Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Söngur, gleði og gaman um allt land

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Hvar? Eldborg, Hörpu

Hvenær? 17. og 18 desember kl. 14 og 16.

Miðaverð? 3.300–3.900 krónur

Hátíðleikinn er í fyrirrúmi á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert þar sem hljómsveitin flytur sígildar og heillandi jólaperlur fyrir alla fjölskylduna.

Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldinu. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur með sveitinni. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga einnig á svið.

Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Þetta eru tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.


Hátíðartónleikar Bríetar

Hvar? Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 18. desember kl. 21

Miðaverð? 5.900 krónur

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósítónleika með kærastanum sínum, Rubin Pollock, og besta vini hans, Þorleifi Gauki, og skapa einstaka stemningu. Á efnisskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, „Kveðja, Bríet“, í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.


Karíus og Baktus

Hvar? Freyvangsleikhúsið

Hvenær? Frá 10. desember til 18. desember

Miðaverð? 2.500 kr.

Núna eru þeir bræður Karíus og Baktus að fara á svið í Freyvangsleikhúsinu í fyrsta skipti. Félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður og fara að sögn á kostum sem tanntröllin sem finnst ekkert skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviðinu; leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðriki Benónýssyni (Bróa). Svo er það tannburstinn, sem er leikinn af Ingimar Badda. Burstinn fer mikinn um sviðið til að hreinsa tennur og vippar sér svo í tannlæknaborslíki og lagar tennur, rétt áður en hann kemur aftur inn á sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun á tanngarði Jens. Hljómsveitina skipa Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar. Verkið hefur þróast í áranna rás en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar.


Jóli Hólm

Hvar? Bæjarbíó/Sviðið, Selfossi/Hamrar, Ísafirði

Hvenær? 27 dagsetningar

Miðaverð? 7.990 krónur

Nú ætlar Sóli Hólm, skemmtikraftur og eftirherma, að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm! Honum til halds og trausts verður Halldór Smárason píanóleikari en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

„Við fórum af stað 24. nóvember og þetta gengur fáránlega vel. Þarna er ég að blanda saman uppistandi og miklum söng og ég held að mér sé bara óhætt að segja að þetta sé dúndurstuð. Desember mun taka á en sem betur fer finnst okkur Halldóri, tónlistarstjóra sýningarinnar, þetta rosalega gaman,“ segir Sóli.


Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 10., 17. og 27. desember og 14. janúar

Miðaverð? 7.200 krónur

Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðaríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem uppistandari, leikskáld, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi upp úr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.


Áramótaskop 2022

Hvar? Háskólabíói, Reykjavík  /  Hjómahöll, Reykjanesbæ  /  Hótel Selfossi, Selfossi  /  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum  /  Hofi, Akureyri

Hvenær? Hljómahöll 15. des.  /  Hótel Selfoss 16. des.  /  Hótel Valaskjálf 17. des.  /  Hof 18. des.  /  Háskólabíó: 26. des. til 7. jan. 2023

Miðaverð? 6.900–7.900 krónur

Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni, Áramótaskop.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en síðast seldust allar sýningar upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðs vegar um landið í fyrra til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

„Áramótaskopið er uppskeruhátíðin mín fyrir árið sem er að líða,“ segir Ari. „Þetta er í 6. skipti sem sýningin er haldin síðan 2016 og ég stefni á að halda hana árlega þangað til ég verð 93 ára gamall.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
7
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár