Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Stansað, dansað, öskrað

Tónlist, dans- og leik­sýn­ing­ar, mat­ur og drykk­ur, allt þetta og meira til má skemmta sér við næstu tvær vik­urn­ar.

Bless í bili – Jói Pé og Króli ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Hvar? Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 29. október kl. 20.

Miðaverð? 8.900 kr.

Það verður kátt í Hofi þegar Jói Pé og Króli ganga til liðs við hina einu sönnu kvikmyndahljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, 29. október. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon hefur unnið með strákunum að sinfónískum útsetningum af vel völdum perlum þeirra. Komdu og upplifðu rapp og sinfóníu í þessum girnilega kokteil.


Hvað syngur í stjórnandanum?

Hvar? Harpa  Eldborg

Hvenær? 5. nóvember kl. 18

Miðaverð? 3.900 kr. (afsláttur fyrir námsfólk í miðasölu Hörpu)

Sópransöngkonan Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir syngur og stjórnar um leið tólf manna kammersveit í Eldborg í Hörpu á lokahátíð Óperudaga. Frumflutt verða þrjú íslensk verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Jóhann G. Jóhannsson og Maríu Huld Markan, samin sérstaklega fyrir tilefnið, en þetta er í fyrsta skipti sem tónverk eru samin fyrir syngjandi stjórnanda. Á efnisskránni er einnig glæsileg aría eftir Richard Strauss. Ragnheiður hefur stundað meistaranám í söng í Stokkhólmi og hljómsveitarstjóranám í Kaupmannahöfn en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram opinberlega sem syngjandi stjórnandi. „Þetta er sannkallað ævintýri og mikil forréttindi að fá að vinna með þessum frábæru tónskáldum og hljóðfæraleikurum  og ekki verra að halda tónleika í Eldborg!“


Á eigin vegum

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? Frá 16. september

Miðaverð? 7.200 kr.

Sigþrúður er ekkja, stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Hún er ein en ekki einmana – hún hefur alltaf þurft að treysta á sjálfa sig og er ljómandi góður félagsskapur ef út í það er farið. Fólkið hennar er allt horfið á braut – en hefur reyndar farið mislangt. Sigþrúður gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi ekkert upp á sig en draumarnir hafa þó fylgt henni frá blautu barnsbeini og nú fá þeir loks byr undir báða vængi.

Á eigin vegum byggir á rómaðri skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007.


Mynd: Anna Ósk Erlingsdóttir

Hannah Felicia

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 17. nóvember kl. 17 og 19

Miðaverð? 2.500 kr.

Hannah Felicia er nýjasta verk sænska atvinnudansflokksins Spinn og danshöfundarins Láru Stefánsdóttur. Danskompaniet Spinn samanstendur af dönsurum með fatlanir og ófötluðum. Dansararnir tveir, Hannah Karlsson og Felicia Sparrström, túlka með nærveru sinni, hreyfingum og dansi samband tveggja einstaklinga; eða eru þetta ef til vill tvær hliðar á sömu manneskjunni? Manneskju sem þráir að vera séð, samþykkt og elskuð. Hannah Felicia er hjartnæm og einlæg danssýning sem er aðgengileg áhorfendum á öllum aldri.

Sýningin er ávallt sýnd með hljóðupptöku með lýsingu á verkinu.

„Það ríkir ákveðið tímaleysi í dansverkinu Hannah Felicia, hvorki upphaf né endir, heldur flæði tilfinninga í núinu sem spretta út í samspili á milli ólíkra þátta, það er hreyfinga dansara, tónlistar, ljósahönnunar, búninga og áhorfenda. Tilfinningar í núinu sem leysast upp jafnóðum og þær springa út í mismunandi túlkun og tengingu dansara á rauða hringdúknum,“ segir Lára.


Sjö ævintýri um skömm

Hvar? Þjóðleikhúsið

Miðaverð? 6.9507.250 kr.

Sýningin sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta leikári – og kom öllum í opna skjöldu!

Sýningin Sjö ævintýri um skömm hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á liðnu vori. Hún var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Þetta nýja verk eftir Tyrfing Tyrfingsson kom áhorfendum skemmtilega á óvart, með sínum galgopalega húmor, frumleika og hlýju.

Hér er boðið upp á farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli!


Ronja ræningjadóttir

Hvar? Leikfélag Keflavíkur, Frumleikhúsinu, Reykjanesbæ

Miðaverð? 3.000 kr.

Leikfélag Keflavíkur sýnir ævintýrið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Leikritið fjallar um Ronju ræningjadóttur og ævintýri hennar með vini sínum, Birki Borkasyni. Ronja hittir ýmsar verur í Matthíasarskógi, meðal annars grádverga, huldufólk og að sjálfsögðu litla krúttlega rassálfa. Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna.


Líf og dauði – Mexíkósk veisla i tilefni af degi hinna dauðu

Hvar? Gamla bíó

Hvenær? Kl. 18.00 ef fólk mætir í alla veisluna og matinn. Kl. 20.00 ef fólk mætir beint á tónleikana.

Miðaverð? 17.900 fyrir kokteil, þriggja rétta matseðil og tónleika. 5.900 fyrir bara tónleika. Miðar fást á tix.is

„Lifum brosandi til þess að deyja glöð,“ segja Mexíkóar. Það er löngu orðið heimsþekkt hvernig þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Íslendingar hafa tekið hefðinni „degi hinna dauðu“ fagnandi og á hverju ári skreytir fjöldi fólks sig og nýtur þess að stíga inn í annan hugarheim. Í Gamla bíói verður alvöru tequila kokteill í boði Don Julio, þriggja rétta matarveisla og frábærir tónleikar þar sem við veltum fyrir okkur hvort við getum tileinkað okkur eitthvað úr menningunni, lært að tala opinskátt um dauðann og verið betur til staðar fyrir þá sem ganga í gegnum sorg.

„Tónleikarnir skipta mig miklu máli því ég elska að syngja þessa tilfinningaríku tónlist. Mér finnst ég alveg lifna við í lögunum. En ekki minna vegna þess hvað ég fann hvað fólkinu mínu fannst erfitt að geta ekki bjargað mér þegar ég þurfti að kveðja son minn,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu