Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir, sem tók þátt í fyrstu plastbarkaaðgerðinni sem gerð var í heiminum árið 2011, líkir ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini við Jesúm Krist og Cristiano Ronaldo í vitnaskýrslu hjá ákæruvaldinu í Svíþjóð frá árinu 2016.
Í yfirheyrslunni, sem er 72 blaðsíður, tjáir Tómas sig i löngu, ítarlegu og oft og tíðum einlægu máli um aðkomu sína og Landspítalans að fyrstu plastbarkaaðgerðinni sem ítalski skurðlæknirinn gerði á Erítreumanninum Andemariam Beyene árið 2011.
Macchiarini loks ákærður
Vitnaskýrslan yfir Tómasi er hluti af 3.600 blaðsíðna rannsóknargögnum í rannsókn sænska ákæruvaldsins á plastbarkaaðgerðum Macchiarinis.
Í vikunni var Macchiarini ákærður fyrir grófar líkamsárásir fyrir að hafa framkvæmt umræddar plastbarkaaðgerðir á þremur sjúklingum í Svíþjóð, þeim Andemariam Beyene, Bandaríkjamanninum Christopher Lyles og tyrknesku stúlkunni Yeşim Çetirin. …
Athugasemdir