Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa

Fé­lag Sam­herja sem lán­aði Ey­þóri Arn­alds fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu tap­aði 200 millj­ón­um í fyrra. Skuld fé­lags Ey­þórs við Sam­herja­fé­lag­ið hef­ur nú ver­ið af­skrif­uð að fullu. Fé­lag­ið sem lán­ar Ey­þóri er fjár­magn­að óbeint af sama fé­lagi á Kýp­ur og greiddi Namib­íu­mönn­um hundruð millj­óna króna í mút­ur.

Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Samherji gefur eftir kröfu sína Dótturfélag Samherja hefur fært niður 257 milljóna króna kröfu sína á hendur félagi Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa sem heldur utan um hlutabréf í Árvakri. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Eignarhaldsfélagið Kattarnef ehf., sem er í eigu útgerðarfélagsins Samherja í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak, hefur afskrifað 257 milljóna króna seljendalán sem félagið veitti eignarhaldsfélagi í eigu Eyþórs Arnalds árið 2017. Lánið var veitt félagi Eyþórs, Rames II. ehf, vegna kaupa þess félags á nærri fjórðungshluti í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir árið 2019 sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkiskattstjóra þann 31. ágúst síðastliðinn.

Kattarnef var stofnað gagngert til að halda utan um hlutabréfaeign Samherja í Árvakri.  

Tekið skal fram að Eyþór var ekki orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann keypti þessi hlutabréf Samherjafélagsins í Mogganum í apríl árið 2017.  Eyþór varð borgarfulltrúi rúmu ári síðar, í lok maí árið 2018, og hefur hann haldið á umræddum hlutabréfum í Árvakri samhliða störfum sínum hjá Reykjavíkurborg æ síðan. 

Eignarhald Eyþórs á bréfunum hefur vakið mikla athygli og umtal síðastliðin ár og nægir að nefna nýlega gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, sem hefur vakið umtal í fjölmiðlum síðustu daga

Æltar ekki að hættaDóra Björt Guðjónsdóttir hefur sagt að hún ætli ekki að hætta að spyrja Eyþór Arnalds um viðskiptin með hlutabréfin í Árvakri.

Tapaði tæpum 200 milljónum

Í ársreikningi Kattarnefs ehf. kemur fram að félagið tapaði tæplega 200 milljónum króna í fyrra. Félagið átti samtals 256 milljóna króna eignir í árslok 2018 en í árslok 2019 voru þær komnar niður í 63 milljónir króna. Ástæðan er „virðisrýrnun krafna“ Kattarnefs á hendur félagi Eyþórs Arnalds, Ramsesi II ehf. Vaxtaberandi kröfur Kattarnefs fóru úr tæplega 250 milljónum króna í árslok 2018 og niður í 0 krónur í árslok 2019. 

Eftir sem áður standa skuldir Kattarnefns við fjárfestingafélagið Kaldbak ehf. óniðurfærðar. 

„Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann“

Kaldbakur er móðurfélag Kattarnefs og er það í eigu Samherja. Kattarnef skuldar Kaldbaki tæplega 286 milljónir kríona. En þar sem Kattarnef á nær engar eignir, nema skatteign upp á rúmlega 50 milljónir króna, er ljóst að félagið getur ekki greitt Kaldbaki skuldina. Alveg ljóst er því að Kaldbakur mun á endanum þurfa að afskrifa kröfu sína á hendur Kattarnefi, alveg eins og Kattarnef hefur afskrifað kröfu sínar á hendur félagi Eyþórs Arnalds. 

Eins og Stundin hefur greint frá er fjárfestingarfélagið Kaldbakur meðal annars fjármagnað með láni frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. Þetta félag flutti peninga til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands árið 2012. Fyrir vikið fékk Samherji 20 prósenta afslátt á íslensku krónunum sem voru keyptar fyrir peningana frá Esju Seafood. 

Á næstu árum á eftir átti sama félag Samherja á Kýpur eftir að greiða mörg hundruð milljónir króna til namibískra áhrifamanna í skiptum fyrir kvóta í Namibíu, eins og Kveikur og Stundin greindu frá í fyrra í samvinnu við Wikileaks. 

Sagði Eyþór hafa verið keyptan

Dóra Björt Guðjónsdóttir sagði í vikunni að ýmislegt benti til að Samherji hefði keypt Eyþór Arnalds. Hún setti viðskipti þeirra með hlutabréf í Árvakri í samhengi við viðskipti Kristjáns Vilhelmssonar, annars stærsta eiganda Samherja, með nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi sem nú rís. Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Selfoss og ýjaði hún að því að Eyþór hefði liðkað til fyrir þeim viðskiptum. „Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann. […] Núna hafa komið fram nýjar upplýsingar um uppbyggingu Samherja á Selfossi í miðbænum og ég hef ítrekað spurt Eyþór út í það hvers vegna hann fékk mörg hundruð milljónir frá Samherja þegar hann fékk gefins hlut í Morgunblaðinu og hann hefur aldrei svarað almennilega fyrir það. Hann fer alltaf að snúa út úr og drepa málum á dreif.“

„Hér dylgjar hún algerlega út í loftið“

Í umræðum um málið í borgarstjórn greip Eyþór til varnar fyrir sig og sagði Dóru Björt dylgja: „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“

Eyþór Arnalds hefur ekki skilað ársreikningi Ramses II ehf. fyrir árið 2019 og því er ekki hægt að sjá hvernig félag hans bókfærir viðskiptin við Kattarnef í nýjasta ársreikningi sínum. 

Út frá fyrirliggjandi gögnum er hins að verða ljóst hver niðurstaðan í málinu er. Eyþór Arnalds keypti stóran hlut í Mogganum af Samherja árið 2017 og kemur hann ekki til með að greiða útgerðinni neitt af láninu sem hún veitti honum fyrir bréfunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár