Eitt arðbærasta einkarekna heilbrigðisfyrirtæki landsins nýtti hlutabótaleiðina í COVID-19 faraldrinum í apríl eftir að hafa greitt út tæplega 450 milljóna króna arð til fjögurra hluthafa þess á árunum 2013 til 2018. Fyrirtækið heitir Íslensk myndgreining ehf. og er myndgreiningarfyrirtæki sem tekur röntgenmyndir, tölvusneiðmyndir og framkvæmir ómskoðanir. Fyrirtækið hefur verið til húsa í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut en flutti nýverið í Urðarhvarf í Kópavogi ásamt annarri heilbrigðistengdri starfsemi sem verið hefur í Orkuhúsinu um árabil.
Við þessa tæplega 450 milljóna króna arðgreiðslu bætist rúmlega 111 milljóna króna útgreiðslu út fyrirtækinu árið 2017 sem var lækkun hlutafjár. Samtals er því um að ræða rúmlega 560 milljóna króna greiðslur út úr fyrirtækinu á 5 ára tímabili.
Rekstur fyrirtækisins er fjármagnaður á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
Læknisfræðileg myndgreining á Íslandi fer bæði fram innan Landspítala-háskólasjúkrahúss og eins hjá einkareknum …
Athugasemdir