Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Útihátíð á SPOT 2022 – Greifarnir og Siggi Hlö ásamt DJ Fox

Hvar? Spot, Kópavogi

Hvenær? 30. og 31. júlí

Miðaverð? Annað kvöldið 3.900 kr. Bæði kvöldin 5.500 kr.

Hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö standa fyrir stórskemmtilegri Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina. Það eru 14 ár síðan fyrsta útihátíðin á SPOT með Greifunum og Sigga Hlö var haldin og hún orðin fastur liður í lífi margra um verslunarmannahelgina. Síðastliðin tvö ár voru frekar erfið fyrir alla og var nauðsynlegt að hætta við á síðustu stundu bæði árin. Ekki í ár. Það verður stanslaust stuð á böllum laugardags- og sunnudagskvöld og brekkusöngurinn undir styrkri stjórn Bjössa Greifa verður stærri og skemmtilegri en nokkurn tíma áður.

Byrjað verður að spila klukkan 23.00 á laugardagskvöldinu og strax eftir brekkusöng á sunnudagskvöldinu. Greifarnir taka öll sín bestu lög og fleiri góða smelli og Siggi og DJ Fox sjóðheitir í diskóbúrinu. Brekkusöngurinn fer fram á sunnudagskvöldinu í brekkunni fyrir neðan SPOT. Hann byrjar stundvíslega klukkan 22.30. Ekki er selt inn á brekkusönginn.

Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Hvenær? Til 16. ágúst

Ljósrými – skuggarými er yfirskrift ljósmyndasýningar Esterar Jóhannesdóttur í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna. Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingarmyndir. Sýningin byggir á yfirstandandi rannsókn Esterar á ljósmyndun í afmörkuðu rými. Hún leitast við að ljósmynda birtu og skugga í innviðum bygginga með náttúrulegri lýsingu, en einnig úti með rafmagnsljósi. Með því vill Ester skoða hvaða áhrif birtan/ljósið, náttúrulegt eða rafmagns, hefur á rýmið og myndina. Í myndunum leikur Ester sér að frumformunum með ljósinu og bilinu á milli þessara andstæðna. Við það verða til abstrakt form og skuggar verða greinilegri í afmörkuðum ramma myndflatarins þar sem hið ljóðræna er aldrei langt undan.

Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hvar? Hallgrímskirkja

Hvenær? Laugardagur 30. júlí kl. 12.

Miðaverð? 2000 kr.

Guðný Einarsdóttir, organisti í Háteigskirkju, og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari leika verk fyrir orgel og harmóníku. Á tónleikunum munu alþýðlegur og kirkjulegur hljómur mætast þegar hljóðfærin harmóníka og orgel hljóma saman. Á efnisskránni verður m.a. flutt verkið Ave Maria eftir Astor Piazzolla, íslenskir tangóar, orgelverk eftir Nadiu Boulanger og gamall sænskur sálmur.

Berjadagar tónlistarhátíð 2022

Hvar? Ólafsfjarðarkirkja og Menningarhúsið Tjarnarborg, Ólafsfirði

Hvenær? 29.–31. júlí

Miðaverð? 2.500–8.500 kr.

Berjadagar er tónlistarhátíð sem fram fer um verslunarmannahelgina í Ólafsfirði þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og höfugan ilm. Hátíðin var stofnuð 1999 og er orðin fastur liður í menningarflórunni á Norðurlandi. Á tónlistarhátíðinni koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í rýmum sem gera upplifun af tónleikum einstaka. Á nýrri heimasíðu www.berjadagar.is má nálgast miða á glæsilega tónleika hátíðarinnar sem og upplýsingar um listamenn og aðra viðburði. Nýnæmi á Berjadögum í ár er að gestir geta tryggt sér miða á hádegistónleika sem hefjast kl. 13.30 bæði föstudag og laugardag í Ólafsfjarðarkirkju. Einnig verður brunch, skógrækt og listsýning í Pálshúsi! Listrænn stjórnandi Berjadaga er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari. Frítt er á hátíðina fyrir 18 ára og yngri.

Á mörkum þess tilraunakennda og hefðbundna

Hvar? Gljúfrasteinn

Hvenær? Sunnudaginn 31. júlí kl. 16.

Miðaverð? 3.500 kr.

Raftónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir mun syngja og leika eigin lög á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 31. júlí. Sigrún hefur skapað einstakan hljóðheim og með rödd sinni þræðir hún saman mörk hins tilraunakennda og þess hefðbundna. Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari, söngvari og tónlistarkennari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út fjórar smáskífur, meðal annars plötuna Onælan 2018. Þar má heyra þann tilraunakennda raftónlistarheim sem Sigrún hefur síðan haldið áfram að þróa. 

BERG (IS/DK)

Hvar? Menningarúsið Hof, Akureyri

Hvenær? 13. ágúst kl. 17

Miðaverð? 3.000 kr.

Dansk-íslenski kvartettinn BERG leikur tónlist saxófónleikarans Snæbjörns Snæbjörnssonar. Snæbjörn býr og starfar í Danmörku þar sem hann hefur leitt saman Mathias Ditlev á píanó, Benjamin Kirketerp á bassa auk trommuleikarans Chris Falkenberg úr mismunandi áttum til að skapa þann hljóðheim sem umlykur draumkenndar melódíurnar sem einkenna bandið.  Línuleg sköpun og spuni einkenna þennan kima norræna jazzins og sækir tónlistin innblástur sinn í þjóðlagatónlist og sálma, erlenda sem innlenda. 

BERG gaf út sína fyrstu plötu, A.A.P., í árslok 2020 og hefur platan hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku. Platan er „óður heim, hvar sem það kann að vera“ og BERG hlakkar til að leita að nýjum heimum á fyrrum heimkynnum tónskáldsins.

„Mig hefur lengi langað til að koma norður með strákana svo þegar við hófumst handa við að skipuleggja ferðina til að fylgja eftir plötunni var Akureyri efst á lista,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðin leið að loka hringnum sem hófst fyrir tæpum 4 árum að koma aftur til Íslands með BERG og ég hlakka mikið til að koma norður og spila í Hofi.“

Saga Musica með Valgeiri í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt

Hvenær? 13. ágúst kl. 16

Miðaverð? 7.000 kr.

„Allt frá því að ég sigldi með Víkingaskipinu Gaia fyrir 30 árum hefur landnámstíminn verið mér hugleikinn,“ segir Valgeir Guðjónsson. „Ég vann líka í um tvö ár í Washington DC við gerð efnis og þar á meðal við myndina um Leif Eiríksson sem sýnd var á menningarstöðvunum PBS og Discovery. Ég sótti svo í mig veðrið eftir að við settumst að á Eyrarbakka við laga- og textasmíðar sem hafa skírskotun í andrúmsloft og atburði Íslendingasagna. Víkingatíminn hefur nú orðið mikið aðdráttarafl víða um heim og því skrifaði ég textana á ensku til að mæta fleiri áheyrendum. Ég er enn að semja og bálkur minn spannar nú um 40 lög og texta. Sagnatónleikarnir í Hannesarholti þann 13. ágúst verða með ljúfu sniði; við Ásta Kristrún verðum saman með stuttar frásagnir á milli laga. Við munum leita eftir tengingu áheyrenda við það sem kemur upp í hug þeirra við flutning laganna á milli laga og í lokin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár