust út fyrir gufuhvolf jarðar.

Já/Nei

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 18. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Auður Lóa vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Á sýningunni er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á internetinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega.

The Last kvöldmáltíð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Til 26. mars
Aðgangseyrir: 5.800 kr.

Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómrar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálf sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn.

Stórsveit Reykjavíkur - Jón Múli 100 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 21. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar, en flutt verða öll þekktustu lög hans í glænýjum útsetningum. Gestasöngvarar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson en auk þeirra er líklegt að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum.

The Vintage Caravan

Hvar? Streymistónleikar á www.vVenue.events 
Hvenær? 27. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þrímenningarnir í sækadelísku rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fimmta plata þeirra, Monuments, er væntanleg í apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár