Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Útihátíð á SPOT 2022 – Greifarnir og Siggi Hlö ásamt DJ Fox

Hvar? Spot, Kópavogi

Hvenær? 30. og 31. júlí

Miðaverð? Annað kvöldið 3.900 kr. Bæði kvöldin 5.500 kr.

Hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö standa fyrir stórskemmtilegri Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina. Það eru 14 ár síðan fyrsta útihátíðin á SPOT með Greifunum og Sigga Hlö var haldin og hún orðin fastur liður í lífi margra um verslunarmannahelgina. Síðastliðin tvö ár voru frekar erfið fyrir alla og var nauðsynlegt að hætta við á síðustu stundu bæði árin. Ekki í ár. Það verður stanslaust stuð á böllum laugardags- og sunnudagskvöld og brekkusöngurinn undir styrkri stjórn Bjössa Greifa verður stærri og skemmtilegri en nokkurn tíma áður.

Byrjað verður að spila klukkan 23.00 á laugardagskvöldinu og strax eftir brekkusöng á sunnudagskvöldinu. Greifarnir taka öll sín bestu lög og fleiri góða smelli og Siggi og DJ Fox sjóðheitir í diskóbúrinu. Brekkusöngurinn fer fram á sunnudagskvöldinu í brekkunni fyrir neðan SPOT. Hann byrjar stundvíslega klukkan 22.30. Ekki er selt inn á brekkusönginn.

Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Hvenær? Til 16. ágúst

Ljósrými – skuggarými er yfirskrift ljósmyndasýningar Esterar Jóhannesdóttur í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna. Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingarmyndir. Sýningin byggir á yfirstandandi rannsókn Esterar á ljósmyndun í afmörkuðu rými. Hún leitast við að ljósmynda birtu og skugga í innviðum bygginga með náttúrulegri lýsingu, en einnig úti með rafmagnsljósi. Með því vill Ester skoða hvaða áhrif birtan/ljósið, náttúrulegt eða rafmagns, hefur á rýmið og myndina. Í myndunum leikur Ester sér að frumformunum með ljósinu og bilinu á milli þessara andstæðna. Við það verða til abstrakt form og skuggar verða greinilegri í afmörkuðum ramma myndflatarins þar sem hið ljóðræna er aldrei langt undan.

Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hvar? Hallgrímskirkja

Hvenær? Laugardagur 30. júlí kl. 12.

Miðaverð? 2000 kr.

Guðný Einarsdóttir, organisti í Háteigskirkju, og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari leika verk fyrir orgel og harmóníku. Á tónleikunum munu alþýðlegur og kirkjulegur hljómur mætast þegar hljóðfærin harmóníka og orgel hljóma saman. Á efnisskránni verður m.a. flutt verkið Ave Maria eftir Astor Piazzolla, íslenskir tangóar, orgelverk eftir Nadiu Boulanger og gamall sænskur sálmur.

Berjadagar tónlistarhátíð 2022

Hvar? Ólafsfjarðarkirkja og Menningarhúsið Tjarnarborg, Ólafsfirði

Hvenær? 29.–31. júlí

Miðaverð? 2.500–8.500 kr.

Berjadagar er tónlistarhátíð sem fram fer um verslunarmannahelgina í Ólafsfirði þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og höfugan ilm. Hátíðin var stofnuð 1999 og er orðin fastur liður í menningarflórunni á Norðurlandi. Á tónlistarhátíðinni koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í rýmum sem gera upplifun af tónleikum einstaka. Á nýrri heimasíðu www.berjadagar.is má nálgast miða á glæsilega tónleika hátíðarinnar sem og upplýsingar um listamenn og aðra viðburði. Nýnæmi á Berjadögum í ár er að gestir geta tryggt sér miða á hádegistónleika sem hefjast kl. 13.30 bæði föstudag og laugardag í Ólafsfjarðarkirkju. Einnig verður brunch, skógrækt og listsýning í Pálshúsi! Listrænn stjórnandi Berjadaga er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari. Frítt er á hátíðina fyrir 18 ára og yngri.

Á mörkum þess tilraunakennda og hefðbundna

Hvar? Gljúfrasteinn

Hvenær? Sunnudaginn 31. júlí kl. 16.

Miðaverð? 3.500 kr.

Raftónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir mun syngja og leika eigin lög á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 31. júlí. Sigrún hefur skapað einstakan hljóðheim og með rödd sinni þræðir hún saman mörk hins tilraunakennda og þess hefðbundna. Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari, söngvari og tónlistarkennari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út fjórar smáskífur, meðal annars plötuna Onælan 2018. Þar má heyra þann tilraunakennda raftónlistarheim sem Sigrún hefur síðan haldið áfram að þróa. 

BERG (IS/DK)

Hvar? Menningarúsið Hof, Akureyri

Hvenær? 13. ágúst kl. 17

Miðaverð? 3.000 kr.

Dansk-íslenski kvartettinn BERG leikur tónlist saxófónleikarans Snæbjörns Snæbjörnssonar. Snæbjörn býr og starfar í Danmörku þar sem hann hefur leitt saman Mathias Ditlev á píanó, Benjamin Kirketerp á bassa auk trommuleikarans Chris Falkenberg úr mismunandi áttum til að skapa þann hljóðheim sem umlykur draumkenndar melódíurnar sem einkenna bandið.  Línuleg sköpun og spuni einkenna þennan kima norræna jazzins og sækir tónlistin innblástur sinn í þjóðlagatónlist og sálma, erlenda sem innlenda. 

BERG gaf út sína fyrstu plötu, A.A.P., í árslok 2020 og hefur platan hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku. Platan er „óður heim, hvar sem það kann að vera“ og BERG hlakkar til að leita að nýjum heimum á fyrrum heimkynnum tónskáldsins.

„Mig hefur lengi langað til að koma norður með strákana svo þegar við hófumst handa við að skipuleggja ferðina til að fylgja eftir plötunni var Akureyri efst á lista,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðin leið að loka hringnum sem hófst fyrir tæpum 4 árum að koma aftur til Íslands með BERG og ég hlakka mikið til að koma norður og spila í Hofi.“

Saga Musica með Valgeiri í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt

Hvenær? 13. ágúst kl. 16

Miðaverð? 7.000 kr.

„Allt frá því að ég sigldi með Víkingaskipinu Gaia fyrir 30 árum hefur landnámstíminn verið mér hugleikinn,“ segir Valgeir Guðjónsson. „Ég vann líka í um tvö ár í Washington DC við gerð efnis og þar á meðal við myndina um Leif Eiríksson sem sýnd var á menningarstöðvunum PBS og Discovery. Ég sótti svo í mig veðrið eftir að við settumst að á Eyrarbakka við laga- og textasmíðar sem hafa skírskotun í andrúmsloft og atburði Íslendingasagna. Víkingatíminn hefur nú orðið mikið aðdráttarafl víða um heim og því skrifaði ég textana á ensku til að mæta fleiri áheyrendum. Ég er enn að semja og bálkur minn spannar nú um 40 lög og texta. Sagnatónleikarnir í Hannesarholti þann 13. ágúst verða með ljúfu sniði; við Ásta Kristrún verðum saman með stuttar frásagnir á milli laga. Við munum leita eftir tengingu áheyrenda við það sem kemur upp í hug þeirra við flutning laganna á milli laga og í lokin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
10
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár