Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegsráðherra, setti „læk“ á Facebook-færslu um helgina þar sem Ríkisútvarpið var gagnrýnt fyrir fréttaflutning af málum Samherja, meðal annars Namibíumálinu.
Kveikur í Ríkisútvarpinu greindi frá Namibíumálinu í fyrra, ásamt Stundinni, Al Jazeera og Wikileaks, en inntak málsins eru mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Málið er nú til rannsóknar í Namibíu, Íslandi og í Noregi.
Merkingin á bak við „læk“ á Facebook hefur verið skeggrædd mikið frá því Facebook-samfélagsmiðillinn var opnaður. Facebook sjálft útskýrir „læk“ þannig að með því sé sá sem „lækar“ að segja að hann „hafi ánægju af“ færslunni eða sé sammála henni án þess þó að viðkomandi segi það í kommenti.
Samherji hefur sjálfur túlkað og lagt merkingu í „læk“ einstakra starfsmanna RÚV …
Athugasemdir