Ein af stóru spurningunum í rannsóknum íslenskra aðila á útgerðarfélaginu í Seðlabankamálinu svokallaða og Namibíumálinu er á endanum sú hvort dótturfélögum útgerðarfélagsins hafi verið stjórnað frá Íslandi. Það er að segja hvort forstjóri samstæðunnar, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafi sannarlega verið sá sem í reynd hefur stýrt dótturfélögum Samherja í Afríku. Í lagamáli er þessi spurning orðuð svo hvort „raunveruleg framkvæmdastjórn“ dótturfélaga Samherja erlendis, meðal annars á Kýpur og í Namibíu, hafi verið á Íslandi og á hendi Þorsteins Más.
Svarið við þessari spurningu skipti máli í Seðlabankamálinu, rannsókn Seðlabanka Íslands, sérstaks saksóknara og embættis skattrannsóknarstjóra, á ætluðum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrismál á árunum eftir hrunið 2008 þegar gjaldeyrishöft voru á Íslandi.
Sérstakur saksóknari felldi rannsókn málsins niður vegna mistaka sem gerð voru við setningu reglna um gjaldeyrismál haustið 2008 þar sem ekki fékkst lögskilin samþykkt ráðherra fyrir reglugerð …
Athugasemdir