Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Jólaóratoría, John McClane og hvítt tígrisdýr

Stund­ar­skrá­in 21. des­em­ber -13. janú­ar.

Jólaóratoría, John McClane og hvítt tígrisdýr

Aftansöngur

Hvar: Hallgrímskirkja

Hvenær: 24. desember kl. 18.00

Miðaverð: Ókeypis

Aftansöngur á aðfangadegi kl. 18.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Einsöngarvari er Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Eggert Pálsson leikur á slagverk og flautu.
Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur jólatónlist á Klaisorgel kirkjunnar fyrir athöfn. 


Friðarganga á Þorláksmessu

Hvar: Laugavegur neðan Snorrabrautar

Hvenær: 23. desember kl. 18:00

Miðaverð: Ókeypis

 Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið gengin í Reykjavík allt frá árinu 1980 en vegna Covid-19 faraldursins var hún blásin af síðustu tvö ár. Því gefst nú tækifæri fyrir höfuðborgarbúa og gesti að taka sér stuttan tíma frá jólaamstrinu með því taka þátt í göngunni á nýjan leik. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar sem stýrt er af Steinunni Sigþrúði Jónsdóttur háskólanema. Ávarp við göngulok á Austurvelli flytur Hjalti Hugason prófessor emeritus. Að göngunni stendur samstarfshópur friðarhreyfinga.


Die Hard – Jólapartísýning

Hvar: Bíó Paradís

Hvenær: 23. desember kl. 21.00

Miðaverð: 1.990 kr.

Fyrsta kvikmyndin um lögreglumanninn John McClane, sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum, hefur fengið sess sem klassísk jólamynd. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur. Die Hard var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.


Ellen B.

Hvar: Þjóðleikhúsið – Stóra sviðið

Hvenær: 26. desember–13. janúar

Miðaverð: 7.250 kr.

Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu, í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan.


Jólaóratorían eftir Bach

Hvar: Langholtskirkja

Hvenær: 28. desember kl. 20.00

Miðaverð: 5.900-6.900 kr.

Jólaóratoría Johann Sebastian Bach er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin. Jólaóratorían segir söguna af fæðingu Jesú á áhrifamikinn og hrífandi hátt með fjörugum kórpörtum, dásamlegum sálmum og gullfallegum einsöngsaríum. Flytjendur eru Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Írisi Björk Gunnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Benedikt Kristjánssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Konsertmeistari er Páll Palomares.


Malt og appelsínuhúð

Hvar: Þjóðleikhúskjallarinn

Hvenær: 30. desember kl. 22.00

Miðaverð: 3.900 kr.

Jólaenglarnir í burleskhópnum Dömur og herra verða í (og úr) hátíðabúningi og jóla yfir bæði sig og þig. Fyrir alla þá sem elska jólin, hata jólin og þá sem elska að hata jólin. Vert er að taka fram að sýningin er ekki fyrir þau sem eru viðkvæm fyrir dónabröndurum, guðlasti eða undrum mannslíkamans. Um augnakonfekt er að ræða og því ekki nauðsynlegt að skilja íslensku.


Gamlárshlaup ÍR

Hvar: Sæbraut við Hörpu

Hvenær: 31. desember kl. 12.00

Miðaverð: 2.040-3.670 kr.

Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma þá berjast aðrir um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af. Bæði er boðið upp á 10 km hlaup og 3 km skemmtihlaup.


Leiðsögn listamanns: Rax

Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu

Hvenær: 5. janúar

Miðaverð: 2.050 kr.

Ljósmyndarinn Rax fjallar um verk sín á sýningunni Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum. Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu.


Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar: Harpa

Hvenær: 5., 6. og 7. janúar

Miðaverð: 3.900-9.900 kr.

Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar hefur tóninn fyrir nýtt ár. Í þetta sinn er það hin kanadíska Keri-Lynn Wilson sem stjórnar tónleikunum. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, m.a. Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiks að Leðurblökunni.


Hvíta tígrisdýrið

Hvar: Borgarleikhúsið

Hvenær: 7. janúar

Miðaverð: 4.500 kr.

Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn er vel falinn. Ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Hvíta tígrisdýrið er myrkt og táknrænt fjölskylduævintýri um það að vera innilokuð og minni máttar.


Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
7
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár