Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Líf í smástund

Stund­ar­skrá­in 9. til 29. sept­em­ber 2022.

Líf

Hvar: Samkomuhúsið á Akureyri

Hvenær: 23. og 24. september

Miðaverð: 4.900 kr.

Einleikurinn Líf eftir eftir Margréti Sverrisdóttur verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 23. og 24. september. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Líf fjallar um Sissu Líf sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigið ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loksins, einn góðan veðurdag, springur allt út.


Sem á himni

Hvar: Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Hvenær: Frumsýning 16. september

Verð: 8.900–9.900 kr.

Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.


Bara smástund!

Hvar: Stóra svið Borgarleikhússins

Hvenær: Frumsýning 23. september kl. 20

Miðaverð: 7.200 kr.

Bara smástund! er sprenghlægilegur gamanleikur um Michel sem sér fram á ljúfan laugardag í ró og næði og tækifæri til að hlusta á mjög sjaldgæfa og goðsagnakennda djassplötu sem hann hefur fundið á markaðnum, en það virðist ekki eiga að verða. Natalie, eiginkona hans, vill ræða son þeirra, Sebastien, sem vill láta breyta nafni sínu í Fucking Rat, og henni finnst líka tími til kominn að horfast í augu við gamlar syndir úr sambandinu; hjákonan er þjökuð af samviskubiti og vill ljóstra upp um hliðarspor Michels, framkvæmdirnar á baðherberginu eru að fara úr böndunum, það lekur niður til nágrannans og iðnaðarmaðurinn reynist ekki allur þar sem hann er séður.

Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir hér glæsilegum hópi leikara en aðalhlutverkið er í höndum Þorsteins Bachmann. 


Habanera – Syngjandi í Salnum

Hvar: Salurinn

Hvenær: 21. september

Miðaverð: 3.920-4.900 kr.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran flytur fyrir hlé, ásamt spænska klassíska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, útsetningar fyrir rödd og gítar á sönglögunum Klementínudans, Kisa mín og Úr Hulduljóðum (Smávinir fagrir) eftir Atla Heimi Sveinsson. Þau kynna einnig áhorfendum á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti nýjar útsetningar á bandarískum þjóðlögum sem John Jacob Niles gerði fræg á síðustu öld. Helmingnum lýkur með ástsælli þýðingu Þórarins Eldjárn á lagi Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi (Gracias a la vida). Eftir hlé flétta þau Guðrún og píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson saman ýmsum lögum sem innblásin eru af habanera-taktinum margfræga og að sjálfsögðu hina frægu Habaneru-aríu Carmenar úr samnefndri óperu eftir Georges Bizet.


Hafið

Hvar: Listasafn Íslands, Safnahúsið, Hverfisgötu 15

Hvenær: Til 23. ágúst 2026.

Miðaverð: Ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára. Almennt miðaverð 2.000.

Hafið er umlykjandi á nýrri sýningu á 2. hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem fjársjóður íslenskrar myndlistar er aðgengilegur. Gestum gefst nú tækifæri á að upplifa listaverk sem öll tengjast hafinu og orðræðunni um sjálfbærni. Hafið hefur veitt mörgum listamönnum innblástur til listsköpunar. Verkin á sýningunni vísa í ýmsa þætti sem vert er að skoða í samhengi við hafið og hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Auðlindir hafsins, baráttan við bárurnar, efling náttúruvitundar og sjálfbærni. Undur hafsins eru leiðarstef í sýningunni sem höfðar til fólks á öllum aldri.


Pottþétt 80's/90's partý

Hvar: Sjallinn

Hvenær: 17. september

Miðaverð: 3.500 kr.

Þann 17. september verður 80's 90's dansveisla í Sjallanum Akureyri. N3 plötusnúðar ætla að leika fyrir dansi og ætlar hinm eini sanni Herbert Guðmunds að stíga á svið. Í gegnum tíðina hafa böllin hjá N3 mönnum slegið í gegn og má ekki búast við neinu öðru þetta kvöldið, húsiðverður  opnað kl. 23.00 og er miðasala á tix.is.


Á elleftu stundu

Hvar: Þjóðminjasafnið

Hvenær: 19. september–26. febrúar 2023

Miðaverð: 2.500 kr. og miðinn gildir allt árið.

 Á áttunda áratug síðustu aldar stóðu arkitektaskólarnir í Kaupmannahöfn og Árósum fyrir námsferðum til Íslands þar sem ýmis gömul hús voru mæld upp og teiknuð. Þessar ferðir voru skipulagðar af kennurum og nemendum skólanna í nánu samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. 

Árið 2017 ánafnaði svo einn af leiðtogum þessara leiðangra, danski arkitektinn og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum, Poul Nedergaard Jensen, Þjóðminjasafni Íslands yfirgripsmikið safn sitt af teikningum og ljósmyndum úr uppmælingarferðunum. Í þessu safni liggur ómetanleg skráning á íslenskri byggingarlist sem er að einhverju leyti horfin, þó að mörgu hafi tekist að bjarga.

Á sýningunni Á elleftu stundu verða teikningar og ljósmyndir úr safni Pouls Nedergaards Jensens sem gerðar voru í þessum uppmælingaferðum dönsku arkitektaskólanna. Sýningin er jafnframt afrakstur rannsókna Kirsten Simonsen á þessum gögnum en hún hefur gegnt rannsóknarstöðu tengdu nafni Kristjáns Eldjárn við Þjóðminjasafn Íslands undanfarin tvö ár. Í tengslum við sýninguna mun Þjóðminjasafnið gefa út samnefnt rit eftir Kirsten sem fjallar ítarlega um þessar ferðir, afrakstur þeirra og áhrif á húsafriðun og minjavernd á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár