Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Jólin, jólin, jólin koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.

Las Vegas Christmas Show

Hvar? Gamla bíó

Hvenær? 1., 2., 3. og 4. desember

Miðaverð? 8.400 (tónleikar) – 16.900 kr. (tónleikar og kvöldverður)

Geir Ólafsson kemur nú fram enn eitt árið með jólatónleikana sína Las Vegas Christmas Show ásamt gestastjörnum og bæði íslenskum og erlendum hljóðfæraleikurum. Sjötta árið í röð sem tónleikarnir voru haldnir var uppselt og þess vegna er núna bætt við fleiri dagsetningum.

Þórir Baldursson verður hljómsveitarstjóri en einnig mætir Don Randi og stórsveit hans.


 Jólaljós og lopasokkar

Hvar: Hamraborg Hofi, Akureyri

Hvenær: 2. desember kl. 20

Miðaverð: frá 5.900 kr.

 Söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir heldur sína fyrstu jólatónleika í Hofi í ár ásamt hópi listafólks. Jólaljós og lopasokkar eru kósí og hátíðlegir jólatónleikar með öllum okkar uppáhaldsjólalögum í bland við minna þekkt jólalög. Með Jónínu eru Vilhjálmur B. Bragason, Óskar Pétursson, Ívar Helgason, Sönghópurinn Rok, Anita Rós Þorsteinsdóttir og Kata Vignisdóttir. Hljómsveitina skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Stefán Gunnarsson á bassa, Valgarður Óli Ómarsson, Daníel Andri Eggertsson á gítar og Valmar Valjaots á fiðlu. Framleiðandi: Rún Viðburðir.


Síðustu dagar Sæunnar

Hvar? Borgarleikhúsið. Litla sviðið

Miðaverð? 7.200 kr.

Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að skapa ekki fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu '97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíki við. 

„Þetta leikrit fjallar um dauða og dauðleika sem er viðfangsefni sem ég fékk alveg óvart á heilann fyrir nokkrum árum. Það er hressandi að tala og hugsa um dauðann vegna þess að maður endar yfirleitt á því að hugsa um lífið og brosa. Ég á ömmu sem er að miklu leyti innblástur að Sæunni. Þær kenna manni báðar að hversdagsleikinn er í senn erfiður, áríðandi og dýrmætur, Sæunn og amma mín,“ segir höfundur verksins, Matthías Tryggvi Haraldsson. (Mynd: Grímur Bjarnason.)


Diddú – Jólastjarna í 25 ár

Hvar? Harpa, Eldborg

Hvenær? 4. desember

Miðaverð? 4.900–13.990 kr.

„Það var snemma árs 1997 að Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, bauð mér að syngja sólójólaplötu,“ segir Diddú. „Ég sló til og mér til halds og trausts við verkefnið voru ekki minni kappar en Björgvin Halldórsson, sem sá um alla framkvæmd, og Þórir Baldursson, sem útsetti öll lögin. Hófst nú vinna við að velja réttu lögin, sem enduðu langflest af  erlendum uppruna. Sum laganna voru vinsæl og elskuð jólalög sem frábærir textasmiðir íslenskir höfðu þegar sett í stemningsbúninga. Önnur lög voru minna þekkt sem jólalög en voru klædd rétta jólaandanum. Upptökur fóru fram um miðjan júlí í stúdíó Sýrlandi. Ég var nýbúin að eignast yngstu dóttur mína, sem var aldrei langt undan meðan upptökur fóru fram. Útkoman varð mest selda jólaplata Íslands. Friðriki Ómari tónleikahaldara fannst orðið tímabært að gera jólaplötunni „Jólastjarna“ almennileg skil. Ég tók hann á orðinu þar sem ég hef aldrei sungið öll lögin áður á tónleikum. Öllu verður tjaldað til á tónleikum 4. desember í Eldborg þar sem mér til fulltingis verða leynigestir, kór, strengjasveit, hljómsveit og kjólar.“


Ævintýri í jólaskógi

Ævintýri í Jólaskógi – Vasaljósaleikhús

Hvar? Guðmundarlundur

Hvenær? 26. nóvember–30. desember

Miðaverð? 3.300 kr.

Ævintýri í Jólaskógi er leiksýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra. Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum. Eftir stutta göngu koma áhorfendur að fyrsta sviðinu. Þar er flutt lítil jólasaga um ævintýri tröllafjölskyldunnar, lífið í Grýluhelli og jól fyrri tíma. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um skóginn. Litlu innar rekast áhorfendur á fleiri tröll en alls er um að ræða fjórar sögur, sem hver um sig er flutt af einhverjum íbúa Grýluhellis. Í lokin er öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur og myndatöku með jólasveini.

„Það er ekkert jólalegra en vasaljósaganga í Guðmundarlundi,“ segir Hurðaskellir. „Hún sameinar eiginlega allt það sem er skemmtilegt við jólin. Samvera með fjölskyldunni, jólaljósin og sögurnar, kakó og piparkökur.“ „Og svo verður manni pínulítið kalt á nefinu og það er líka svo  jólalegt,“ bætir Skjóða við.


Hallgrímskirkja

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju

Hvar?  Hallgrímskirkja

Hvenær? 27. nóvember kl. 17.

Miðaverð? 4.000 kr.

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju hefst fyrsta sunnudag í aðventu, sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi, kl. 17, með tónleikunum „Bach á aðventunni“. Þar koma fram Kór Hallgrímskirkju, Barokkbandið Brák, einsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Eggert Reginn Kristjánsson tenór og Fjölnir Ólafsson barítón, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
1
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
9
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár